Ríkisstjórnin seilist í sjóði erfiðisvinnufólks Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 22. september 2024 16:02 Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lífeyrissjóðir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Samfylkingin Jóhann Páll Jóhannsson Fjárlagafrumvarp 2025 Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fjárlagaumræðan undanfarna daga hefur afhjúpað algjört skeytingarleysi ríkisstjórnarflokkanna gagnvart kjörum og hagsmunum fólks sem hefur unnið slítandi störf um langa ævi. Um leið gerist ríkisstjórnin sek um það sem verður að teljast annaðhvort alvarlegt skilningsleysi á því hvernig ellilífeyriskerfið virkar eða aum tilraun til að slá ryki í augu eldra fólks. Eins og ég fjallaði um hér á Vísi.is á dögunum vill ríkisstjórnin lækka jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna örorkugreiðslna um 4,7 milljarða strax á næsta ári og að framlagið falli alfarið niður árið þar á eftir. Ef fer sem horfir verða þannig lífeyrisréttindi í sjóðum verkafólks skert upp undir fjögur prósent. Tvö reikningsdæmi sem ganga ekki upp Formenn Framsóknarflokksins og Vinstri grænna hafa haldið því fram á Alþingi að þessi stórfellda lækkun framlagsins eigi ekki að bitna á sjóðunum þar sem örorka er mikil. En reikningsdæmi ráðherranna gengur ekki upp. Staðreyndin er sú að fimm sjóðir eru með örorkutíðni yfir meðaltali. Þetta eru Gildi, Festa, Stapi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Lífeyrissjóður Rangæinga. Í dag njóta þessir sjóðir samtals 66 prósenta af jöfnunarframlaginu. Ríkisstjórnin hyggst skera það niður úr 7,2 milljörðum í 2,5 milljarða, eða í 35 prósent af því sem fyrir var. Slík aðgerð mun eðli máls samkvæmt koma niður á flestum eða öllum þessum sjóðum og launafólki sem hefur greitt í þá. Þetta er ekki eina reikningsdæmi ríkisstjórnarinnar sem gengur ekki upp. Í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er því haldið ranglega fram að lítils háttar hækkun almenns frítekjumarks eldri borgara, eftir áralanga raunrýrnun fjárhæðarinnar sem hefur í raun falið í sér stórauknar skerðingar á hverju ári, skili eldra fólki 11.500 kr. kjarabót á mánuði. Hið rétta er að hækkunin, sem nemur 11.500 kr., skilar eldra fólki að jafnaði 5.200 kr. kjarabót á mánuði eða 3.500 kr. eftir skatt. Þetta sjá allir sem hafa lágmarksskilning á skerðingarreglum almannatryggingakerfisins (breytingin felur í sér að 11.500 kr. lífeyrissjóðstekjur sem áður ollu skerðingu á greiðslum TR upp á 5.175 kr. (45%) hætta að gera það). Ég hef farið fram á það við fjármálaráðherra á Alþingi að þessar rangfærslur gagnvart eldra fólki verði leiðréttar, eða að þingið sameinist um að hækka fjárhæð frítekjumarksins þannig að breytingin skili eldra fólki raunverulega þeirri kjarabót sem ríkisstjórnin heldur á lofti. Senda verka- og láglaunafólki reikninginn Ráðherrar hafa afsakað og réttlætt skerðinguna á jöfnunarframlögum til lífeyrissjóða verkafólks með því að vísa til breytinga á örorkulífeyriskerfinu sem samþykktar voru á síðasta þingi. Hins vegar bendir ekkert til þess að nýtt örorkulífeyriskerfi muni draga sérstaklega úr muninum á örorkutíðni milli launafólks í ólíkum starfsgreinum og erfitt að sjá nokkurt rökrænt samhengi milli þeirra breytinga og niðurfellingar jöfnunarframlagsins. „Er það í alvörunni kappsmál hjá þessari ríkisstjórn að borga fyrir breytingarnar á örorkulífeyriskerfinu með því að seilast í ellilífeyri fátækasta fólksins á Íslandi?“ spurði Kristrún Frostadóttir í umræðum um fjárlögin þann 12. september. Um slíkt verður enginn friður á Alþingi og óhætt að taka undir með miðstjórn Alþýðusambandsins sem segir „siðlaust og óboðlegt að skerða lífeyrisréttindi fólksins sem vinnur erfiðustu störfin og ber minnst úr býtum.“ Samfylking starfar í þjónustu við vinnandi stéttir og mun standa fast gegn hvers kyns áhlaupi á sjóði verkafólks. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar