Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. október 2024 16:03 Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun