Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. ágúst 2024 19:28 Frá vettvangi í Skúlagötu á laugardagskvöld. vísir Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Fjöldi stórfelldra og meiri háttar líkamsárása á landinu hefur aukist mikið síðustu ár en slík mál voru þrjátíu prósent fleiri í fyrra en árið 2020. Á þessu ári eru þau nú þegar orðin næstum jafn mörg og allt árið 2020 eða 60 talsins. Á sama tíma hefur orðið tvöföldun í fjölda alvarlegra mála þar sem hnífur fannst á vettvangi. Á þessu ári kemur hnífur við sögu í ríflega sjö prósentum mála en var í um þremur prósentum mála árið 2020. Þá hafa alvarleg ofbeldisbrot ungmenna 13 -15 ára fjórfaldast frá árinu 2014. Hnífar koma einnig oftar við sögu í slikum málum en áður. Sextán ára stúlka er nú í lífshættu eftir hnífaárás á menningarnótt þar sem tveir jafnaldrar hennar urðu líka fyrir hnífstungum en eru minna slösuð. Piltur á sama reki situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögregla segir rannsókn miða vel en gefur ekki upp frekari upplýsingar að svo stöddu. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra er slegin vegna málsins og hefur áhyggjur af þróuninni. „Mér varð verulega brugðið vegna þessarar árásar á sunnudaginn. Við höfum haft miklar áhyggjur af auknum vopnaburði ungmenna,“ segir hún. Guðrún segir nú þegar í gangi aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi ungmenna. Hún hafi verið kynnt í sumar. „Meðal annars er verið að fjölga samfélagslögreglumönnum sem ég bind miklar vonir við,“ segir hún. En fleiri þurfi að leggjast á árarnar. „Þetta er ekki einkamál eins eða neins. Við þurfum sem samfélag að takast á við þennan vanda. Þá kalla ég á aukið samtal við börnin okkar, foreldra ,heimilin, skóla, félagsmiðstöðvar, íþróttafélög og stjórnvöld,“ segir Guðrún að lokum.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Íþróttir barna Alþingi Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00 Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34 Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17 Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Sjá meira
Sífellt fleiri ungmenni með hníf til að verja sig Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir að útköllum vegna vopnaburðar hafi fjölgað verulega á síðustu árum. Sjö prósent ungmenna frá 7. bekk að 1. ári í framhaldsskóla svöruðu því játandi að hafa borið hníf í nýlegri könnun. Flestir sögðust hafa viljað verja sig. 26. ágúst 2024 23:00
Faðir pilts sem lenti í stunguárás hélt að sonurinn væri látinn Faðir palestínsks drengs sem varð fyrir alvarlegri stunguárás á menningarnótt ásamt tveimur íslenskum stúlkum segist hafa talið að hann væri að bjarga lífi barnanna sinna með því að flytja til Íslands. Hann óttast nú um líf sonarins. 26. ágúst 2024 19:34
Hnífi beitt í árás í Skeifunni Tveir voru í dag handteknir grunaðir um að hafa sært annan mann með hnífi á bílastæði í Skeifunni. Maðurinn er ekki með lífshættulega áverka en var fluttur á slysadeild. 20. ágúst 2024 15:17
Sérsveitin aðstoðaði vegna hnífaburðar í Vesturbæ Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til í verkefnum sem lögregla sinnti í Vesturbæ í gærkvöldi. Var það vegna þriggja aðskildra mála þar sem tilkynnt var um einstaklinga í annarlegu ástandi með hníf. 17. ágúst 2024 07:51