Börnin sem borðuðu kannabis-bangsana enn á spítala Lovísa Arnardóttir skrifar 3. september 2024 14:34 Valtýr segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði gúmmíbangsa með kannabiss. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. Aðsend og Vísir/Getty Börnin sem flutt voru á slysadeild eftir að hafa borðað gúmmíbangsa með THC eða kannabis eru enn á spítala en ekki talin í lífshættu. Börnin eru yngri en tíu ára gömul. Valtýr Stefánsson Thors yfirlæknir barnalækninga við Landspítalann segir þau vita hvernig börnin komust í bangsana. Hann á von á því að börnin verði útskrifuð fljótlega. Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“ Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Valtýr segir áríðandi að fólk gefi börnum ekki nammi sem það viti ekki hvað er í og að fólk sem hafi verslað sér slíka bangsa geymi þá þar sem börn ná ekki í þá. Valtýr segir slík mál ekki koma oft upp á spítalanum en nógu reglulega. Í fréttum var fjallað um álíka mál árið 2020 og aftur 2023. „Ég er ekki með nákvæma tölu um þetta, um gúmmíbangsa, en þetta er eitthvað sem við höfum verið að sjá af og til. Það er kannski ekki mikið meira en það sem hefur komið í fréttum, en eitthvað. Þetta er eitthvað sem við sáum aldrei áður en þegar þetta kemur „nýtt inn á markað“ er augljóst að þetta muni gerast. Þá er það bara spurning um tíma.“ Hann segir einkennin geta verið margskonar hjá börnum sem borði svona bangsa. Sem dæmi geti þau upplifað hjartsláttartruflanir, meðvitundarskerðingu, efnaskiptatruflanir og jafnvel flog. Þá upplifi þau mikla vanlíðan og jafnvel uppköst. „Sum einkennin eru meira óþægindi á meðan önnur eru alvarleg og geta verið alveg lífshættuleg.“ Hann segir einkennin ekki langvarandi ef hægt er að afstýra alvarlegustu aukaverkununum. „Þegar efnið leysist upp, hættir að vera virkt og skilur sér út úr líkamanum þá eru einkennin yfirstaðin.“ Upplifa mikla vanlíðan Hann segir börnin stundum líta út fyrir að vera í vímu. „En yfirleitt ekki þannig sem fólk myndi kannski tengja við einhverja sælutilfinningu. Það á ekki við um börn. Það er fyrst og fremst mikil vanlíðan og ógleði. Það er miklu frekar það.“ Valtýr segir mikilvægt að fólk gefi börnum ekki nammi eða hlaup sem það viti ekki hvaðan komi eða hvað sé í. „Ef fólk finnur heima hjá sér, í vinnu eða úti á víðavangi poka með gúmmíi sem lítur út eins og sælgæti á aldrei að borða það sjálfur og allra síst að gefa börnunum sínum slíkt. Fyrir þá sem hafa keypt svona til eigini nota er lykilatriði að þetta sé geymt á þannig stað að börn komist ekki í þetta,“ segir Valtýr og heldur áfram: „Ég þekki það ekki hvernig markaðurinn með þetta virkar hér á Íslandi en þetta er í umferð. Hvernig sem þetta kemur til landsins. Ef börn komast í þetta er mjög líklegt að þau muni smakka á þessu af því þetta lítur út eins og sælgæti. Það er alltaf hættan.“
Heilbrigðismál Fíkn Réttindi barna Börn og uppeldi Lögreglumál Sælgæti Kannabis Tengdar fréttir Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma Sjá meira
Tvær stúlkur fluttar á sjúkrahús eftir neyslu hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni Stúlkurnar innbyrtu morfín og kannabisefni. 24. maí 2020 11:23