Leikskólabörn og 88 ára harmoníkuleikari Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2024 20:05 Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það skapaðist skemmtileg stemming í Garðabæ í gær þegar leikskólabörn heimsóttu 88 ára gamlan harmoníkuleikara í nágrenni leikskólans og sungu nokkur hressileg lög með honum. Í Bjarkarás 8 býr Sigurður Hannesson harmoníkuleikari með konu sinni, Guðrúnu Böðvarsdóttir, sem er alltaf kölluð Rúna. Þau buðu krökkum í leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli rétt við heimili þeirra að koma í heimsókn til að syngja nokkur lög með Sigurði. Skemmtilegt og flott framtak hjá þeim hjónum. „Mér finnst þetta bara vera hápunktur sumarsins að fá krakkana hingað, mér finnst það mjög, mjög gott en við erum búin að bíða svo lengi eftir góðu veðri en þetta hafðist nú fyrir rest. Þau tóku bara vel undir,” segir Sigurður eldhress. Mikil og góð stemming var í gær við heimili Sigurðar þar sem heimsóknin fór fram. Að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður segist hafa spilað á harmonikku frá 15 ára aldri en í dag er hann mest að spila á opnum húsum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og þrjá mánuði yfir veturinn spilar hann á Kanarí. En hvað vill Sigurður segja um harmonikkuna sem hljóðfæri? „Hún er óendanlega skemmtilegt verkfæri, alveg óendanlegt verkfæri.” Og leikskólakrakkarnir fengu líka að skoða garðinn hjá Sigurður og Rúnu og þar vöktu álfarnir mesta athygli. Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk leikskólans var ánægt með þetta stórkostlega framtak Sigurðar og Rúnu. „Heyrðu þetta er bara mjög gaman til að brjóta upp daginn. Og börnin dýrka þetta og við erum bara mjög ánægð með þetta,” segja þau Fanný Ólafsdóttir og Víkingur Örvar Ólafsson. Og það er við hæfi að fá Sigurður til að spila brot af uppáhaldslaginu sínu í lokinn á sama tíma og Ljósanótt stendur yfir en það er lagið “Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn”. Sigurður spilar á nikkuna sína út um allt, þó aðalelga á opnum húsi hjá eldri borgurum í höfuðborginni. Á veturnar er það Kanarí.Magnús Hlynur Hreiðarsson Garðabær Leikskólar Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Í Bjarkarás 8 býr Sigurður Hannesson harmoníkuleikari með konu sinni, Guðrúnu Böðvarsdóttir, sem er alltaf kölluð Rúna. Þau buðu krökkum í leikskólanum Ásum, sem er Hjallastefnuleikskóli rétt við heimili þeirra að koma í heimsókn til að syngja nokkur lög með Sigurði. Skemmtilegt og flott framtak hjá þeim hjónum. „Mér finnst þetta bara vera hápunktur sumarsins að fá krakkana hingað, mér finnst það mjög, mjög gott en við erum búin að bíða svo lengi eftir góðu veðri en þetta hafðist nú fyrir rest. Þau tóku bara vel undir,” segir Sigurður eldhress. Mikil og góð stemming var í gær við heimili Sigurðar þar sem heimsóknin fór fram. Að sjálfsögðu var íslenska fánanum flaggað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sigurður segist hafa spilað á harmonikku frá 15 ára aldri en í dag er hann mest að spila á opnum húsum fyrir eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu og þrjá mánuði yfir veturinn spilar hann á Kanarí. En hvað vill Sigurður segja um harmonikkuna sem hljóðfæri? „Hún er óendanlega skemmtilegt verkfæri, alveg óendanlegt verkfæri.” Og leikskólakrakkarnir fengu líka að skoða garðinn hjá Sigurður og Rúnu og þar vöktu álfarnir mesta athygli. Sigurður og Rúna með leikskólabörnunum, sem heimsóttu þau og sungu hressilega við undirleik Sigurðar á harmonikkuna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og starfsfólk leikskólans var ánægt með þetta stórkostlega framtak Sigurðar og Rúnu. „Heyrðu þetta er bara mjög gaman til að brjóta upp daginn. Og börnin dýrka þetta og við erum bara mjög ánægð með þetta,” segja þau Fanný Ólafsdóttir og Víkingur Örvar Ólafsson. Og það er við hæfi að fá Sigurður til að spila brot af uppáhaldslaginu sínu í lokinn á sama tíma og Ljósanótt stendur yfir en það er lagið “Sagt hefur það verið um Suðurnesjamenn”. Sigurður spilar á nikkuna sína út um allt, þó aðalelga á opnum húsi hjá eldri borgurum í höfuðborginni. Á veturnar er það Kanarí.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Garðabær Leikskólar Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira