Hvar endar þetta? Reynir Böðvarsson skrifar 25. júlí 2024 13:00 Donald Trump notar lygina óspart sem áróðursvopn og virðist nánast ónæmur fyrir því þegar hún er rekin ofan í hann, hann endurtekur hana bara með enn meiri ákafa við húrrahróp fylgjenda. Enginn stjórnmálamaður hefur nokkurntíman komist með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar óheiðarleika og ósvífni í málfluttningi sínum. Hann er einfaldlega algjört viðundur sem enginn hefði trúað því fyrirfram að svona fígúra ætti möguleika á að ná kjöri í hæsta embætti í lýðræðisríki, hvað þá ríki sem oft hefur verið talið fyrirmynd annara vestrænna ríkja og á rætur í upplýsingunni. Það ætti öllum sem fylgjast með að vera ljóst að eitthvað alvarlegt er að þeim lýðræðisferlum sem vaska fram leiðtoga eins og Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson, Viktor Orbán, Giorgia Meloni, Bjarna Benediktsson og marga fleiri og það bara nú á síðustu og verstu tímum. Ég held að enginn þessara leiðtoga kæmust til valda án lyginnar þótt fáir hafi hagað sér eins ruddalega og verið eins ósvífinir og Donald Trump. Hann lýgur að mestu sjálfur en hin eru ekki alveg eins óförskömmuð sjálf en öll hafa þau sér til aðstoðar stofnanavædda lygasögu sem kölluð er Nýfrjálshyggja. Helstu alþjóðlegu stofnanir á fjármálasviði í heiminum, Alþjóðabankinn, WB, og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF, til dæmis, hafa keypt þessa lygasögu Síkagóskólans sem Milton Friedman básúneraði út og sem Ronald Reagan og Margaret Thatcher gleyptu hráa og lugu því að kjósendum sínum að ef þau kæmust til valda yrðu allir ríkari. Þau fullyrtu að sameiginlegu eignir þjóðarinnar, svo sem skólar og sjúkrahús, vegir og járnbrautir væri best að afhenda auðvaldinu til að eiga og reka. Gott væri að hafa ofurríkt fólk sem græddi á þessu, lækka síðan skatta á þá ríkustu, því það mundi leka síðan svolítið frá þeim til okkar hinna svipað og brauðmolar detta af borðinu til fuglana þegar við borðum úti í garði á sumrin. Brauðmolakenningin er hluti af lýgi nýfrjálshyggjunar sem fór síðan sem farsótt um allan heim með smitstuðul sem virðist hærri en nokkur önnur þekkt farsótt. Nýfrjálshyggjan er hættulegasta farsótt sem herjað hefur á mannkyn, hefur staðið yfir í bráðum hálfa öld og það er augljóslega langt í land með að ná hópónæmi ef það þá verður nokkurntíman hægt. Bóluefnið gegn lygum og rangindum eru staðreyndir og opin umræða en spurningin er hvernig bólusetningin fer fram þar sem smitið fer um þjóðfélög og stjórnmálaflokka en ekki einstaklinga. Það er ekki hægt að sprauta því inn í þjóðarlíkaman eða stjórnmálaflokkinn á sama hátt og hægt er með bóluefni gegn vírussjúkdómum í mönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, samræmdi aðgerðir með sóttvarnarlæknum um allan heim í baráttunni við Covid og er sá faraldur nú í böndum og er ekki lengur þjóðfélögum hættulegur. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru líka undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, UN, en þar hefur engin samræmd aðgerðaráætlun gegn þessari farsótt verið smíðuð, þvert á móti. Þar á bæ er farsóttinn, þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjunni bara viðhaldið og henni dreift eins og engin væri morgundagurinn og með hjálp hagfræðinga og stjórnmálafræðinga útum allan heim sem allir eru meira og minna menntaðir eins og guðfræðingar í guðfræðideild þar sem trúarbrögðin eru farsóttin sjálf þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjan. Við þekkjum semsagt sjálfa veiruna, sem er lýgin og rangindi, við þekkjum bóluefnið, sem eru staðreyndir og opin umræða, en við vitum ekki hvernig við eigum að bólusetja þjóðfélagið sem er helsjúkt af faraldrinum. Hvernig á að gera sjúklinginn meðvitaðan um sjúkdóminn þegar flestir einstaklingar í þjóðfélaginu eru andstæðingar bólusetningar gagnvart ákkúrat þessum sjúkdómi. Fullyrða jafnvel að bóluefnið sé hættulegra en sjálfur sjúkdómurinn, sannleikurinn hættulegri lýginni. Hvernig á að fá almennan skilning í þjóðfélaginu á ástandinu þegar alþjóðastofnanir og helstu “sérfræðingar” þjóðanna vinna markvisst gegn því og fullyrða jafnvel að faraldurinn sé ekki til staðar og sé bara hugarburður? Ofan á allt saman er meðvirknin í þjóðfélaginu svo útbreidd að erfitt er að sjá hvaða brögðum eigi að beita til þess að koma okkur úr þessari sjálfheldu sem við sem þjóðfélög augljóslega erum komin í. Hvar endar þetta? Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Donald Trump notar lygina óspart sem áróðursvopn og virðist nánast ónæmur fyrir því þegar hún er rekin ofan í hann, hann endurtekur hana bara með enn meiri ákafa við húrrahróp fylgjenda. Enginn stjórnmálamaður hefur nokkurntíman komist með tærnar þar sem hann hefur hælana hvað varðar óheiðarleika og ósvífni í málfluttningi sínum. Hann er einfaldlega algjört viðundur sem enginn hefði trúað því fyrirfram að svona fígúra ætti möguleika á að ná kjöri í hæsta embætti í lýðræðisríki, hvað þá ríki sem oft hefur verið talið fyrirmynd annara vestrænna ríkja og á rætur í upplýsingunni. Það ætti öllum sem fylgjast með að vera ljóst að eitthvað alvarlegt er að þeim lýðræðisferlum sem vaska fram leiðtoga eins og Donald Trump, Jair Bolsonaro, Boris Johnson, Viktor Orbán, Giorgia Meloni, Bjarna Benediktsson og marga fleiri og það bara nú á síðustu og verstu tímum. Ég held að enginn þessara leiðtoga kæmust til valda án lyginnar þótt fáir hafi hagað sér eins ruddalega og verið eins ósvífinir og Donald Trump. Hann lýgur að mestu sjálfur en hin eru ekki alveg eins óförskömmuð sjálf en öll hafa þau sér til aðstoðar stofnanavædda lygasögu sem kölluð er Nýfrjálshyggja. Helstu alþjóðlegu stofnanir á fjármálasviði í heiminum, Alþjóðabankinn, WB, og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, IMF, til dæmis, hafa keypt þessa lygasögu Síkagóskólans sem Milton Friedman básúneraði út og sem Ronald Reagan og Margaret Thatcher gleyptu hráa og lugu því að kjósendum sínum að ef þau kæmust til valda yrðu allir ríkari. Þau fullyrtu að sameiginlegu eignir þjóðarinnar, svo sem skólar og sjúkrahús, vegir og járnbrautir væri best að afhenda auðvaldinu til að eiga og reka. Gott væri að hafa ofurríkt fólk sem græddi á þessu, lækka síðan skatta á þá ríkustu, því það mundi leka síðan svolítið frá þeim til okkar hinna svipað og brauðmolar detta af borðinu til fuglana þegar við borðum úti í garði á sumrin. Brauðmolakenningin er hluti af lýgi nýfrjálshyggjunar sem fór síðan sem farsótt um allan heim með smitstuðul sem virðist hærri en nokkur önnur þekkt farsótt. Nýfrjálshyggjan er hættulegasta farsótt sem herjað hefur á mannkyn, hefur staðið yfir í bráðum hálfa öld og það er augljóslega langt í land með að ná hópónæmi ef það þá verður nokkurntíman hægt. Bóluefnið gegn lygum og rangindum eru staðreyndir og opin umræða en spurningin er hvernig bólusetningin fer fram þar sem smitið fer um þjóðfélög og stjórnmálaflokka en ekki einstaklinga. Það er ekki hægt að sprauta því inn í þjóðarlíkaman eða stjórnmálaflokkinn á sama hátt og hægt er með bóluefni gegn vírussjúkdómum í mönnum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, samræmdi aðgerðir með sóttvarnarlæknum um allan heim í baráttunni við Covid og er sá faraldur nú í böndum og er ekki lengur þjóðfélögum hættulegur. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn eru líka undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, UN, en þar hefur engin samræmd aðgerðaráætlun gegn þessari farsótt verið smíðuð, þvert á móti. Þar á bæ er farsóttinn, þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjunni bara viðhaldið og henni dreift eins og engin væri morgundagurinn og með hjálp hagfræðinga og stjórnmálafræðinga útum allan heim sem allir eru meira og minna menntaðir eins og guðfræðingar í guðfræðideild þar sem trúarbrögðin eru farsóttin sjálf þ.e.a.s. Nýfrjálshyggjan. Við þekkjum semsagt sjálfa veiruna, sem er lýgin og rangindi, við þekkjum bóluefnið, sem eru staðreyndir og opin umræða, en við vitum ekki hvernig við eigum að bólusetja þjóðfélagið sem er helsjúkt af faraldrinum. Hvernig á að gera sjúklinginn meðvitaðan um sjúkdóminn þegar flestir einstaklingar í þjóðfélaginu eru andstæðingar bólusetningar gagnvart ákkúrat þessum sjúkdómi. Fullyrða jafnvel að bóluefnið sé hættulegra en sjálfur sjúkdómurinn, sannleikurinn hættulegri lýginni. Hvernig á að fá almennan skilning í þjóðfélaginu á ástandinu þegar alþjóðastofnanir og helstu “sérfræðingar” þjóðanna vinna markvisst gegn því og fullyrða jafnvel að faraldurinn sé ekki til staðar og sé bara hugarburður? Ofan á allt saman er meðvirknin í þjóðfélaginu svo útbreidd að erfitt er að sjá hvaða brögðum eigi að beita til þess að koma okkur úr þessari sjálfheldu sem við sem þjóðfélög augljóslega erum komin í. Hvar endar þetta? Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun