Talinn raðnauðgari sem nýti sér sofandi konur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. ágúst 2024 16:18 Frá eftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur. vísir/Vilhelm Karlmaður búsettur í Reykjavík hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað þremur konum auk þess að taka upp myndefni af þeim án leyfis. Bótakröfur brotaþola nema tæplega tuttugu milljónum króna. Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi. Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Málið var þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur fyrir hádegi í dag. Þinghald í málinu er lokað af virðingu við brotaþola en sá háttur er yfirleitt hafður á í kynferðisbrotamálum. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum má lesa um brotin sem maðurinn er sakaður um. Af henni að dæma virðist um að vera karlmann sem notfærir sér aðstöðu sína þegar konur eru sofnaðar. Bæði er hann sakaður um að nauðga konunum og taka upp myndefni af þeim um leið. Með símann á lofti Elsta brotið er sagt hafa átt sér stað árið 2020. Þá hafi hann sýnt af sér lostugt athæfi og án samþykkis tekið upp myndband af sér stunda kynmök án vitneskju konunnar um upptökuna. Í framhaldinu hafi hann sýnt þriðja aðila upptökuna. Fyrsta nauðgunin sem maðurinn er sakaður um átti sér stað í júní 2021. Hann er sagður hafa haft samræði við konu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðnum sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Um leið hafi hann tekið háttsemina upp. Auk þess tók hann upp annað myndband af konunni þar sem hún lá sofandi á nærbuxunum. Næst er hann sakaður um að hafa nauðgað konu í Hafnarfirði í september 2021 með því að hafa samræði við hana og önnur kynferðismök með því að stinga fingrum í leggöng. Konan er sögð ekki hafa getað brugðist við sökum vímuefnaástands eða svefndrunga. Þá hafi hann tekið háttsemi sína upp á farsíma sinn. Sex milljóna bótakrafa Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir að hafa á seinni hluta ársins tekið tvær nektarmyndir af sömu konu þar sem hún lá sofandi. Myndirnar sýndu kynfæri hennar annars vegar og rass hins vegar. Næst er hann sakaður um sömu háttsemi gagnvart annarri konu í Hafnarfirði í október 2021. Er hann sagður hafa stungið fingri í leggöng konunnar og endaþarm auk þess að hafa samræði við hana meðan hún var ekki í ástandi til að geta brugðist við. Þá hafi hann tekið athæfið upp á farsíma sinn. Innan við mánuði síðar er hann sakaður um að hafa endurtekið ódæðið gagnvart sömu konu. Gerð er krafa um sex milljónir króna í miskabætur fyrir hönd kvennanna sem segja manninn hafa nauðgað sér. Þá er gerð krafa um 600 þúsund krónur í miskabætur fyrir hönd konunnar sem maðurinn tók nektarmyndir af í óleyfi.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira