Er okur á leigumarkaði? Reynir Böðvarsson skrifar 10. október 2024 19:02 Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Reynir Böðvarsson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Leigjendur á Íslandi hafa glímt við alvarlegan húsnæðisvanda á síðustu árum, þar sem hækkanir á leiguverði hafa farið fram úr getu margra til að standa undir greiðslum. Veruleg skortur á leiguíbúðum hefur skapað mikla samkeppni á markaðnum, sem leiðir til hærra verðs og færri valkosta fyrir þá sem þurfa á leiguhúsnæði að halda. Þetta veldur því að leigjendur búa við óöryggi og óstöðugleika, þar sem það er erfitt að finna langtíma húsnæði á sanngjörnum kjörum. Það var einkum Sjálfstæðisflokkurinn sem stóð fyrir þeim kerfisbreytingum sem leiddu til niðurlagningar verkamannabústaðakerfisins og aukinnar markaðsvæðingar í húsnæðismálum. Flokkurinn lagði áherslu á frjálsan markað, minni þátttöku ríkisins í félagslegu húsnæði og aukna einkavæðingu. Undir forystu Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega á tíunda áratugnum, var tekin stefna í átt að því að færa húsnæðismarkaðinn meira í hendur einstaklinga og markaðsafla. Markmiðið var að einstaklingar keyptu frekar eigið húsnæði í stað þess að treysta á opinberar lausnir eins og verkamannabústaði. Framsóknarflokkurinn, sem var oftast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum á þessum tíma, studdi einnig þessar breytingar, þó með aðeins mildari áherslum á markaðsvæðingu. Hins vegar kom sú stefna um að Íbúðalánasjóður tæki við verkamannabústaðakerfinu frá báðum þessum flokkum. Ofan á allt þetta hefur innflutt vinnuafl hefur haft veruleg áhrif á húsnæðismarkaðinn og ekki sísta á vanda leigjenda. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni aukið eftirspurn eftir vinnuafli í ferðaþjónustu og byggingariðnaði en á sama tíma lítið gert til þess að mæta þörfum þessa vinnuafls meðal annars húsnæðisþörfum. Þetta hefur aukið álag á húsnæðismarkaðinn, sérstaklega á leigumarkaði, þar sem flestir innflytjendur þurfa á leiguíbúðum að halda þegar þeir koma til landsins. Þar sem framboð á húsnæði hefur ekki aukist í samræmi við þessa fjölgun, hefur þetta ýtt undir húsnæðisskort og hækkun leiguverðs út yfir allt velsæmi. Vissulega gagnrýndu Vinstri hreyfingin – grænt framboð og Samfylkingin þessa þróun lengi vel og lögðu meiri áherslu á félagslegt húsnæði og réttindi leigjenda. Þessir flokkar kölluðu eftir sterkari inngripum ríkisins til að tryggja stöðugleika á húsnæðismarkaðnum og bæta kjör leigjenda, meðal annars með því að byggja fleiri leiguíbúðir á félagslegum forsendum. Þessar sögulegu áherslur hjá þessum flokkum virðast þó hafa dvínað hin síðari ár og það er engu líkara en að markaðslausnir séu þar líka að verða vinsælli, svo ólíklegt sem það lætur þegar litið er til sögu systurflokks þeirra víðast hvar í Evrópu. Nýfrjálshyggjan er í þessum málaflokki eins og öðrum komin út í skurð, markaðurinn er ófær um að sinna öðrum en fjármagnseigendum og alls ekki neinum félagslegum þörfum í þjóðfélaginu. Það þarf sem fyrst að losa þjóðfélagið úr fjötrum nýfrjálshyggjunnar og byrja aftur að byggja mannvænlegt þjóðfélag á félagslegum grunni. Sósíalistaflokkurinn virðist vera eini flokkurinn á Íslandi sem ber hagsmuni leigjenda fyrir brjósti og sem er tilbúinn til að afla þeirra tekna sem til þarf með réttlátri skattlagningu. Til þess að svo geti orðið þurfa kjósendur í næstu Alþingiskosningum að tryggja gott fylgi við Sósíalistaflokkinn. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun