Hver þvælist fyrir hverjum! Haraldur Þór Jónsson skrifar 27. ágúst 2024 08:30 Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Þór Jónsson Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Sjá meira
Það var ánægjulegt að lesa grein Ásmundar Friðrikssonar í Morgunblaðinu í gær undir fyrirsögninni „Verst af öllu að þvælast fyrir“. Gott er að vita að þingmaðurinn sé sammála málflutningi mínum þegar kemur að tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga af orkumannvirkjum. Það lagaumhverfi sem sveitarfélögum er boðið upp á þegar kemur að orkumannvirkjum getur leitt til þess að sveitarfélög með virkjanir beri af því fjárhagslegt tjón. Slík staða er galin ! Á Suðurlandi eru mikilvægustu orkuinnviðir landsins og það veit Ásmundur vel. Einnig er hann meðvitaður um þá ósanngirni sem sveitarfélögum er boðið uppá. Í ljósi þessarar vitneskju, þá myndi maður ætla að hann beitti sér fyrir breytingum á Alþingi fyrir íbúa Suðurlands, enda kjörinn fulltrúi svæðisins. Árið 2011 stofnuðu sveitarfélög með virkjanir Samtök orkusveitarfélaga með það að markmiði að ná fram breytingum á þessu sviði. Sú barátta hefur staðið yfir alla tíð síðan án þess að skila árangri. Tveimur árum seinna, árið 2013, tók Ásmundur Friðriksson sæti á Alþingi fyrir íbúa Suðurkjördæmis. Maður skyldi þá ætla að þingmaðurinn, sem er sammála mér í því að sveitarfélög eigi að fá sanngjarnan ávinning af orkuvinnslu, myndi vinna að hagsmunum svæðisins í málaflokknum. Þegar ég fletti yfir þingmálasögu hans frá árinu 2013 er ekki að finna neitt mál frá honum er varðar að stuðla að breytingum á tekjum til nærumhverfis orkuvinnslu. Ég get því ekki spurt mig að öðru en hver þvælist fyrir hverjum! Núverandi ríkisstjórn hefur ítrekað sagt síðustu tvö ár að nærumhverfi orkuvinnslu skuli bera efnahagslegan ávinning. Á sama tíma hafa sveitarfélögin unnið hörðum höndum að því að setja virkjanir í sitt skipulag enda boðuð orkuskipti framundan. Undirritaður stóð fremstur í flokki á síðasta ári og veitti framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, sem síðar var fellt úr gildi vegna þess að Alþingi hefur skapað svo flókið regluverk að færustu sérfræðingar eiga erfitt með að komast í gegnum leyfisveitingaferilinn. Aftur spyr ég mig að því hver þvælist fyrir hverjum því Alþingi hefur skapað þessa gríðarlegu flóknu umgjörð og þar ber Ásmundur sína ábyrgð. Nú standa nokkur sveitarfélög frammi fyrir því að þurfa að veita framkvæmdaleyfi fyrir virkjunum sem skila ekki ábata til nærsamfélagsins og flestir þeir virkjanakostir sem liggja á borðinu eru þess valdandi að viðkomandi sveitarfélög verða fyrir fjárhagslegu tjóni. Í sveitarstjórnarlögum kemur fram að sveitarstjórnarmönnum beri í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins, svo staðan er snúin. Ég hvet því Ásmund til að leggjast á árarnar í sínum eigin flokki, sem situr í ríkisstjórn, og sjá til þess að boðað frumvarp um skattalega umgjörð orkuvinnslu líti dagsins ljós á fyrstu dögum þingsins í haust, því annars stefnir í að ríkisstjórnin sé farin að þvælast fyrir sínum eigin boðuðu orkuskiptum! Höfundur er oddviti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi þar sem mest raforka hefur verið framleidd í sögu Íslands.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar