Hefja gagngerar endurbætur á Friðarsúlunni í Viðey Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2024 15:31 Skúli Helgason formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir að ljóssúlan muni eftir framkvæmdir verða þéttari og skína skærar. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við gagngerar endurbætur á Friðarsúlu í Viðey eru hafnar. Skúli Helgason, formaður menningar-, íþrótta og tómstundaráðs, segir í samtali við fréttastofu að Friðarsúlan sé þörf áminning um friðarboðskap, sérstaklega vegna þróun heimsmála undanfarin ár. „Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“ Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
„Við höfum ákveðið að ráðast í gagngerar endurbætur á friðarsúlunni í Viðey. Og verkefnið er í meginatriðum tvíþætt, annars vegar að gera upp tæknibúnaðinn, sérstaklega ljósin, sem Friðarsúlan snýst um og síðan lagfæra þennan grunn, eða óskabrunn sem svo heitir sem ljóssúlan rís upp úr sem er einmitt byggður úr þrennskonar íslensku grjóti.“ Breytingar verða einnig á ljóssúlunni sjálfri. „Það sem mun birtast borgarbúum, landsmönnum öllum og ferðamönnum er að friðarsúlan mun lýsa ennþá bjartar og þéttar heldur en áður þannig að þetta verður ennþá glæsilegra kennileiti í borginni og það sem kannski skiptir mestu máli, ennþá áhrifameiri áminning um þann friðarboðskap sem verið snýst um. Og það er ekki vanþörf á í heiminum eins og hann er í dag.“ Framvæmdir metnar á 33 milljónir króna Yfirhalningin og framkvæmdirnar munu kosta, samkvæmt kostnaðaráætlun um 33 milljónir króna. Skúli var spurður hvort hann óttaðist ekki að einhverjir teldu þetta bruðl, þrátt fyrir að um fallegt listaverk væri að ræða. „Það kæmi mér á óvart, því þetta er ekki ógnardýrt verkefni, þetta eru endurbætur sem munu kosta í kringum 33 milljónir og við erum mjög ánægð með að það eru sömu aðilar sem fjármagna og stóðu að gerð Friðarsúlunnar á sínum tíma, það er að segja Reykjavíkurborg, Orkuveita Reykjavíkur og síðan Yoko Ono sjálf, eða sjóður á hennar vegum. Þessir þrír aðilar skipta með sér þessum kostnaði og það sem er líka ánægjulegt við það að vera að skipta um ljósabúnaðinn er að orkuþörfin verður minni, viðhaldið verður auðveldara þannig að rekstrarkostnaðurinn á verkinu mun minnka frá því sem núna er, sem er auðvitað ánægjulegt.“
Friðarsúlan í Viðey Reykjavík Viðey Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17 Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57 Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32 Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar aflýst annað árið í röð Viðburði vegna tendrunar Friðarsúlunnar í Viðey, mánudaginn 9. október, hefur verið aflýst vegna veðurs. Sama viðburði var einnig frestað í fyrra vegna veðurs. 9. október 2023 11:17
Aflýsa viðburði við tendrun Friðarsúlunnar vegna veðurs Engin athöfn verður í Viðey þegar Friðarsúlan verður tendruð á sunnudag en ákveðið var að aflýsa viðburðinum vegna veðurs. Friðarsúlan verður tendruð klukkan 20 og verður hægt að fylgjast með í beinu streymi. 7. október 2022 14:57
Friðarsúlan mun loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna“ Ákvörðun hefur verið tekin um að Friðarsúlan i Viðey muni loga næstu mánuði „í ljósi aðstæðna í heiminum“. 21. desember 2020 11:32
Friðarsúlan var tendruð í Viðey Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, verður tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. 9. október 2020 20:15