Eru sósíaldemokratískir flokkar smátt og smátt að hverfa? Reynir Böðvarsson skrifar 30. september 2024 22:30 Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Sósíaldemokratiskir flokkar í Norður-Evrópu hafa færst lengra til hægri á síðustu áratugum, sérstaklega í samanburði við stefnu þeirra allt fram að Nýfrjálshyggju. Það eru margar vísbendingar um þessa þróun, og hún á sér margar birtingarmyndir. Tengsl við verkalýðshreyfinguna hefur víða minnkað eða breyst í umhyggju fyrir millistétt frekar en þeirra sem eru á lægstu launum. Samfylkingin og fyrirrennarar hennar eru þar engin undantekning en hafa ekki þurft að fara eins langa vegferð og margir aðrir flokkar því aldrei fóru kratar á Íslandi eins langt til vinstri og flestir aðrir sambærilegir flokkar í Norður-Evrópu, voru alltaf að daðra við íhaldið. Á áttunda og níunda áratug síðustu aldar fór nýfrjálshyggja að verða ráðandi í alþjóðlegri hagstjórn, með áherslu á markaðslausnir, einkavæðingu og minni ríkisafskipti. Sósíaldemókratískir flokkar aðlöguðust þessari nýju hagfræði með því að milda sögulegar kröfur sínar um ríkisrekstur og miðstýringu, og tóku upp stefnu sem var hliðhollari markaðnum. Þetta sást til dæmis með stefnum eins og "Þriðja veginum" (e. Third Way), sem var vinsæl undir forystu Tony Blair í Bretlandi og Gerhard Schröder í Þýskalandi á tíunda áratugnum. Þessi hugmyndafræði var talin samræma félagslega hugsun við frjálslynda markaðshagfræði. Fyrir þann tíma voru sósíaldemókratískir flokkar meira að ýta á stórtækar opinberar fjárfestingar og jafnvel þjóðnýtingu (e. nationalization) á lykilfyrirtækjum, t.d. í orkugeiranum, samgöngum og fjármálum. Á síðustu áratugum hafa þessir flokkar í auknum mæli samþykkt einkavæðingu á þessum sviðum. Í sumum tilfellum hafa sósíaldemókratar sjálfir staðið fyrir slíku, eða sætt sig við áframhaldandi einkavæðingu undir stjórn hægri flokka. Á áttunda og níunda áratugnum byggðu sósíaldemókratískir flokkar upp sterkt velferðarkerfi í flestum löndum Norður-Evrópu, en á síðustu áratugum hafa verið innleiddar skerðingar á ýmsum sviðum. Þrátt fyrir að sósíaldemókratar haldi oftast áfram að verja velferðarkerfið hafa þeir tekið upp stefnu um að draga úr útgjöldum, endurskipuleggja kerfin og leggja áherslu á aukna ráðdeild í ríkisfjármálum. Þetta hefur gerst samhliða vaxandi áróðri frá hægrinu um aukna ábyrgð einstaklinga um eigin hagi innan velferðarþjóðfélagsins. Oftast voru sósíaldemókratar ófeimnir við að taka afstöðu með háum sköttum til að fjármagna ríkisútgjöld og velferðarkerfi. Í dag virðist þessi afstaða orðin að feimnismáli, ákaflega varlega farið til þess að styggja ekki hægrið í flokknum. Þessir flokkar hafa þvert á móti í auknum mæli fallist á að lækka skatta til að skapa hagstæðara viðskiptaumhverfi og laða að erlent fjármagn. Þó að þeir verji enn meginstoðir velferðarkerfa sinna, hefur skattastefna þeirra orðið hliðhollari markaðinum svokallaða. Þessir flokkar hafa einnig talið sig nauðbeygða til aðlagast breyttum pólitískum veruleika með tilliti til innflytjenda- og öryggismála. Fyrir á árum stóðu þeir almennt fyrir opnari stefnu hvað varðar innflytjendur, fjölmenningu og mannréttindi. En á síðustu árum hefur í löndum, eins og í Svíþjóð og Danmörku og nú einnig Samfylkingin á Íslandi orðið breyting á stefnu þessara flokka, þar sem þeir hafa tekið upp harðari afstöðu til innflytjendamála og lögreglumála til að takast á við uppgang þjóðernispopúlískra flokka til hægri. Hvar getur maður nú fundið gamla heiðarlega sósíldemokratíska stefnu eins og lagt var upp með af þessum flokkum í byrjun síðustu aldar og var svo framgangsrík? Svarið er augljóst, það verður að horfa lengra til vinstri, til vinstri við þessa sósíaldemokratisku flokka til þess að finna þessi gömlu góðu jafnaðar stefnu. Þetta á allstaðar við og á Íslandi er það augljóslega Sósíalistaflokkurinn sem verður fyrir valinu.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun