Framtíðarkvíði er ekki gott veganesti Sigurður Páll Jónsson skrifar 4. október 2024 16:03 Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Páll Jónsson Miðflokkurinn Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt fer meira í taugarnar á mér en sú heimsendaspá sem borin er á borð af aðilum sem oft á tíðum er sama fólkið er kennir öðrum um óttastjórnmál. Þessir málsvarar sannleikans flytja síðan innblásnar ræður um áhyggjur sínar af kvíða og þunglyndi unga fólksins okkar. Þegar ég man fyrst eftir mér eftir 1960 var kalda stríðið og kjarnorku ógnin í hverjum fréttatíma auk átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er rúmum 15 árum eftir seinni heimsstyrjöldina. Ef maður heyrði í flugvél var fyrsta hugsun: Rússarnir örugglega komnir með kjarnorkusprengju til að bomba á okkur og þá var hlaupið heim og skriðið undir rúm. Veturnir voru svo kaldir með hafís landfastan fyrir vestan og norðan að á sumrin fór varla frost úr jörðu. Ég heyrði ömmu og afa minnast góðviðris ára með hlýjum sumrum á árunum um 1930. Það undur sem náttúruöflin bjóða uppá gerir mann smáan. Umgengni okkar við náttúruna er alls ekki í lagi á alltof mörgum sviðum. En ef maður spyr spurninga um þau áform sem ráðast á í til varnar náttúrunni og loftslaginu, er spurt á móti: ertu afneitunnarsinni? Í dag á tímum tækni og vísinda sem eru á miklum hraða auk upplýsinga þvert yfir hnöttinn á hraða ljóssins fer trúin á mátt æðri okkur mannfólkinu þverrandi. Ég hef spurt ungt fólk: Hvernig tekstu á við kvíðann? Oftar en ekki er svarið: Ég hætti að hlusta á fréttir. Hvernig getum við hvatt börnin okkar til dáða og fengið þau til að finna sig tilbúin til að hlakka til framtíðarinnar? Að hafa þak yfir höfuðið er okkur öllum nauðsynlegt og núna á tímum hárra vaxta og verðbólgu eru áhyggjur af því hvernig ungt fólk kemst í sitt eigið húsnæði með kaupum eða leigu. Þegar ég keypti mér fyrst íbúð var verðbólgan 87%. Einhvern veginn komst maður í gegnum þann tíma frá mánuði til mánaðar. Foreldrar mínir sögðu við mig þá 24 ára gamlan: Nú þarft þú að axla þín skinn sjálfur og bera ábyrgð á þínum fjármálum. Ískalt en þau stóðu samt við bakið á mér. Af hverju er ég að bera saman þessa ólíku tíma, þá og nú. Jú á góðum stað segir: það er ekkert nýtt undi sólinni. Ungt fólk í dag er ekkert ólíkt okkur þegar við vorum ung. Það þarf hvatningu og líka að finna til ábyrgðar sem eykur sjálfsvirðingu og sjálfstraust. Á dögunum var stofnuð ungliðahreyfing hjá Miðflokknum í suðvestur kjördæmi sem ber nafnið Freyfaxi. Þar er formaður Anton Sveinn McKee sundkappi ásamt öflugum einstaklingum. Í góðri grein sem Anton skrifaði á dögunum segir m.a: Í byrjun tekur maður skref sem virðast risavaxin en þegar lengra er komið og þú hefur öðlast nýtt sjónarhorn sérðu að þetta voru í raun hænuskref miðað við það sem þú ert að kljást við í dag. Þetta eru ágætis hvatningarorð til okkar allra. Varaþingmaður Miðflokksins í norðvestur kjördæmi.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun