Glútenlaust nesti - djöfulsins lúxus! Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 27. júlí 2024 08:00 Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við tökum með okkur nesti ef við förum í heimsókn, í matarboð, í fermingarveislu, í útskriftarveislu, jarðarför, út að borða eða í sund. Það er ekkert bakarí, fáir veitingastaðir sem vilja skilja og leggja sig fram og stundum eru hillurnar í búðunum tómar. Það er engin ostaslaufa eða snúður. Það er ekkert hægt að grípa með eitthvað einfalt og fljótlegt. Ekki þegar maður er með selíak* á Íslandi. En fólk á glútenlausu fæði verður alveg jafn svangt og annað fólk. Og það er mikilvægt að vera boðið að borðinu og það sé eitthvað næs fyrir alla. Verðið á glútenlausum vörum eru 200-500% dýrari en sambærilegar vörur og ríkið tekur engan þátt í kostnaði fyrir barn með sjálfsofnæmissjúkdóminn selíak. Af hverju? Vitiði hvað það kostar að vera alltaf með nesti? Eða hvað það tekur langan tíma? Þessi litli græni poki með 100gr af glútenlausu kexi kostar 659kr í Nettó. Tveir pakkar eru á 1318kr - 200gr. Þetta er glútenlaust kex. Grissini úr heilhveiti frá Anglamark, 120 gr. kostar 389 kr í Nettó. Tveir pakkar af því kosta 778kr - 240gr. Þetta er kex með glúteni. GLÚTENLAUST KEX ER HELMINGI DÝRARA EN VENJULEGT KEX. Auðvitað er hægt að segja að maður eigi ekkert að vera að kaupa þessar unnu vörur. En matur er félagslegt fyrirbæri og það er líka dýrt að borða hreint fæði í öll mál. Þess vegna borðar fólk með lítið á milli handanna pakkamat. En glútenlaus pakkamatur er lúxusvara. Ert þú eða barnið þitt á glútenlausu fæði og ert alltaf með nesti? Ertu með selíak? Mig langar að heyra frá þér. Ég ætla nefnilega að breyta heiminum. Sendu mér línu: glutenlaust@gmail.com *Selíak sjúkdómurinn er sjálfsofnæmissjúkdómur þar sem eina meðferðin er glútenlaust fæði ævilangt. Talið er að um 1% fólks á jörðinni sé með selíak en sumsstaðar eru hlutfallið hærra. Það eru þá um 3820 Íslendingar, sem þó eru margir án greiningar eða með ranga greiningu. Þá eru ótaldir þeir sem eru á glútenlausu fæði af öðrum ástæðum. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri og móðir barns með selíak.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar