Rússar vísa breskum erindrekum úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2024 10:57 Frá sendiráði Bretlands í Moskvu. AP Ráðamenn í Rússlandi hafa sakað sex starfsmenn sendiráðs Bretlands í Rússlandi um njósnir og ætla að vísa þeim úr landi. Ríkismiðlar í Rússlandi vísa í embættismenn hjá FSB (áður KGB) og hafa eftir þeim að erindrekunum verði vikið úr landi en það er í kjölfar þess að fregnir hafa borist af því að Bretar og Frakkar ætli að leyfa Úkraínumönnum að nota stýriflaugar frá þeim til árása í Rússlandi. Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara. Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Á vef ríkismiðilsins TASS segir að ákvörðunin hafi verið tekin í kjölfar þess að skjöl fundust sem varpi ljósi á að Bretar hafi skipulagt aðgerðir til að grafa undan rússneska ríkinu. Vegna þessa og annarra „óvinveittra skrefa“ Breta verði fólkinu vísað úr landi. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, er staddur í Washington DC á fundum með Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en hann sagði í gærkvöldi að Bretar sæktust ekki eftir stríði við Rússa. Ráðamenn í Kreml hefðu hafið stríðið í Úkraínu og þeir gætu bundið enda á það hvenær sem er. Þá sagði hann að Úkraínumenn hefðu rétt á að verja sig og Bretar hefðu stutt Úkraínumenn og varnir þeirra. Sjá einnig: Pútín segir NATÓ á leið í stríð við Rússa Úkraínumenn hafa ítrekað beðið bakhjarla sína um leyfi til að gera árásir í Rússlandi með vopnum sem þeir hafa fengið. Vopnum eins og stórskotaliði og stýriflaugum berast oftar en ekki með takmarkanir að því leyti að þeim skuli ekki beitt innan landamæra Rússlands. Þessi áköll hafa aukist að undanförnu, samhliða því að fregnir hafa borist af því að Rússar hafi fengið skammdrægar skotflaugar frá Íran. Úkraínumenn vilja fá að gera árásir á vopnageymslur og önnur skotmörk í Rússlandi, svo þeir geti grandað þessum skotflaugum áður en þeim er skotið að Úkraínu. Eins og áður segir hafa fregnir borist af því að Bretar ætli að leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með stýriflaugum sem kallast Storm Shadow. Þær voru þróaðar af Bretum og Frökkum en franska útgáfan kallast SCALP og hafa Úkraínumenn notað þær um nokkuð skeið gegn Rússum. Óljóst er hve margar slíkar stýriflaugar Úkraínumenn eiga eftir og hafa aðgang að en sérfræðingar telja þær ekki margar. Fjölmiðlar vestanhafs hafa sagt frá því á undanförnum dögum að Biden vilji ekki leyfa Úkraínumönnum að gera árásir í Rússlandi með eldflaugum frá Bandaríkjunum sem kallast ATACMS. Svipað ástand skapaðist á sínum tíma með vestræna skriðdreka, þegar Úkraínumenn höfðu beðið um þá um nokkuð skeið. Bretar voru fyrstir til að ríða á vaðið en aðrir bakhjarlar Úkraínu fylgdu þeim svo eftir. Úkraínumenn hafa til að mynda lengi beðið um Taurus-stýriflaugar frá Þjóðverjum, sem hafa ekki viljað verða við þeirri beiðni enn. Taurus drífa allt að fimm hundruð kílómetra og fljúga í einungis 35 metra hæð, sem gerir loftvarnarkerfum mjög erfitt að finna þær og skjóta þær niður, samkvæmt DW. Miðillinn sagði í mars að Þjóðverjar ættu um sex hundruð stýriflaugar og að allt að þrjú hundruð gætu verið sendar til Úkraínu með litlum fyrirvara.
Rússland Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Þýskaland Úkraína Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira