Segir ráðherra neita að afhenda gögn um bókun 35 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. október 2024 06:56 Þórdís Kolbrún, Bergþór og Guðlaugur Þór. Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, segir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra hafa neitað skriflega að afhenda honum afrit af bréfum sem Guðlaugur Þór Þórðarson sendi ESA vegna bókunar 35. Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina. Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Frá þessu greinir Bergþór í aðsendri grein í Morgunblaðinu, þar sem hann segir Guðlaug Þór hafa mótmælt bókun 35 við eftirlitsstofnun EFTA í þremur bréfum þegar hann var utanríkisráðherra. Bókun 35 varðar eins og kunnugt er forgang laga og reglna sem innleidd eru á grundvelli EES-samningsins. Bergþór segir að í erindum Guðlaugs hafi núverandi fyrirkomulag verið sagt fullnægjandi, „enda ljóst að EES-samningurinn hefði aldrei verið samþykktur á sínum tíma hefði kröfunni um innleiðingu bókunar 35 verið haldið uppi þá – með þeim hætti sem nú er gert.“ Núverandi utanríkisráðherra hafi hins vegar neitað því að leyfa þingmönnum að sjá umrædd bréf. „Undirritaður hefur óskað eftir þeim en fengið skriflega neitun. Þingmenn eiga ekki að fá að sjá varnir og sjónarmið Íslands á liðnu kjörtímabili,“ segir Bergþór, sem hefur grein sína á að fullyrða að það sé helsta lokaverkefni Þórdísar á kjörtímabilinu að koma bókuninni í gegnum þingið. „Það stenst auðvitað enga skoðun að bréfin séu háð trúnaði, enda er ráðherrann búin að fella allar varnir Íslands í málinu nú þegar. Engar skýringar hafa fengist á þessum feluleik ráðherrans gagnvart Alþingi. Hún kýs að halda kjarnagögnum leyndum í málinu – gögnum sem varpa ljós á það af hverju Ísland ætti ekki að innleiða bókun 35. Vill ráðherrann kannski ekki djúpa og ígrundaða umræðu um þetta eina þingmál sitt?,“ spyr Bergþór. Þingflokkur Miðflokksins muni ekki „láta á sér standa“ í umræðum um bókunina.
Evrópusambandið Alþingi Miðflokkurinn Utanríkismál Bókun 35 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira