Veðjað á rétta skólann Pawel Bartoszek skrifar 16. ágúst 2024 12:31 Val á framhaldsskóla er ein fyrsta stóra, sjálfstæða ákvörðunin í lífi fólks og eðlilega eru skoðanir á umgjörðinni sem um hana gildir. Það er síðan góð og gild spurning hvort mikil hólfun nemenda eftir getu við 16 ára aldur sé endilega það sem menntakerfið eigi að stefna að. En fyrst við höfum ákveðið að nýta árangur að einhverju leyti til að stjórna innritunarferlinu er rétt að gera það á eins sanngjarnan og gagnsæjan hátt og mögulegt er. Hitt eykur hættuna á ómálefnalegum vinnubrögðum og skapar vantraust. Valinu breytt í leikjafræðiverkefni Margt í núverandi inntökuferli ber það með sér að hafa verið hannað í kringum annað en nemendur og þarfir þeirra. Í kynningartexta við lok hvers innritunarferlis birtir ráðuneytið gjarnan jákvæða tölfræði um að yfir 90% nemenda hafi komist í skóla sem þeir völdu sem 1. eða 2. val. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna. Nemendur mega bara velja tvo skóla og þar sem fólk veit oft nokkurn veginn hvar það stendur veigrar það sér stundum við að velja skóla sem það mest langar í til að „sóa ekki valinu“. Enda getur það gerst að nemandi sem velur tvo vinsæla skóla endi á því að fá inn þriðja skólann, sem hann langaði ekkert sérstaklega í. Þetta vilja krakkar forðast og velja því stundum strategískt. Þessi uppsetning gerir það að verkum að búið er að breyta ákvörðun um val á framhaldsskóla í verulega flókið leikjafræðilegt vandamál. Vandamál sem á fræðimáli yrði kallað „samtímaleikur með ófullkomnum upplýsingum“. Samtímaleikur sem nokkur þúsund manns spila í einu. Nemendur þurfa ekki bara að velja þá skóla sem þá langar í heldur líka að a) átta sig á stöðu sinni í samanburði við aðra b) spá fyrir um hegðun annarra. Þetta er ekki auðvelt og getur kallað á mikla taktík. Einföld leið væri einfaldlega að fjölga þeim skólum sem hver nemandi getur forgangsraðað, til dæmis í fimm. En mann grunar hins vegar að ástæðan fyrir þessari takmörkun í dag sé einfaldlega að minnka það álag sem er á framhaldsskólum vegna yfirferðar umsókna. Það kallar hins vegar á næstu spurningu: Á að láta skólana sjálfa fara yfir umsóknir? Umsóknir nemenda eru núna yfirfarnar af skólunum sjálfum, sem senda frá sér (forgangangsraðan) lista yfir þá nemendur sem völdu skólann í fyrsta eða annað val. Þetta er væntanlega gert til að skólar geti viðhaldið ákveðnu “sjálfstæði”. Skólarnir nýta svo þetta sjálfstæði til að reikna út einhverja meðaleinkunn, hver á sinn ólíka hátt. Sumir skólar forgangsraða fyrst nemendum með ákveðna lágmarkseinkunn, aðrir gefa sumum fögum meira vægi og svo framvegis. Aðrir skólar fá svo færri umsóknir en pláss og þurfa ekkert að forgangsraða neitt. Vandséð er hvað sé á því að græða að hver skóli búi til sitt eigið excel-skjal með aðeins mismunandi vogstuðlum. Mögulega væri hægt að hafa skilyrðin aðeins ólík eftir brautum (á landsvísu) en meiri fínstillingar þarf varla. Allt þetta hefur reyndar þau hliðaráhrif að þetta gerir leikjafræðina bak við val nemandans enn flóknari. Hér væri skilvirkara og gegnsærra að hafa kerfið að miklu meira leyti miðlægt. Samræmdari matsaðferðir Til að endurtaka fyrri skoðun þá tel ég að gegnsæjast væri að hafa einhvers konar samræmda mælingu í lok grunnskólans til að a) tryggja jafnræði í einkunnagjöf á landsvísu b) auðvelda gæðaeftirlit og samanburð milli skóla. Þetta ekki eina leiðin, ekki töfralausn og ekki skyndilausn. En betri en sú leið að hafa ekkert samræmt mat, hvorki á árangri nemenda né skóla svo árum skipti, eins og raunin hefur verið. Nú er verið að vinna að innleiðingu nýs námsmats sem kallað hefur verið matsferill. Það byggir á mörgum „fjölbreyttum, stuttum, hnitmiðuðum, rafrænum prófum og verkefnum“. Það hljómar athyglisvert en áhættuþættirnir eru að þetta getur vel orðið flókið hugbúnaðarþróunarverkefni sem er dýrt og áhættusamt í innleiðingu og viðhaldi. Þá veldur það manni áhyggjum hve mikla áherslu höfundar skýrslunnar, þar sem tillögurnar um matsferilinn eru kynntar, leggja á að sem fæstir fái að sjá niðurstöðurnar niður á sveitarfélög og skóla. Áhyggjurnar eru kannski skiljanlegar, fólk vill forðast neikvæða umræðu um ákveðin skólasamfélög, en krafan um gegnsæi í þessum efnum verður alltaf til staðar í lýðræðisþjóðfélagi og óraunhæft að hunsa hana með öllu. Betra er að hafa frumkvæði að birtingu gagnanna með þeim hætti að þau séu sanngjörn og til gagns. Önnur leið í til að auka samræmi í námsmati er að styðjast í mun meira mæli við utanaðkomandi prófdómara. Kennarar í Danmörku þurfa á hverju ári að fara yfir fjölmörg verkefni nemenda úr öðrum skólum og verkefni þeirra nemenda eru send í yfirlestur annað. Svona jafningjamat myndi skapa eðlilegt aðhald og auka traust í menntakerfinu. Auka þarf gæði og traust Umræðan um námsmat í grunnskóla og inntökuferil í framhaldsskóla er ekki sett fram til höfuðs neinum. Hún er heldur ekki sett fram með það að markmiði að breyta öllu menntakerfinu í vígvöll harðrar samkeppni milli nemenda og skóla. Umræðan er komin fram vegna þess alþjóðlegur samanburður sýnir, ár eftir ár, að við getum gert betur. Og umræðan er komin fram vegna þess að það er eðlileg krafa að einkunnir séu að einhverju leyti sambærilegar milli skóla á landsvísu. Sérstaklega ef þær eru svo nýttar í annað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Sjá meira
Val á framhaldsskóla er ein fyrsta stóra, sjálfstæða ákvörðunin í lífi fólks og eðlilega eru skoðanir á umgjörðinni sem um hana gildir. Það er síðan góð og gild spurning hvort mikil hólfun nemenda eftir getu við 16 ára aldur sé endilega það sem menntakerfið eigi að stefna að. En fyrst við höfum ákveðið að nýta árangur að einhverju leyti til að stjórna innritunarferlinu er rétt að gera það á eins sanngjarnan og gagnsæjan hátt og mögulegt er. Hitt eykur hættuna á ómálefnalegum vinnubrögðum og skapar vantraust. Valinu breytt í leikjafræðiverkefni Margt í núverandi inntökuferli ber það með sér að hafa verið hannað í kringum annað en nemendur og þarfir þeirra. Í kynningartexta við lok hvers innritunarferlis birtir ráðuneytið gjarnan jákvæða tölfræði um að yfir 90% nemenda hafi komist í skóla sem þeir völdu sem 1. eða 2. val. Þetta segir hins vegar ekki alla söguna. Nemendur mega bara velja tvo skóla og þar sem fólk veit oft nokkurn veginn hvar það stendur veigrar það sér stundum við að velja skóla sem það mest langar í til að „sóa ekki valinu“. Enda getur það gerst að nemandi sem velur tvo vinsæla skóla endi á því að fá inn þriðja skólann, sem hann langaði ekkert sérstaklega í. Þetta vilja krakkar forðast og velja því stundum strategískt. Þessi uppsetning gerir það að verkum að búið er að breyta ákvörðun um val á framhaldsskóla í verulega flókið leikjafræðilegt vandamál. Vandamál sem á fræðimáli yrði kallað „samtímaleikur með ófullkomnum upplýsingum“. Samtímaleikur sem nokkur þúsund manns spila í einu. Nemendur þurfa ekki bara að velja þá skóla sem þá langar í heldur líka að a) átta sig á stöðu sinni í samanburði við aðra b) spá fyrir um hegðun annarra. Þetta er ekki auðvelt og getur kallað á mikla taktík. Einföld leið væri einfaldlega að fjölga þeim skólum sem hver nemandi getur forgangsraðað, til dæmis í fimm. En mann grunar hins vegar að ástæðan fyrir þessari takmörkun í dag sé einfaldlega að minnka það álag sem er á framhaldsskólum vegna yfirferðar umsókna. Það kallar hins vegar á næstu spurningu: Á að láta skólana sjálfa fara yfir umsóknir? Umsóknir nemenda eru núna yfirfarnar af skólunum sjálfum, sem senda frá sér (forgangangsraðan) lista yfir þá nemendur sem völdu skólann í fyrsta eða annað val. Þetta er væntanlega gert til að skólar geti viðhaldið ákveðnu “sjálfstæði”. Skólarnir nýta svo þetta sjálfstæði til að reikna út einhverja meðaleinkunn, hver á sinn ólíka hátt. Sumir skólar forgangsraða fyrst nemendum með ákveðna lágmarkseinkunn, aðrir gefa sumum fögum meira vægi og svo framvegis. Aðrir skólar fá svo færri umsóknir en pláss og þurfa ekkert að forgangsraða neitt. Vandséð er hvað sé á því að græða að hver skóli búi til sitt eigið excel-skjal með aðeins mismunandi vogstuðlum. Mögulega væri hægt að hafa skilyrðin aðeins ólík eftir brautum (á landsvísu) en meiri fínstillingar þarf varla. Allt þetta hefur reyndar þau hliðaráhrif að þetta gerir leikjafræðina bak við val nemandans enn flóknari. Hér væri skilvirkara og gegnsærra að hafa kerfið að miklu meira leyti miðlægt. Samræmdari matsaðferðir Til að endurtaka fyrri skoðun þá tel ég að gegnsæjast væri að hafa einhvers konar samræmda mælingu í lok grunnskólans til að a) tryggja jafnræði í einkunnagjöf á landsvísu b) auðvelda gæðaeftirlit og samanburð milli skóla. Þetta ekki eina leiðin, ekki töfralausn og ekki skyndilausn. En betri en sú leið að hafa ekkert samræmt mat, hvorki á árangri nemenda né skóla svo árum skipti, eins og raunin hefur verið. Nú er verið að vinna að innleiðingu nýs námsmats sem kallað hefur verið matsferill. Það byggir á mörgum „fjölbreyttum, stuttum, hnitmiðuðum, rafrænum prófum og verkefnum“. Það hljómar athyglisvert en áhættuþættirnir eru að þetta getur vel orðið flókið hugbúnaðarþróunarverkefni sem er dýrt og áhættusamt í innleiðingu og viðhaldi. Þá veldur það manni áhyggjum hve mikla áherslu höfundar skýrslunnar, þar sem tillögurnar um matsferilinn eru kynntar, leggja á að sem fæstir fái að sjá niðurstöðurnar niður á sveitarfélög og skóla. Áhyggjurnar eru kannski skiljanlegar, fólk vill forðast neikvæða umræðu um ákveðin skólasamfélög, en krafan um gegnsæi í þessum efnum verður alltaf til staðar í lýðræðisþjóðfélagi og óraunhæft að hunsa hana með öllu. Betra er að hafa frumkvæði að birtingu gagnanna með þeim hætti að þau séu sanngjörn og til gagns. Önnur leið í til að auka samræmi í námsmati er að styðjast í mun meira mæli við utanaðkomandi prófdómara. Kennarar í Danmörku þurfa á hverju ári að fara yfir fjölmörg verkefni nemenda úr öðrum skólum og verkefni þeirra nemenda eru send í yfirlestur annað. Svona jafningjamat myndi skapa eðlilegt aðhald og auka traust í menntakerfinu. Auka þarf gæði og traust Umræðan um námsmat í grunnskóla og inntökuferil í framhaldsskóla er ekki sett fram til höfuðs neinum. Hún er heldur ekki sett fram með það að markmiði að breyta öllu menntakerfinu í vígvöll harðrar samkeppni milli nemenda og skóla. Umræðan er komin fram vegna þess alþjóðlegur samanburður sýnir, ár eftir ár, að við getum gert betur. Og umræðan er komin fram vegna þess að það er eðlileg krafa að einkunnir séu að einhverju leyti sambærilegar milli skóla á landsvísu. Sérstaklega ef þær eru svo nýttar í annað. Höfundur er varaborgarfulltrúi Viðreisnar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun