Dansaðu vindur Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 19. september 2024 17:01 Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Vindorka Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er eftirspurnin eftir raforku mikil. Það er jákvætt að atvinnulífið sé svo blómlegt að umframeftirspurn hafi myndast en neikvætt ef stjórnvöld ná ekki að tryggja að af framkvæmdum verði vegna seinagangs í uppbyggingu á raforkukerfinu. Til mikils er að vinna svo hugmyndir og tækifæri renni ekki úr greipum okkar. Samkvæmt raforkuspá Landsnets eru líkur á viðvarandi orkuskorti hér á landi næstu árin. Staðan batnar með tilkomu nýrra virkjana sem búið er að ákveða að virkja samkvæmt rammaáætlun. Þeir virkjanakostir munu þó duga ekki til að mæta eftirspurn eftir raforku sem fer stigvaxandi með hverju árinu sem líður. Ekki hefur náðst tilhlýðilegur árangur í orkuöflun, þrátt fyrir það að staðan eins og hún birtist okkur hafi lengi blasað við. Auðvitað þarf að afla meiri orku, ýta undir að smærri virkjanakostir séu nýttir, að tryggja að vindurinn sé beislaður og svo einnig leita leiða til að nýta betur þá orku sem við höfum til skiptanna í dag. Olíubruni í bakgarðinum Að nýju verða skerðingar á afhendingu á raforku til fiskimjölsverksmiðja veruleiki okkar í vetur. Olíubruni í stað grænnar orku verður festur enn frekar í sessi. Með töluverðum afleiðingum fyrir umhverfið og efnahag þjóðarinnar. Í nafni umhverfis- og náttúruverndar hafa einstaklingar og hópar komið í veg fyrir frekari orkuöflun og virðast snúa blinda auganu að afleiðingar aðgerða þeirra kynda undir olíubruna í eigin bakgarði. Virkjum vindinn Skiptar skoðanir eru um nýtingu á vindinum til orkuöflunar. Sjálfri þykir mér augljóst að við verðum að virkja vindinn. Það má vel gera hóflega og skynsamlega um landið allt. Vindurinn nýtist vel á móti vatnsaflsvirkjunum til sveiflujöfnunar og á meðan vindur blæs á veturna er hægt að safna í lónin og bæta þannig vatnsbúskapinn. Orkumálin má flokka í marga undirflokka. Orkumálin eru efnahagsmál því á meðan við höfum ekki fulla getu til að fullnægja þörfum kerfisins með grænni orku eyðum við tugum milljarða af gjaldeyri þjóðarinnar í kaup á jarðefnaeldsneyti. Orkumálin eru líka umhverfismál því við vitum hver áhrif notkunar á jarðefnaeldsneyti er á náttúruna. Orkumálin eru byggðamál, því án tryggrar raforku munum við ekki ná að treysta byggð um allt land. Orkumálin eru og verða ennþá, lykilmál fyrir þjóðina. Fólk og fyrirtækin í landinu eiga að geta treyst því að stjórnvöld vinni í þágu heildarinnar. Það er stórt hagsmunamál okkar allra, grundvöllur að áframhaldandi lífsgæðasókn okkar, að orkuframleiðsla sé í vexti og mæti stórhuga framtíðarsýn fyrir Ísland. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun