Segir sveitarfélögin á landsbyggðinni „eins og þriðja heims ríki“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. ágúst 2024 08:55 Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, er ómyrkur í máli þegar kemur að Búrfellslundi. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær.“ Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið. Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira
Þetta segir Haraldur Þór Jónsson, oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps, í Bændablaðinu um fyrirhugaðan vindmyllugarð við Búrfell. Sveitarstjórnin í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur gagnrýnt áform um svokallaðan Búrfellslund en Haraldur fordæmir meðal annars að á meðan vindmyllugarðurinn muni hafa áhrif á þrjú sveitarfélög hafi aðeins eitt þeirra, Rangárþing ytra, stjórnsýslulega aðkomu að málinu. „Við viljum meina að skuggavarpið og hljóðmengunin sé takmörkun á landnotkun okkar sveitarfélags,“ segir Haraldur. Hann gagnrýnir einnig að nú þegar sé búið að selja orkuna en Landsvirkjun hafi gert orkusamning við Laxey í Vestmannaeyjum þar sem ein af forsendunum er sú að Búrfellslundur verði kominn í notkun í árslok 2026. Haraldur segir ávinning nærsamfélagsins af vindorkugörðum engan. Um sé að ræða enn eitt orkuverið sem rísi á landsbyggðinni þar sem efnahagslegu áhrifin og ávinningurinn verða annars staðar. „Ég hef sagt það í langan tíma að þessi sveitarfélög úti á landi sem eru með orkumannvirki eru eins og þriðja heims ríki þar sem aðrar þjóðir koma og taka auðlindirnar og fara með þær. Uppsett afl sem framleitt er í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er yfir 500 megavött. Það er nóg fyrir öll heimili og fyrirtæki á Íslandi ef þú undanskilur þessa ellefu viðskiptavini sem eru stórnotendur. Ávinningur okkar af þessari starfsemi er ekki til staðar. Það er komið að skuldadögum í þessum málum, við munum ekki sætta okkur við óbreytt ástand,“ segir Haraldur. Hér má finna umfangsmikla umfjöllun Bændablaðsins um málið.
Orkumál Vindorka Skeiða- og Gnúpverjahreppur Sveitarstjórnarmál Vindorkuver í Búrfellslundi Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Sjá meira