Svanhildur boðin velkomin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2024 14:07 Svanhildur komin í sendiráðsgallann og tilbúin í verkin. Hún hefur lagt áherslu á að um þjónustustarf sé að ræða. Sendiráð Íslands í DC Svanhildur Hólm Valsdóttir er tekin við sem sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Hún er boðin velkomin til starfa á samfélagsmiðlum sendiráðsins. Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. We are delighted to welcome Svanhildur Hólm Valsdóttir, Iceland's Ambassador appointee to the United States 🇮🇸🇺🇸 . pic.twitter.com/qYzakQskhv— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 3, 2024 Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði til að Svanhildur yrði skipuð sendiherra til fimm ára. Um er að ræða fimm ára skipun með engum möguleika á framlengingu. Bandaríkin samþykktu tillögu utanríkisráðherra. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ sagði Svanhildur við Vísi í desember í síðastliðnum. Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Svanhildur tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009 og starfaði svo í átta ár sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá árinu 2012 til 2020. Hún starfaði síðustu ár sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hún sneri sér að utanríkisþjónustunni. Utanríkismál Bandaríkin Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Hún tekur við embættinu af Bergdísi Ellertsdóttur sem hefur gegnt því frá árinu 2019 þegar Geir Haarde, fyrrverandi fjármálaráðherra, lét af störfum. Löngum hefur verið talað um sendiráðsstöðuna í Bandaríkjunum sem eftirsóttasta starfið í utanríkisþjónustunni. We are delighted to welcome Svanhildur Hólm Valsdóttir, Iceland's Ambassador appointee to the United States 🇮🇸🇺🇸 . pic.twitter.com/qYzakQskhv— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) September 3, 2024 Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkisráðherra, lagði til að Svanhildur yrði skipuð sendiherra til fimm ára. Um er að ræða fimm ára skipun með engum möguleika á framlengingu. Bandaríkin samþykktu tillögu utanríkisráðherra. „Ég er náttúrulega mjög spennt fyrir þessu. Þetta er ótrúlegur heiður að fá að starfa fyrir Ísland. Þetta snýst um það að gæta hagsmuna Íslands erlendis. Leggja sitt af mörkum,“ sagði Svanhildur við Vísi í desember í síðastliðnum. Svanhildur á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði bæði í Kastljósi á RÚV og Íslandi í dag á Stöð 2. Hún lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 2009 og síðar MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík. Svanhildur tók við sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins árið 2009 og starfaði svo í átta ár sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar frá árinu 2012 til 2020. Hún starfaði síðustu ár sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs áður en hún sneri sér að utanríkisþjónustunni.
Utanríkismál Bandaríkin Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Tengdar fréttir Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Lagt til að Svanhildur verði sendiherra í Bandaríkjunum Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur lagt til að Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, verði nýr sendiherra Íslands í Washington í Bandaríkjunum. Þetta staðfestir Svanhildur við fréttastofu. 19. desember 2023 15:27