Umhugsunarefni hve margir ferðamenn fái ekki að snúa aftur heim Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2024 19:50 Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Vísir/Einar Talsmaður Landsbjargar segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til þess að gera ferðamönnum betur grein fyrir þeim hættum sem víða leynast á Íslandi. Það sé of algengt að ferðamenn komi hingað en fái ekki að snúa heim til að segja ferðasöguna. „Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“ Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Þetta er náttúrulega umhugsunarefni fyrir okkur, að við skulum lenda ítrekað í því að erlendir gestir sem hingað koma til þess að upplifa land og þjóð geti ekki snúið heim og sagt frá því,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Í gær lést karlmaður sem féll í Brúará, en fyrir tveimur árum lést annar maður sem féll í sömu á. Í dag er einnig réttur mánuður liðinn frá því íshellir hrundi í Breiðamerkurjökli, með þeim afleiðingum að erlendur ferðamaður lést. Hann segir Ísland markaðssett sem mikla ævintýraeyju. „Að hér upplifi fólk hluti sem það upplifir ekki annarsstaðar. Við þurfum þá að skila því hvernig gestir okkar geta verið öruggir í því umhverfi,“ segir hann, og bætir við að engin einhlít lausn sé við vandanum sem blasi við. Undir öllum komið að gera betur Jón Þór bendir á að Íslendingar alist upp við vitneskju um hættur landsins og þekki hana. „Við þurfum einhvern veginn að koma þeirri vitneskju til ferðamanna á styttri tíma en heilli mannsævi, svo þeir átti sig á hvað er hættulegt og hvað ekki. Ferðaþjónustan hafi mikilla hagsmuna að gæta, en fleiri þurfi að koma að úrbótum. „Auðvitað liggur ábyrgðin hjá okkur sem þjóð, að gera þetta vel.“ Smáforrit sem nemur staðsetningu gæti komið sér vel Jón Þór nefnir Safetravel, sem er vefsíða og smáforrit sem ætlað er að veita upplýsingar til að auka öryggi ferðamanna. „Spurningin er hvort við gætum fengið fjármagn í að þróa það frekar, þannig að þegar fólk er með appið uppsett í símanum sínum fái það skraddarasaumaðar tilkynningar út frá þeim stað sem það er á. Til dæmis ef það er við straumharða á, hættulegt gil eða eitthvað þvíumlíkt.“ Landsbjörg hafi ekki tekið saman fjölda eða hlutfall útkalla sem tengist erlendum ferðamönnum. „En auðvitað finnum við fyrir því að þeir eru stór hluti þeirra sem við komum til aðstoðar.“
Ferðamennska á Íslandi Björgunarsveitir Tengdar fréttir Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06 Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59 Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Maðurinn sem lést í Brúará frá Katar Maðurinn sem lést í gær þegar hann féll í Hlauptungufoss í Brúará var um þrítugt og frá Katar. Hann var hér á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni þegar slysið varð. 25. september 2024 16:06
Banaslys við Fossá Ökumaður bifreiðarinnar sem ók út af og valt við Fossá á Skaga, norðan Skagastrandar, um klukkan tvö í dag lést í slysinu. Farþegi í ökutækinu var fluttur með sjúkrabifreið á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. 24. september 2024 20:59
Nokkur vitni að banaslysi við Brúará Þó nokkrir urðu vitni að því þegar karlmaður féll í Hlauptungufoss í Brúará um klukkan 13 í dag. Maðurinn fannst látinn skömmu síðar. Um var að ræða erlendan ferðamenn. 24. september 2024 17:46