Undrast klappstýrur nasista í umræðunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. september 2024 00:04 Sigmundur Davíð fann sig knúinn til að minna fólk á stjórn nasista hafi verið það hrikalegasta sem gerst hafi í sögu vestrænnar siðmenningar. Algrími Sigmundar á X-inu er greinilega orðið mjög súrt miðað við þessar áhyggjur hans. Vísir/Arnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson undrast þróun umræðunnar á samfélagsmiðlum, ekki síst í Bandaríkjunum. Óhugnanlegt sé að sjá fólk upphefja nasista og mála bandamenn upp sem illmenni Seinni heimsstyrjaldarinnar. Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Sigmundur vekur athygli á málinu á samfélagsmiðlinum X (áður Twitter). Hann segir það ef til vill afleiðingu af þeirri öfugþróun að nú sé í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda. Þó sé sérstaklega óhugnanlegt að sjá fólk efast um hverjir hafi verið „góðu gæjarnir í seinni heimsstyrjöldinni.“ „Sprengjuárásir á íbúðabyggðir alls staðar voru hræðilegar en það má ekki gerast að það myndist vafi um þá augljósu staðreynd að bandamenn voru góða liðið og stjórn nasista það hrikalegasta sem gerst hefur í sögu vestrænnar siðmenningar,“ skrifar hann jafnframt. Furðulegt að fylgjast með því hvernig umræðan þróast stundum á samfélagsmiðlum. Ekki hvað síst í Bandaríkjunum.E.t.v. er það afleiðing af þeirri öfugþróun að nú er í auknum mæli farið að gera allt afstætt og veikja gildi innihalds og staðreynda.Það er þó sérstaklega…— Sigmundur Davíð (@sigmundurdavid) September 4, 2024 Óljóst er hvað Sigmundur vísar þar nákvæmlega í en mögulega eru það umræður sem upphófust á samfélagsmiðlinum um sprengjuárásir Breta á Dresden. Nasistar spretta upp eins og gorkúlur á mykjuhaug Það virðist vera eins með nasista á X-inu eins og drauginn Beetlejuice og aðra drýsla, þeir skjóta upp kollinum þegar á þá er minnst. Nokkrir slíkir birtust fljótlega á þræði Sigmundar. Gottskálk nokkur (sem heitir þó örugglega eitthvað annað í raunheimum) segir Sigmund þurfa að stilla siðferðisklukkuna fyrst hann hampi mönnum sem brenni konur og börn lifandi. Annar sem þó gengur undir nafni, Tomas Helgason, segir það vera hollt að endurskoða kreddur og atburði frá nýjum sjónarhóli. Báðir þessir aðgangar virðast ansi uppteknir af hælisleitendum og meintu falli Vesturlanda. Sá þriðji, Jón Helgi Jónsson, spyr hvenær megi eiginlega ræða glæpi bandamanna. Þeir hafi byrjað að sprengja borgir og það sé ekkert svart og hvítt í málinu. Stutt gúggl leiðir í ljós að það er alrangt, nasistar byrjuðu á að sprengja pólskar borgir. Áhugamaður um Dresden frá tíu ára aldri Sigmundur ákvað þá að bregðast við athugasemdum á færslunni og sagðist ekki vera að réttlæta árásina á Dresden né íbúðasvæði annarra borga. Hann hafi verið sérstakur áhugamaður um Dresden frá því hann var tíu ára og heimsótt borgina margoft til að læra um söguna og fylgjast með endurbyggingu borgarinnar. „Það má samt ekki verða til þess að draga úr því að við minnumst hryllingsins sem leiddi til stríðsins,“ segir hann að lokum.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Bretland Miðflokkurinn Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent