Gekk yfir nýstorknað hraun á leið frá gígnum Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 14:43 Fótur ferðamannsins fer í gegnum þunna skorpuna á nýstorknuðu hrauninu. Kevin Páges Ferðamaðurinn sem sást aðeins nokkra metra frá spúandi eldgíg á Reykjanesi í gær gekk yfir nýstorknað hraun sem gaf sig undan fótum hans á leið sinni til baka. Stutt er niður á glóandi hraun við slíkar aðstæður. Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Drónamyndir Kevin Páges, leiðsögumanns og ljósmyndara, af ferðamanninum við gosopið hafa vakið mikla athygli. Kevin var að skoða gosið með dróna úr tæplega fjögurra kílómetra fjarlægð þegar hann kom óvænt auga á manninn sem stóð aðeins nokkra tugi metra frá gosopinu. Á myndskeiði sem Kevin sendi Vísi sést ferðamaðurinn ganga yfir nýtt hraun á leiðinni til baka frá eldgígnum. Nýstorknað hraunið gefur sig undan honum og annar fótur hans virðist fara í gegnum skorpuna. Maðurinn sést haltra stuttlega á öðrum fæti í kjölfarið. Í samtali við Vísi furðaði Kevin sig á að lögregla hafi sagt honum að hún gæti ekkert aðhafst nema ferðamaðurinn óskaði sérstaklega eftir aðstoð. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vísaði í ummæli sem hann lét falla við mbl.is fyrr í dag þegar blaðamaður Vísis bar málið undir hann. Þar sagði hann að í sjálfu sér væri ekki bannað að fara að gosstöðvunum þótt yfirvöld hvettu fólk til þess að gera það ekki. Ferðamaðurinn hefði verið á eigin ábyrgð og lögregla ekki haft nein afskipti af honum. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu hættulegt það er að ganga á nýstorknuðu hrauni eins og því sem ferðamaðurinn sést ganga yfir. Stutt er niður á bráðið hraun þótt ólíklegt sé að það sé rennandi þar undir og því hætta á að fólk geti skaðbrennst.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Gekk upp að eldgígnum og veifaði dróna Leiðsögumaður sem náði drónamynd af erlendum ferðamanni rétt upp við virkan gíg á Reykjanesi furðar sig á að lögregla geti ekkert gert í atvikum sem þessum. Hann segir ferðamanninn hafa verið nálægt því að falla ofan í hraun á leið sinni til baka. 4. september 2024 10:13