Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi eystra og greinir lögreglan á Norðurlandi eystra frá því í færslu í samfélagsmiðlum af lögreglumenn hafi farið um svæðið fyrr í dag og hafi óskað eftir því að vegfarendur yrðu upplýstir um aðstæður. Ökumenn hafi leitað vars með bíla sína á skjólsælli stöðum.
Fram kemur einnig að Vegagerðin sé að setja inn viðvörun um hættulegar aðstæður á veginum vegna veðurs. Lögreglan biður ökumenn um að bíða af sér veðrið og fylgjast með veðurspá og færð áður en lagt er í langferðir.

Vegagerðin greinir frá því á síðu sinni að ófært sé á Mývatns- og Möðrudalsöræfum vegna veðurs og biður vegfarendur um að vera ekki þar á ferð.