Staðan miklu alvarlegri þegar vígvöllurinn er stærri Lovísa Arnardóttir skrifar 24. september 2024 22:45 Magnús Þorkell segir stöðuna afar alvarlega og langtímamarkmiðið óljóst. Bylgjan Magnús Þorkell Bernharðsson, trúarbragðafræðingur og prófessor í sögu Mið-Austurlanda segir stöðuna mun alvarlegri og verri í Mið-Austurlöndum en hún hefur verið frá því að stríðið hófst á Gasa í október í fyrra. „Nú er verið að stækka vígvöllinn. Núna eru fleiri vígstöðvar og þar af leiðandi meiri pressa fyrir fleiri ríki að taka þátt í þessum bardögum,“ segir Magnús en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir mannfallið hafa aukist mikið síðustu daga og mannfallið hafi í raun verið síðustu mánuði ólíkt því sem hafi sést áður. Ísrael hafi ráðist inn í Líbanon 1983 og 2006 og mannfallið hafi ekki verið jafn mikið þá og á nokkrum dögum núna. Um 560 eru látin í loftárásum Ísraela síðustu daga. Þar af eru 50 börn. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín víðs vegar um landið. 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon „Þetta er að aukast til muna sem gerir það að verkum að þetta er bara fyrsti kafli af umtalsverðum átökum í Líbanon og fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Magnús. Þúsundir hafa lagt á flótta vegna árásanna. Myndin er tekin við Damour hraðbrautina sem liggur í átt að Beirút. Fjölskyldurnar á myndinni flúðu suðurhluta Líbanon.Vísir/EPA Hann segir átökin geta leitt til nýrrar flóttamannabylgju. Í Líbanon sé eitt hæsta hlutfall flóttamanna miðað við höfðatölu um allan heim, og því sé þetta ekki bara alvarlegt stríðsástand núna. Samkvæmt gögnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er um 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon frá Sýrlandi auk um 13 þúsund flóttamanna frá öðrum löndum. Sjá einnig: Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Magnús segir mikla spennu hafa verið á svæðinu síðustu mánuði en Ísraelar og meðlimir Hezbollah hafi sýnt aðhald, en það sé ekki reyndin lengur. Það sé verið að færa vígvöllinn. Verkefninu sé lokið á Gasa og ekkert nýtt hægt að gera þar. Ein leið sem þau hafi til að veikja Hamas sé að veikja stöðu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Konurnar hlúa að börnum sínum við Damour hraðbrautina í átt að Beirút. Konurnar eru meðal þeirra þúsunda sem hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga vegna loftárása Ísraela á Líbanon.Vísir/EPA Magnús segir hættu á að Íranar og Sýrlendingar og Tyrkir gætu sem afleiðing af þessu metið tilefni til að blanda sér í. Þá hafi Bandaríkjamenn aukið viðveru sína og þeir gætu viljað styðja betur við Ísraela. „Ef lokið er tekið af og engum voldugum aðilum eru sett stranga línur um hvað má ekki gera, þá er þetta taumlaust,“ segir hann og að óttinn sé að ástandið verði stjórnlaust og það brjótist út langvarandi stríð. Hann segir málið rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og vonar að á þinginu verði hægt að setja pressu á forseta Bandaríkjanna til að bregðast við og fara í gagngerar aðgerðir til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út. Langtímamarkmið óljós Hann segir ekki ljóst hvert langtímamarkmiðið sé með þessum árásum. Það sé alger eyðilegging á Gasa og það megi búast við því sama í Líbanon fari allt fram áfram eins og það hefur farið fram síðustu daga. Hann segir tilganginn að mati Ísraela að tryggja öryggi þeirra og koma í veg fyrir að þeim sé ógnað en það sé stór spurning hvort þetta sé rétta leiðin til þess. Þessar aðgerðir gætu einmitt leitt til aðgerða sem valdi óöryggi meðal Ísraela. Upphafið að átökum sem muni stigmagnast Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra, ræddi sama mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann tók í sama streng og sagði árásir síðustu daga upphafið að átökum sem eigi eftir að halda áfram og stigmagnast inni í Líbanon. Hann segir ýmislegt viðhalda stöðunni eins og hún er núna. Sem dæmi hafi 60 þúsund Ísraelar þurft að flýja heimili sín í Ísrael vegna árása Hezbollah. Þá sé krafa Hezbollah samtakanna um vopnahlé á Gasa ekki líkleg til að knýja fram frið en ekki hefur gengið vel að semja um það. Hann segir markmið Ísraela að herja á Hezbollah. Þeir ætli ekki endlega að stunda landhernað en muni halda loftárásum áfram með flugvélum og drónum. Þar til Hezbollah samtökin geta ekki lengur sent loftskeyti frá Suður-Líbanon til Ísrael. „Þess vegna hygg ég að þetta geti verið langvarandi átök,“ segir Albert og að almenningur muni tapa mest á þessum átökum. Hvort að átökin breiðist út til fleiri landa segir Albert að nærtækast sé að horfa til Íran og hvað Íranar ætla sér. Hann meti samt ekki mikla hættu á því. Hernaðarlegir yfirburðir Ísraela séu algerir. Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Reykjavík síðdegis Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
„Nú er verið að stækka vígvöllinn. Núna eru fleiri vígstöðvar og þar af leiðandi meiri pressa fyrir fleiri ríki að taka þátt í þessum bardögum,“ segir Magnús en rætt var við hann í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir mannfallið hafa aukist mikið síðustu daga og mannfallið hafi í raun verið síðustu mánuði ólíkt því sem hafi sést áður. Ísrael hafi ráðist inn í Líbanon 1983 og 2006 og mannfallið hafi ekki verið jafn mikið þá og á nokkrum dögum núna. Um 560 eru látin í loftárásum Ísraela síðustu daga. Þar af eru 50 börn. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín víðs vegar um landið. 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon „Þetta er að aukast til muna sem gerir það að verkum að þetta er bara fyrsti kafli af umtalsverðum átökum í Líbanon og fyrir botni Miðjarðarhafs,“ segir Magnús. Þúsundir hafa lagt á flótta vegna árásanna. Myndin er tekin við Damour hraðbrautina sem liggur í átt að Beirút. Fjölskyldurnar á myndinni flúðu suðurhluta Líbanon.Vísir/EPA Hann segir átökin geta leitt til nýrrar flóttamannabylgju. Í Líbanon sé eitt hæsta hlutfall flóttamanna miðað við höfðatölu um allan heim, og því sé þetta ekki bara alvarlegt stríðsástand núna. Samkvæmt gögnum Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna er um 1,5 milljón flóttamanna í Líbanon frá Sýrlandi auk um 13 þúsund flóttamanna frá öðrum löndum. Sjá einnig: Halda árásum áfram og beina sjónum að eldflaugastæðum Hezbollah Magnús segir mikla spennu hafa verið á svæðinu síðustu mánuði en Ísraelar og meðlimir Hezbollah hafi sýnt aðhald, en það sé ekki reyndin lengur. Það sé verið að færa vígvöllinn. Verkefninu sé lokið á Gasa og ekkert nýtt hægt að gera þar. Ein leið sem þau hafi til að veikja Hamas sé að veikja stöðu Hezbollah samtakanna í Líbanon. Konurnar hlúa að börnum sínum við Damour hraðbrautina í átt að Beirút. Konurnar eru meðal þeirra þúsunda sem hafa þurft að flýja heimili sín síðustu daga vegna loftárása Ísraela á Líbanon.Vísir/EPA Magnús segir hættu á að Íranar og Sýrlendingar og Tyrkir gætu sem afleiðing af þessu metið tilefni til að blanda sér í. Þá hafi Bandaríkjamenn aukið viðveru sína og þeir gætu viljað styðja betur við Ísraela. „Ef lokið er tekið af og engum voldugum aðilum eru sett stranga línur um hvað má ekki gera, þá er þetta taumlaust,“ segir hann og að óttinn sé að ástandið verði stjórnlaust og það brjótist út langvarandi stríð. Hann segir málið rætt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna og vonar að á þinginu verði hægt að setja pressu á forseta Bandaríkjanna til að bregðast við og fara í gagngerar aðgerðir til að koma í veg fyrir að stríðið breiðist út. Langtímamarkmið óljós Hann segir ekki ljóst hvert langtímamarkmiðið sé með þessum árásum. Það sé alger eyðilegging á Gasa og það megi búast við því sama í Líbanon fari allt fram áfram eins og það hefur farið fram síðustu daga. Hann segir tilganginn að mati Ísraela að tryggja öryggi þeirra og koma í veg fyrir að þeim sé ógnað en það sé stór spurning hvort þetta sé rétta leiðin til þess. Þessar aðgerðir gætu einmitt leitt til aðgerða sem valdi óöryggi meðal Ísraela. Upphafið að átökum sem muni stigmagnast Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni hér að ofan. Albert Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi sendiherra, ræddi sama mál í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann tók í sama streng og sagði árásir síðustu daga upphafið að átökum sem eigi eftir að halda áfram og stigmagnast inni í Líbanon. Hann segir ýmislegt viðhalda stöðunni eins og hún er núna. Sem dæmi hafi 60 þúsund Ísraelar þurft að flýja heimili sín í Ísrael vegna árása Hezbollah. Þá sé krafa Hezbollah samtakanna um vopnahlé á Gasa ekki líkleg til að knýja fram frið en ekki hefur gengið vel að semja um það. Hann segir markmið Ísraela að herja á Hezbollah. Þeir ætli ekki endlega að stunda landhernað en muni halda loftárásum áfram með flugvélum og drónum. Þar til Hezbollah samtökin geta ekki lengur sent loftskeyti frá Suður-Líbanon til Ísrael. „Þess vegna hygg ég að þetta geti verið langvarandi átök,“ segir Albert og að almenningur muni tapa mest á þessum átökum. Hvort að átökin breiðist út til fleiri landa segir Albert að nærtækast sé að horfa til Íran og hvað Íranar ætla sér. Hann meti samt ekki mikla hættu á því. Hernaðarlegir yfirburðir Ísraela séu algerir.
Líbanon Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Sýrland Reykjavík síðdegis Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira