Illvænlegar vendingar á veðurspánni fyrir helgina Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2024 11:47 Útlit er fyrir vætu um allt land. Vísir/Sigurjón Illvænlegar vendingar hafa orðið á veðurspánni fyrir verslunarmannahelgina að mati Einar Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Hann heldur uppi síðunni Bliku.is en þar birti hann uppfærslu í morgun þar sem hann segir lægðina djúpu sem fer fyrir austan land virðast ætla að hætta sér nær Íslandsströndum og sækja í sig veðrið. Í gær spáði hann besta degi sumarsins í Reykjavík á laugardaginn og hlýjum blæstri með svolítilli vætu víða um land. Hann sagði lægðina djúpu ekki koma til með að skemma fjör Íslendinga í ferðahug um helgina. Í dag segir hann breytingu hafa orðið í spánni frá evrópsku reiknimiðstöðinni. Breytingarnar felist einkum í því að þessi téða djúpa lægð verði nærgöngulli og kraftmeiri en ætlað var. Sjá lægðina á spákorti evrópsku reiknimiðstöðvarinnar.Evrópska reiknimiðstöðin „Sjáum á spákorti fyrir laugardag að lægðinni er nú spáð nánast uppi í landsteinunum. Og það sem er mestu um vert að í stað þess að hún haldi áfram í rólegheitunum í átt til Skotlands, hægir hún á sér og verður frekar á hringsóli,“ skrifar Einar á síðu sinni. Hann segir það eiga eftir að hafa mikil áhrif. Meira verði úr rigningunni og nýr bakki fari vestur með suðurströndinni. Jafnframt verði minna úr hlýja loftinu sem spáð var norðan- og norðvestantil og meira úr vindi. „Miðað við þetta sleppur enginn landshluti alveg við vætu. Mest suðaustantil og á Austfjörðum, en um norðvestanvert landið einkum framan af eða fram á laugardag, en síðan að líkindum alveg þurrt,“ skrifar Einar. Hann segir þó spá GFS, bandarískrar veðurvakt, talsvert heillavænlegri. Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Sjá meira
Hann heldur uppi síðunni Bliku.is en þar birti hann uppfærslu í morgun þar sem hann segir lægðina djúpu sem fer fyrir austan land virðast ætla að hætta sér nær Íslandsströndum og sækja í sig veðrið. Í gær spáði hann besta degi sumarsins í Reykjavík á laugardaginn og hlýjum blæstri með svolítilli vætu víða um land. Hann sagði lægðina djúpu ekki koma til með að skemma fjör Íslendinga í ferðahug um helgina. Í dag segir hann breytingu hafa orðið í spánni frá evrópsku reiknimiðstöðinni. Breytingarnar felist einkum í því að þessi téða djúpa lægð verði nærgöngulli og kraftmeiri en ætlað var. Sjá lægðina á spákorti evrópsku reiknimiðstöðvarinnar.Evrópska reiknimiðstöðin „Sjáum á spákorti fyrir laugardag að lægðinni er nú spáð nánast uppi í landsteinunum. Og það sem er mestu um vert að í stað þess að hún haldi áfram í rólegheitunum í átt til Skotlands, hægir hún á sér og verður frekar á hringsóli,“ skrifar Einar á síðu sinni. Hann segir það eiga eftir að hafa mikil áhrif. Meira verði úr rigningunni og nýr bakki fari vestur með suðurströndinni. Jafnframt verði minna úr hlýja loftinu sem spáð var norðan- og norðvestantil og meira úr vindi. „Miðað við þetta sleppur enginn landshluti alveg við vætu. Mest suðaustantil og á Austfjörðum, en um norðvestanvert landið einkum framan af eða fram á laugardag, en síðan að líkindum alveg þurrt,“ skrifar Einar. Hann segir þó spá GFS, bandarískrar veðurvakt, talsvert heillavænlegri.
Veður Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Þykknar upp og snjóar Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Rólegt veður en kalt næstu daga Kólnar verulega á fyrstu dögum ársins Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Sjá meira