„Í versta falli fer allt til fjandans, svo kemur nýr dagur“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2024 08:01 Þórir Hergeirsson mun láta af störfum sem landsliðsþjálfari Noregs undir lok þessa árs. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari hins sigursæla norska kvennalandsliðs í handbolta, lætur af störfum undir lok þessa árs eftir komandi Evrópumót. Greint er frá starfslokum Þóris með góðum fyrirvera og þegar enn er hægt að bæta medalíum við í safnið. Íslendingurinn er ekki hræddur um að það fari öfugt í leikmenn liðsins. Í versta falli fari allt til fjandans. En svo komi nýr dagur. Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“ Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Þórir geindi frá ákvörðun sinni fyrr í vikunni og er því fimmtán ára sigursæl landsliðsþjálfaratíð hans, sem státar af tíu gullverðlaunum á stórmótum, að fara líða undir lok. Þórir mun þó ekki láta af störfum fyrr en eftir komandi Evrópumót undir lok þessa árs. Minna er um það að þjálfari gefi það út að hann sé að fara láta af störfum fyrir stórmót og með svona góðum fyrirvara líkt og Þórir er að gera. Einhverjir telja að það geti gefi leikmönnum aukinn kraft til þess að sækja til sigurs í móti í síðasta sinn fyrir þjálfara sinn en dæmi eru um að það gangi ekki eftir. Nærtækasta dæmið er brotthvarf Þjóðverjans Jurgen Klopp úr knattspyrnustjórastól enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool sem greint var frá með góðum fyrirvara. Þarf ekki að mála fjandann á vegginn Þórir hefur engar þó áhyggjur af því að leikmenn norska landsliðsins fari í baklás og nái ekki fram sinni bestu frammistöðu á komandi Evrópumóti með brotthvarf Íslendingsins hangandi yfir sér. „Í versta falli fer þetta allt til fjandans,“ segir Þórir í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2. „Lífið heldur áfram. Það kemur nýr dagur. Það koma jól í desember. Það kemur nýtt ár. Árið 2025. Maður þarf ekki að mála fjandann á vegginn. Ég er ekki hræddur um það (að norska landsliðið nái ekki sömu hæðum og áður á komandi Evrópumóti). Auðvitað getur EM farið á alla vegu. Það getur farið þannig að við séum að slást um verðlaun en það getur líka farið þannig að við spilum ekki um verðlaun. Það er er bara eins og þetta hefur alltaf verið. Af því að það er mjög professional fólk í þessu með mér. Bæði leikmenn og teymið í kringum mig. Þá höfum við bara metnað í að gera eins vel og við getum á meðan að við fáum leyfi til þess að bera norska fánann á brjóstinu. Vera fulltrúar Noregs. Það leggjast allir á eitt í því. Ég er ekki mikið að velta því fyrir mér. Í versta falli fer þetta til fjandans. En okey. Svo kemur nýr dagur.“
Íslendingar erlendis Noregur Handbolti Norski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira