Hvað með heyrnarskert börn, heyrnarskerta fullorðna og börn með skarð? Eva Albrechtsen og Ösp Vilberg Baldursdóttir skrifa 1. október 2024 23:33 Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Á Heyrnar- og talmeinastöð (HTÍ) starfar mannauður. Það er ástæða fyrir því að við notum orðið mannauður en ekki mannaforði. Þetta er allt fagfólk sem hefur þreytt langt nám til þess að sérhæfa sig í því að meðhöndla ótrúlega fjölbreytni heyrnarskerðinga ásamt tal- og málmeinum. Þetta fólk brennur fyrir því sem það gerir og vill gera sitt allra besta. Þetta fólk hefur misst trú á hinu opinbera og þeim ramma sem starfsemin starfar innan sem sífellt þrengist og þrengist. Starfsaðstæður sem heilbrigðisyfirvöld bjóða starfsfólki og skjólstæðingum stofnunarinnar upp á leiðir til þess að starfsánægja fer dvínandi. Síendurtekin loforð um umbætur er varðar húsnæði, fjármagn, starfsaðstöðu og mönnun vega þar þyngst. Nýútgefin fjárlög sýna fram á þekkingarleysi stjórnvalda um starfsemi og mikilvægi heilbrigðisstofnunarinnar. Miðað við fjárlög er stofnuninni ætlað afla sértekna upp á 316,6 milljónum króna meðan framlag úr ríkissjóði nemur aðeins 231,6 milljónum króna. Höfundar spyrja – hvaðan er sú tala fengin? Starfsfólk HTÍ kappkostar við að veita bestu þjónustu sem völ er á. Biðlistar, skortur á starfsfólki, óásættanleg fjárlög og brotin loforð hafa leitt til þess að þolinmæði starfsfólks HTÍ er komið að þolmörkum. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands á samkvæmt lögum að huga að heyrnarheilsu og sérhæfðar talmeinaþjónustu heillar þjóðar. Biðlistar lengjast og nánast daglega er hringt á stöðina og kvartað yfir löngum biðtíma, lélegu aðgengi, slæmu ástandi húsnæðis og skorti á upplýsingum um stöðu viðkomandi á biðlista. Svona má lengi telja. Stofnuninni berast kvartanir frá bæði foreldrum og öðrum heilbrigðisstéttum vegna þess að 18 mánaða eftirlit barna sem grunur lék á að væru með málþroskaröskun var lagt niður. Ef grunur er um seinkaðan málþroska eða einhvers konar tjáskiptavanda fyrir þann aldur er ekki hægt að leita til neinnar stofnunnar eins og er. Þessa þjónustu þurfti stofnunin að leggja niður vegna fjárskorts. Heyrnarfræðingar eru allt of fáir miðað við þau gríðarstóru verkefni sem koma á borð til HTÍ. Sé farið eftir fjárhagsáætlun ríkisins væru þeir aðeins að sinna heyrnarmælingum og sölu á heyrnartækjum. Talmeinafræðingar eru einnig of fáir miðað við þau verkefni sem stofnuninni er ætlað að sinna. Skortur á heyrnarfræðingum og talmeinafræðingum kemur meðal annars niður á nauðsynlegri heildstæðri þjónustu við börn og ungmenni. Á meðan verið er að slökkva elda, forgangsraða og reyna að minnka biðlista verða önnur verkefni sem eru ekki síður mikilvæg eftir. Lögum samkvæmt ætti HTÍ að vera þekkingarsetur um heyrnarskerðingar og tal- og málmein. Kapphlaup fárra starfsmanna um að sinna þeim sem eru allra verst settir og sá tími sem ætlast er til að hálfu ríkisins um að afla frekari tekna með sölu heyrnartækja óásættanleg með öllu. Talmeinafræðingum og heyrnarfræðingum gefst ekki aðstaða, tími eða fjármagn til þess að fræða almenning eða fræða þá sem ætla sér að mennta sig við fyrrgreind fög. Tími til þess að sinna rannsóknum, kennslu, endurmenntun eða starfsþróun gefst ekki heldur. Ekki meðan ríkið krefst þess að sala heyrnartækja eigi að vera í forgangi fram yfir viðunandi heilbrigðisþjónustu. Raunstaðan er sú að okkar skjólstæðingar bíði í jafnvel einhver ár til þess að koma til okkar þar sem við biðlistar eru orðnir mjög langir. Á meðan er starfsemin áfram í húsnæði sem er allt of lítið og í afar slæmu ásigkomulagi sem takmarkar enn frekar tækifæri til þess að ráða til starfa fleira fagfólk. Til hefur staðið að flytja starfsemina í viðunandi húsnæði síðan 1989 en það hefur ekki gerst. Höfundar hafa tapað þeirri tölu hversu oft til hefur staðið að flytja því stofnunina. Þau loforð hafa jafn oft verið svikin eins og þau voru gefin. Skjólstæðingar Heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands eiga ekki að vera viðskiptavinir eða kúnnar. Þetta er fólk sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda. Er það virkilega svo að það eigi að bíða eftir því að við gefumst upp og sú þekking sem til er þurrkist endanlega út? Á Íslandi eru til Háls-, nef- og eyrnalæknar, talmeinafræðingar, heyrnarfræðingar, heyrnartæknar og kennsluráðgjafar. Þeirra sérþekking er önnur en sú veitt er á HTÍ. Þolinmæði starfsfólks HTÍ er á þrotum. Ösp Vilberg Baldursdóttir er talmeinafræðingur og Eva Albrechtsen er háls-, nef og eyrnalæknir með undirsérhæfingu í heyrnarfræðum
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun