Handbolti

Stjarna Svía ekki með gegn Kró­ötum Dags: Sjald­­séð blátt spjald fór á loft

Aron Guðmundsson skrifar
Jim Gottfridsson er lykilmaður í landsliði Svía. Hann mun ekki geta hjálpað liðinu í mikilvægum leik gegn landsliði Króatíu á Ólympíuleikunum á morgun.
Jim Gottfridsson er lykilmaður í landsliði Svía. Hann mun ekki geta hjálpað liðinu í mikilvægum leik gegn landsliði Króatíu á Ólympíuleikunum á morgun. Vísir/Getty

Sænska hand­bolta­stjarnan Jim Gott­frids­son tekur út leik­bann gegn Degi Sigurðs­syni og læri­sveinum hans í króatíska lands­liðinu þegar að liðin mætast í mikil­vægum leik á Ólympíu­leikunum í París. Gott­frids­son fékk að líta sjald­séð blátt spjald í leik Svía gegn Slóvenum á dögunum og tekur því út leik­bann í leik morgun­dagsins.

Svíar hafa ekki farið vel af stað á Ólympíu­leikunum og eftir að­eins einn sigur og tvö töp, það síðara gegn Slóveníu, er fram­undan lykil­leikur fyrir liðið gegn Króatíu á morgun.

Þann leik munu Svíar þurfa að takast á við án síns besta leik­manns því háska­leikur Jim Gott­frids­son í leiknum gegn Slóveníu or­sakaði það að hann fékk að líta bláa spjaldið í leiknum.

Upp­haf­lega fékk Gott­frids­son að líta rauða spjaldið fyrir að hafa farið harka lega í Dean Bombac, leik­mann Slóveníu, með oln­bogann á undan sér. 

En eftir nánari skoðun á at­vikinu komust dómarar leiksins að þeirri niður­stöðu að rífa upp bláa spjaldið og núna í morgun var eins leiks bann Gottfridsson staðfest.

Gott­frids­son, sem segist von­svikinn út í sjálfan sig, tekur leikbannið út á morgun gegn Kró­ötum.

„Ég viður­kenni það bara að ég var með oln­bogann of hátt uppi. Úr varð ó­heppi­leg snerting...Ég er von­svikinn út í sjálfan mig,“ sagði Gott­frids­son við sænsku hand­bolta­veituna Hand­bollskana­len.

Skarð sem mun reynast sænska lands­liðinu erfitt að fylla. Liðið þarf á sigri að halda til þess að halda í vonina um sæti í átta liða úr­slitum Ólympíu­leikanna. Svíar eru nú í fimmta sæti A-riðils með tvö stig, tveimur stigum á eftir liðunum fyrir ofan sig en fjögur efstu lið hvers riðils tryggja sig á­fram í átta liða úr­slitin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×