Man ekki eftir öðru eins í sinni búskapartíð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. júlí 2024 20:00 Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal man ekki eftir annarri eins ótíð þegar kemur að heyskap og í ár. Vísir/Sigurjón Margir bændur á Vesturlandi hafa ekkert heyjað í sumar vegna veðurs og það sér ekki fyrir endann á því næstu daga vegna vætu. Bóndi í Skorradal man ekki eftir annarri eins tíð á löngum ferli. Veðurguðirnir þurfi að fara að gefa bændum grið því túnin séu tilbúin í slátt. Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum. Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira
Bændur í Skorradal eru meðal þeirra bænda á Vesturlandi sem hafa ekkert getað slegið í sumar vegna veðurfars og vætutíðar. Túnin eru hins vegar tilbúin í slátt. Pétur Davíðsson sauðfjárbóndi á Grund í Skorradal er svartsýnn á að það takist að slá á næstunni. „Núna eftir rigningarnar og hlýindin í síðustu viku er eiginlega allt orðið klárt fyrir slátt en það stefnir ekkert í heyskap næstu vikurnar sýnist mér samkvæmt veðurspá,“ segir Pétur. Túnin þurfi að vera þurr þegar sláttur fer fram. Veðurspá gerir hins vegar ráð fyrir einhverri vætutíð á hverjum degi á næstunni. Pétur segir þetta bagalegt nú sé hárréttur tími til að slá. Afar óvenjulegt „Það er allt orðið sprottið og skriðið og tilbúið. Best væri að slá núna því nú er næringargildi grassins er mest. Fræin eru komin á grösin og eftir það þá fara þau að tréna og þá tapa þau fóðurgildinu sínu hægt og bítandi. Það gerist svo enn hraðar ef það sprettur enn meira. Þetta þýðir það að maður fær verra fóður þegar loksins verður hægt að slá,“ segir Pétur Pétur segir þetta afar óvenjulegt tíðarfar. „Ég er venjulega löngu byrjaður að slá en miðað við veðurspánna þá er það ekkert í kortunum fyrr en í ágúst. Ég man ekki eftir öðru eins í minni búskapartíð,“ segir hann. Aðspurður hvort hann hafi eitthvað reynt að kvarta við veðurguðina svarar Pétur: „ Nei ekki enn þá. Maður verður bara að taka þessu með ró,“ segir hann að lokum.
Veður Vesturbyggð Skorradalshreppur Landbúnaður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Sjá meira