Eru sósíaldemokratískir flokkar smátt og smátt að hverfa? Reynir Böðvarsson skrifar 30. september 2024 22:30 Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar