Takk, Gísli Marteinn Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar 28. september 2024 23:00 Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Dögg Davíðsdóttir Vinstri græn Bensín og olía Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er alltaf gott þegar mál sem skipta samfélagið máli fá umræðu í fjölmiðlum, í dægurmenningu og á kaffistofum landsins. Það var því gleðilegt að þingsályktunartillaga mín og fleiri þingmanna um bann við auglýsingum á jarðefnaeldsneyti var umræðuefni í síðasta þætti af Vikunni með Gísla Marteini. Eins og Gísli Marteinn réttilega bendir á, þá búum við í bílamiðuðu samfélagi þar sem það getur virst seint í rassinn gripið að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. En það er einmitt þess vegna sem umræðan er mikilvæg – þetta snýst ekki um að leysa allan vandann á morgun, heldur að taka skref í rétta átt. Þessi tillaga er ekki til þess fallin að gjörbylta samfélaginu á morgun, og hér er enginn að halda því fram að bann við jarðefnaeldsneytisauglýsingum leysi vandamál tengd loftslagsvá eða yfirvofandi orkuskiptum. Það er heldur enginn að gera ráð fyrir því að jarðefnaeldsneytisauglýsingar hafi slík áhrif að fólk hoppi beint á rúntinn eftir að horfa á eina slíka eða að bann við þeim geri það að verkum að allir leggi einkabílnum og kaupi sér strætókort. En það er staðreynd að auglýsingar hafa alltaf verið áhrifarík leið til að móta neysluvenjur okkar. Við sáum það með banninu á tóbaksauglýsingum á sínum tíma – þegar samfélagið ákvað að auglýsa ekki lengur skaðlegar vörur, fóru lífsgæði að aukast og reykingar minnkuðu. Það er sömuleiðis mikilvægt að halda því til haga að olíufyrirtæki hafa lengi stutt við hagsmunagæslu sem vinnur gegn nauðsynlegum breytingum, og auglýsingarnar eru hluti af því að viðhalda óbreyttu ástandi. Með því að draga úr sýnileika þessara auglýsinga breytum við smátt og smátt viðhorfum til þessara orkugjafa. Við sem lögðum fram tillöguna erum ekki ein í þessari vegferð. Frakkar bönnuðu t.d. auglýsingar á jarðefnaeldsneyti árið 2022 og borgir eins og Haag, Amsterdam og Sydney hafa þegar sett á reglur gegn slíkum auglýsingum. Fjöldi auglýsingastofa um allan heim eru þegar byrjaðar að taka þetta samtal alvarlega, og António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ítrekað hvatt ríki til að banna auglýsingar á jarðefnaeldsneyti. Svo, kæri Gísli Marteinn, takk fyrir að vekja athygli á þessu máli. Eins og þú nefndir, þá búum við vissulega í samfélagi þar sem bílar eru ríkjandi – en þetta snýst ekki um að breyta því á einni nóttu. Og ef það þýðir að við sleppum við að horfa á nokkrar arfaslakar auglýsingar í leiðinni, þá er það bara enn betra! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun