Biðin sem veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 16. september 2024 07:02 Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 90 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 90 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60 einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur. Ég vil nota tækifærið og minna á ráðstefnu Alzheimersamtakanna á alþjóðlegum degi Alzheimer þann 21. september á Hótel Reykjavík Grand kl. 12.30 -15.30. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir rúmum tveimur árum opnuðu Alzheimersamtökin Seigluna, sem þá var alveg nýtt úrræði ætlað einstaklingum á fyrstu stigum heilabilunar. Úrræðið var algjör bylting og hefur árangurinn og ánægjan ekki staðið á sér. Áhersla er á að tryggja líkamlega, vitræna og félagslega virkni skjólstæðinga á fjölbreyttan hátt og eftir þörfum einstaklinganna sem sækja þjónustuna hverju sinni. Það er fjölbreyttur hópur sem greinist með heilabilun, sum eru eldri, en önnur yngri og enn virk á vinnumarkaði. Flest þeirra detta því miður fljótlega út af vinnumarkaði eftir greiningu á heilabilun og mörg hver alltof snemma vegna vanþekkingar vinnuveitenda. Í kjölfarið einangrast mörg þeirra og draga sig í hlé sem hefur slæm áhrif. Rannsóknir sýna okkur að með því að vera líkamlega, félagslega og vitrænt virk minnkum við ekki einungis líkur á heilabilun heldur geta einstaklingar með heilabilun einnig hægt á framgangi sjúkdómsins, minnkað einkenni og aukið lífsgæði sín. Í dag eru 33 pláss í Seiglunni og eru um 50 einstaklingar um þau pláss á hverjum tíma, sum þeirra mæta alla daga en önnur sjaldnar. Reksturinn er fjármagnaður af Sjúkratryggingum Íslands en rekstrarkostnaður Seiglunnar er um 90 m.kr. á ári sem er ekki há upphæð ef horft til ávinningsins. Aukin lífsgæði þeirra einstaklinga sem sækja þjónustu Seiglunnar og léttir aðstandenda, er ekki metinn til fjár. En ef við viljum skoða fjárhagslegan ávinning slíks úrræðis fyrir samfélagið er hann umtalsverður. Fyrir hvern mánuð sem við komum í veg fyrir þörf á plássi á hjúkrunarheimili fyrir þá 50 einstaklinga sem sækja þjónustu í Seigluna sparast tæplega 90 m.kr. sem er rekstrarkostnaður Seiglunnar á einu ári. Fjárhagslegi ávinningurinn fyrir samfélagið er því borðleggjandi og augljós. Í dag eru um 60 einstaklingar á biðlista eftir plássi í Seiglunni. Á meðan þau bíða missa þau hratt færni og eru jafnvel komin of langt í sínum sjúkdómi til að þiggja pláss í Seiglunni þegar röðin kemur að þeim. Við þurfum fjármagn til þess að opna annað sambærilegt úrræði líkt og Seigluna sem allra fyrst, því ljóst er að þörfin er aðkallandi og biðin, hún veikir og tekur. Ég vil nota tækifærið og minna á ráðstefnu Alzheimersamtakanna á alþjóðlegum degi Alzheimer þann 21. september á Hótel Reykjavík Grand kl. 12.30 -15.30. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun