Gögn sem ekki er hægt að TReysta Kristófer Már Maronsson skrifar 11. september 2024 18:33 Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Í upphafi greinar tók ég dæmi þeirra af einstæðri móður í erfiðri stöðu og reyndi að átta mig á forsendunum. Til þess notaði ég m.a. reiknivél sem var að finna á vef TR (Tryggingastofnunar Ríkisins), opinberrar stofnunar, til þess að reyna að áætla hvaða ráðstöfunartekjur einstæða móðirin hefði. Það voru mistök, enda komst ég að því eftir á að reiknivélin var gölluð. Það kom hvergi fram þegar forsendurnar voru slegnar inn. Mér fannst tekjurnar háar, miðað við umræðuna um kjör öryrkja, þegar ég hafði slegið inn forsendurnar. Ég skoðaði reiknivélina aftur og bað annan aðila um að athuga hvort hann fengi sömu niðurstöður. Ég skoðaði einnig upplýsingar um fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris á vefsíðu TR og gat ekki séð að þar væru einhverjir fyrirvarar. Hér má sjá hvað stendur þar: Þá er nánar fjallað um framfærsluuppbót þar sem sagt að hún greiðist sjálfkrafa þeim sem eru undir viðmiðunartekjum. Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt. Í einfeldni minni hélt ég að ég væri með réttar tölur í höndunum þegar ég var búinn að skoða reiknivél, sem opinber stofnun birtir á island.is og nánari útskýringar sem birtar eru þar. Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni. Ég vona að TR skýri einnig í kjölfarið betur út hvernig fjárhæðirnar spila saman á vefsíðu sinni. Mér þykir leitt að þessi mistök hafi átt sér stað. Ég vísaði í opinber gögn mér til stuðnings og vildi trúa því að þau væru rétt. Stundum er sagt um gögn á lélegri íslensku: “bullshit in, bullshit out” og er þá vísað í að gagnavinnsla skili ekki réttum niðurstöðum ef gögnin eru ekki rétt. Það á vel við í þessu tilfelli. Við hefðum að vísu getað sloppið við þennan misskilning ef greinarhöfundar hefðu upprunalega vísað í gögn og birt ráðstöfunartekjur einstæðu móðurinnar frekar en að skilja þann hluta eftir fyrir ímyndunaraflið. Þá þyrftu lesendur eins og ég ekki að gefa sér forsendur. Mig langaði raunverulega að vita hver staðan væri, því það er mikilvægt að við grípum utan um þá sem minnst hafa á milli handanna. Hver er þá staðan í raun og veru? Hér er uppfærður útreikningur eftir að hafa ráðfært mig við aðila sem er betur að sér í örorkulífeyriskerfinu en ég: Frá TR eftir skatt: tæplega 475 þús. kr. Barna- og vaxtabætur: tæplega 124 þús. kr.Samtals: rúmlega 598 þús. kr. sé öllum bótum deilt jafnt á mánuði, en barna- og vaxtabætur greiðast ársfjórðungslega Þessu til viðbótar fær einstæða móðirin 200 þús kr. í sérstakan vaxtastuðning í ár (16.667 kr. ef deilt á 12 mánuði) sem hún getur notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins og myndi þá auka ráðstöfunartekjur á meðan heimildin er nýtt. Þetta er auðvitað allt saman eftir að ég gef mér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en ég birti útreikninga mína fyrir hvern sem er að skoða og talan gæti verið einhversstaðar á þessu bili ef það eru ekki fleiri villur í reiknivél og upplýsingum á vefsíðu TR. Ráðstöfunartekjurnar væru svo hærri ef einstæða móðirin hefði einhverjar atvinnutekjur sjálf, en það hafa ekki allir öryrkjar kost á að afla sér tekna og því ákvað ég að miða við engar tekjur. Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum Í fyrri grein minni var ekki meiningin að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Ég bað fólk um að dæma fyrir sig hvort þetta væri glæpsamlegt ofbeldi eins og það var kallað. Það eru stór orð að tala um glæpsamlegt ofbeldi. Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings. Mér finnst mikilvægt að allar forsendur séu settar fram þegar við ræðum um kjör fólks. Slík umræða verður að byggja á staðreyndum en ekki tilfinningum - því kerfin okkar eru flókin. Hvort sem það er örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Mín persónulega skoðun er sú að þessi einstæða móðir sem er vitnað í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni m.v. þessar forsendur reynist þær réttar. Ég hef hins vegar mun meiri áhyggjur af þeim sem ekki hafa getað eignast fasteign, hvort sem það eru öryrkjar eða heilsuhraustir. Þessi grein er birt til þess að leiðrétta villur sem rötuðu í inngang greinar minnar í gær. Það er ekki gott að gögn frá opinberri stofnun séu röng og ekki nægilega skýr. Það er alltaf hægt að gera enn betur og ég mun sannarlega læra af þessu. Það breytir því ekki að það sem á eftir kom í greininni var aðalatriðið og þar var vísað í gögn OECD og skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég ætla að leyfa mér að treysta því að þessar alþjóðlegu stofnanir séu með rétt gögn. Ég mun svara Ragnari Þór sérstaklega í grein, en mér fannst viðeigandi að þessi grein skyldi fjalla eingöngu um villurnar sem var að finna í inngangi fyrri greinar minnar og þær leiðréttar með réttum tölum. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Fjármál heimilisins Verðlag Efnahagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í gær birti ég hér grein undir nafninu “Þið mótmælið… afleiðingum eigin gjörða”. Greinin var svargrein við hluta af grein formanns VR og þingmanns Flokks fólksins þar sem þau boðuðu fólk með sér til mótmæla á Austurvelli. Í upphafi greinar tók ég dæmi þeirra af einstæðri móður í erfiðri stöðu og reyndi að átta mig á forsendunum. Til þess notaði ég m.a. reiknivél sem var að finna á vef TR (Tryggingastofnunar Ríkisins), opinberrar stofnunar, til þess að reyna að áætla hvaða ráðstöfunartekjur einstæða móðirin hefði. Það voru mistök, enda komst ég að því eftir á að reiknivélin var gölluð. Það kom hvergi fram þegar forsendurnar voru slegnar inn. Mér fannst tekjurnar háar, miðað við umræðuna um kjör öryrkja, þegar ég hafði slegið inn forsendurnar. Ég skoðaði reiknivélina aftur og bað annan aðila um að athuga hvort hann fengi sömu niðurstöður. Ég skoðaði einnig upplýsingar um fjárhæðir örorku- og endurhæfingarlífeyris á vefsíðu TR og gat ekki séð að þar væru einhverjir fyrirvarar. Hér má sjá hvað stendur þar: Þá er nánar fjallað um framfærsluuppbót þar sem sagt að hún greiðist sjálfkrafa þeim sem eru undir viðmiðunartekjum. Margir hafa sagt mér, misfallega, að ég hefði nú átt að vita að þessi niðurstaða gæti ekki verið rétt. Í einfeldni minni hélt ég að ég væri með réttar tölur í höndunum þegar ég var búinn að skoða reiknivél, sem opinber stofnun birtir á island.is og nánari útskýringar sem birtar eru þar. Mér hefur verið gert ljóst að þessi opinberu gögn eru röng sem ég vísaði í - í góðri trú. Reiknivélin hefur nú verið tekin úr umferð, sem er vel og rétt hjá TR á meðan unnið er að viðgerð á henni. Ég vona að TR skýri einnig í kjölfarið betur út hvernig fjárhæðirnar spila saman á vefsíðu sinni. Mér þykir leitt að þessi mistök hafi átt sér stað. Ég vísaði í opinber gögn mér til stuðnings og vildi trúa því að þau væru rétt. Stundum er sagt um gögn á lélegri íslensku: “bullshit in, bullshit out” og er þá vísað í að gagnavinnsla skili ekki réttum niðurstöðum ef gögnin eru ekki rétt. Það á vel við í þessu tilfelli. Við hefðum að vísu getað sloppið við þennan misskilning ef greinarhöfundar hefðu upprunalega vísað í gögn og birt ráðstöfunartekjur einstæðu móðurinnar frekar en að skilja þann hluta eftir fyrir ímyndunaraflið. Þá þyrftu lesendur eins og ég ekki að gefa sér forsendur. Mig langaði raunverulega að vita hver staðan væri, því það er mikilvægt að við grípum utan um þá sem minnst hafa á milli handanna. Hver er þá staðan í raun og veru? Hér er uppfærður útreikningur eftir að hafa ráðfært mig við aðila sem er betur að sér í örorkulífeyriskerfinu en ég: Frá TR eftir skatt: tæplega 475 þús. kr. Barna- og vaxtabætur: tæplega 124 þús. kr.Samtals: rúmlega 598 þús. kr. sé öllum bótum deilt jafnt á mánuði, en barna- og vaxtabætur greiðast ársfjórðungslega Þessu til viðbótar fær einstæða móðirin 200 þús kr. í sérstakan vaxtastuðning í ár (16.667 kr. ef deilt á 12 mánuði) sem hún getur notað til að lækka afborgun húsnæðislánsins og myndi þá auka ráðstöfunartekjur á meðan heimildin er nýtt. Þetta er auðvitað allt saman eftir að ég gef mér ákveðnar forsendur, t.d. um eignastöðu, en ég birti útreikninga mína fyrir hvern sem er að skoða og talan gæti verið einhversstaðar á þessu bili ef það eru ekki fleiri villur í reiknivél og upplýsingum á vefsíðu TR. Ráðstöfunartekjurnar væru svo hærri ef einstæða móðirin hefði einhverjar atvinnutekjur sjálf, en það hafa ekki allir öryrkjar kost á að afla sér tekna og því ákvað ég að miða við engar tekjur. Ég var ekki að gera lítið úr öryrkjum Í fyrri grein minni var ekki meiningin að gera lítið úr öryrkjum eða segja að einstæða móðirin hefði það bara sæmilegt. Ég bað fólk um að dæma fyrir sig hvort þetta væri glæpsamlegt ofbeldi eins og það var kallað. Það eru stór orð að tala um glæpsamlegt ofbeldi. Miðað við uppfærðar ráðstöfunartekjur og þær forsendur sem gefnar voru upp um afborganir þá væri afborgun af verðtryggðu láni um 26% af ráðstöfunartekjum (155 þús. kr. á mánuði) og af óverðtryggðu láni um 45% af ráðstöfunartekjum (270 þús. kr. á mánuði) án sérstaks vaxtastuðnings. Mér finnst mikilvægt að allar forsendur séu settar fram þegar við ræðum um kjör fólks. Slík umræða verður að byggja á staðreyndum en ekki tilfinningum - því kerfin okkar eru flókin. Hvort sem það er örorkulífeyris-, barnabóta- eða skattkerfið. Mín persónulega skoðun er sú að þessi einstæða móðir sem er vitnað í geti ráðið við afborgun á verðtryggðu láni m.v. þessar forsendur reynist þær réttar. Ég hef hins vegar mun meiri áhyggjur af þeim sem ekki hafa getað eignast fasteign, hvort sem það eru öryrkjar eða heilsuhraustir. Þessi grein er birt til þess að leiðrétta villur sem rötuðu í inngang greinar minnar í gær. Það er ekki gott að gögn frá opinberri stofnun séu röng og ekki nægilega skýr. Það er alltaf hægt að gera enn betur og ég mun sannarlega læra af þessu. Það breytir því ekki að það sem á eftir kom í greininni var aðalatriðið og þar var vísað í gögn OECD og skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ég ætla að leyfa mér að treysta því að þessar alþjóðlegu stofnanir séu með rétt gögn. Ég mun svara Ragnari Þór sérstaklega í grein, en mér fannst viðeigandi að þessi grein skyldi fjalla eingöngu um villurnar sem var að finna í inngangi fyrri greinar minnar og þær leiðréttar með réttum tölum. Höfundur er hagfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar