Mikið væri það ljúft Matthildur Björnsdóttir skrifar 11. október 2024 12:01 Mikið væri það ljúft ef trú Valdimars Víðissonar á að allir foreldar þekki börn sín það vel væri reynsla allra barna. Hann hlýtur að vera svo heppinn að koma frá foreldrum sem virkilega vildu eignast börn, og eiga innihaldsríkt samband við þau. Og það frá eigin sjálfsþekkingu og áhuga fyrir hver þau væru sem einstaklingar. En því miður var það ekki alltaf þannig, og er greinilega ekki heldur í dag. Fyrir daga getnaðarvarna komu oft fleiri börn inn í líf hjóna og líka einstaklinga sem skapaði ekki kringumstæður til slíks, né það viðhorf kennt foreldrum í skólum. Margar milljónir einstaklinga í heiminum hafa bara verið umborin af foreldrum sem sýndu engan áhuga fyrir hvað hrærðist í hugum og hjörtum barna sinna. Svo er á hreinu núna, að það er enn minni möguleiki á að foreldrar hafi þann tíma þegar dýrtíðin er orðin svo mikil. Hvort sem þau hafi virkilegan áhuga fyrir öllu um barn sitt eða ekki. Gæti sumum kannski fundist nóg að sjá um að gefa þeim að borða, klæða og hýsa. Síðan að fara með þau í ferðalög, ef þau hafi efni á slíku. Milljónir okkar sem fæddumst fyrir daga getnaðarvarna, misstum af að hafa þá sterku tengingu eða persónulegu tjáskipti við foreldra sem Valdimar talar um. Og vandræðin sem við lesum um í dag á blöðum um andlegt ástand unga fólksins, segir svo annarskonar sögu um það. Við sem fæddumst á þeim tímum, höfðum á hinn veginn ekki allar þær fjarlægu fjölmiðla raddir koma að okkur persónulega sem hafa orðið til á síðustu árum. Fjölmiðlar sem bjóða hverjum sem er, að segja hvað sem er við aðra á þeim. Það frá einstaklingum sem gusa óþverranum út úr sér til að ná einhverju sem þau vilja fá fram, en eru of langt í burtu til að hægt sé að verja sig almennilega til baka. Og án þess að þekkja þau sem velja þá slæmu hegðun. Þó að mörg okkar hafi upplifað munnlegar árásir á heimilum eða úti á götu, sem börn og unglingar og eldri. Það þá frá einstaklingum sem voru í kring um okkur og hentaði að haga sér þannig. Hvernig hvert barn höndlaði það, færi eftir ýmsu. En margir myndu hafa sent það í þöggunar bankann þarna inni. Það er ekki holllt fyrir kerfin, en var séð sem rétt þá. Einstaklingar sem þau hafa séð á þessum miðli. Sum ætla greinilega að vera með ótukt. En aðrir kannski ekki, og skilja ekki að þau séu að hafa mjög slæm áhrif inn í hugi viðtakenda. Það er of margt sem setur heilabú of margra þeirra úr jafnvægi. Sem væri af því að þau hafa ekki fengið þá innri uppbyggingu að hafa verðgildi sín og sjálfstraust uppbyggingu djúpt hið innra, til að skilgreina hismið frá kjarnanum frá því flæði. Og foreldrar hafa ekki tíma til að sjá um að koma í veg fyrir tjónið. Mörg okkar af fyrri kynslóðum lifðum við þöggun. Það að við áttum ekki að kvarta yfir slæmri meðferð. Og það hvort sem hún væri í slæmum orðum eða líkamlegu ofbeldi. Svo eins og áður er sagt, var þjóðarstefnan lítið hrifin af tilfinningasemi á þeim tímum. Ég fékk að heyra það frá tveim konum. Að ef fólk léti aðra sjá sig gráta í jarðarför voru þau aumingjar. Þau höfðu ekki staðið sig vel. Ég var og er aldrei sammála því, og veit að Alice A Bailey Guðspekingur sagði sannleikann um mikilvægi tilfinninga. Að þær séu mál sálarinnar. Svo er eðli sorgar svo margvíslegt eftir aldri og kringumstæðum þess að líf endi. Ættingjar eldri mannvera sem væru södd lífdaganna, væru kannski búin að smá vinna sorgina í gegn um það að mannveran varð veikari. Hvort sem það væri frá sjúkdóm eða elli. Þegar ótal önnur tilfelli væru þannig að það sé ekkert eðlilegra en að tárin streymi þegar sorgin og tilfinningarnar kerfin krefjast þess á þeim stað og stundu. Þöggun hefur annarskonar afleiðingar sem tekur langan tíma fyrir marga að fá safnið upp úr, sem fór inn í líkamann sem gömul atvik sem ekki hafði verið möguleiki til að tala um. Eða atvik sem þurftu táraflóð sem einstaklingurinn neyddist til að kyngja. Saga komu minnar í heiminn og afleiðingar slíkra tilfella sáu um að það sem á ensku er kallað „bonding“ tenging gerðist ekki. Lífsflæði sem eitthvað segir að öll börn fái eða eigi að fá að lifa með foreldrum. En var bara ekki nærri alltaf tilfellið með allar mannverur eða mannkyn. Það þarf svo margt til, að það dæmi sé eins fullkomið og ljúft og Valdimar virðist hafa notið, til að halda þessu fram um alla foreldra. Svo hvað vill Valdimar Víðisson að verði gert til að tryggja að allir foreldrar séu svona vel tengdir við allt um börnin sín. Að þau nái að hafa tíma til að vita allt um hug og tilfinningar þeirra frá því að þau fari að tala, og þangað til að þau flytji að heiman. Hvernig kæmi það inn í dæmi bjartsýninnar sem Valdimar sýnir. Það færi auðvitað heilmikið eftir því hvernig foreldrar vinna foreldrahlutverkið. Og hvort þau sinni því eins og Valdimar er bjartsýnn um að allir fái, sem er því miður ekki alltaf veruleikinn. Vonandi finnur hann leiðir til að orð hans eigi eftir að reynast sönn fyrir komandi kynslóðir. Og þá þarf ríkisstjórnin að vera með honum í liði að sjá um foreldrar nái að hafa þann tíma og færni sem þarf. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Sjá meira
Mikið væri það ljúft ef trú Valdimars Víðissonar á að allir foreldar þekki börn sín það vel væri reynsla allra barna. Hann hlýtur að vera svo heppinn að koma frá foreldrum sem virkilega vildu eignast börn, og eiga innihaldsríkt samband við þau. Og það frá eigin sjálfsþekkingu og áhuga fyrir hver þau væru sem einstaklingar. En því miður var það ekki alltaf þannig, og er greinilega ekki heldur í dag. Fyrir daga getnaðarvarna komu oft fleiri börn inn í líf hjóna og líka einstaklinga sem skapaði ekki kringumstæður til slíks, né það viðhorf kennt foreldrum í skólum. Margar milljónir einstaklinga í heiminum hafa bara verið umborin af foreldrum sem sýndu engan áhuga fyrir hvað hrærðist í hugum og hjörtum barna sinna. Svo er á hreinu núna, að það er enn minni möguleiki á að foreldrar hafi þann tíma þegar dýrtíðin er orðin svo mikil. Hvort sem þau hafi virkilegan áhuga fyrir öllu um barn sitt eða ekki. Gæti sumum kannski fundist nóg að sjá um að gefa þeim að borða, klæða og hýsa. Síðan að fara með þau í ferðalög, ef þau hafi efni á slíku. Milljónir okkar sem fæddumst fyrir daga getnaðarvarna, misstum af að hafa þá sterku tengingu eða persónulegu tjáskipti við foreldra sem Valdimar talar um. Og vandræðin sem við lesum um í dag á blöðum um andlegt ástand unga fólksins, segir svo annarskonar sögu um það. Við sem fæddumst á þeim tímum, höfðum á hinn veginn ekki allar þær fjarlægu fjölmiðla raddir koma að okkur persónulega sem hafa orðið til á síðustu árum. Fjölmiðlar sem bjóða hverjum sem er, að segja hvað sem er við aðra á þeim. Það frá einstaklingum sem gusa óþverranum út úr sér til að ná einhverju sem þau vilja fá fram, en eru of langt í burtu til að hægt sé að verja sig almennilega til baka. Og án þess að þekkja þau sem velja þá slæmu hegðun. Þó að mörg okkar hafi upplifað munnlegar árásir á heimilum eða úti á götu, sem börn og unglingar og eldri. Það þá frá einstaklingum sem voru í kring um okkur og hentaði að haga sér þannig. Hvernig hvert barn höndlaði það, færi eftir ýmsu. En margir myndu hafa sent það í þöggunar bankann þarna inni. Það er ekki holllt fyrir kerfin, en var séð sem rétt þá. Einstaklingar sem þau hafa séð á þessum miðli. Sum ætla greinilega að vera með ótukt. En aðrir kannski ekki, og skilja ekki að þau séu að hafa mjög slæm áhrif inn í hugi viðtakenda. Það er of margt sem setur heilabú of margra þeirra úr jafnvægi. Sem væri af því að þau hafa ekki fengið þá innri uppbyggingu að hafa verðgildi sín og sjálfstraust uppbyggingu djúpt hið innra, til að skilgreina hismið frá kjarnanum frá því flæði. Og foreldrar hafa ekki tíma til að sjá um að koma í veg fyrir tjónið. Mörg okkar af fyrri kynslóðum lifðum við þöggun. Það að við áttum ekki að kvarta yfir slæmri meðferð. Og það hvort sem hún væri í slæmum orðum eða líkamlegu ofbeldi. Svo eins og áður er sagt, var þjóðarstefnan lítið hrifin af tilfinningasemi á þeim tímum. Ég fékk að heyra það frá tveim konum. Að ef fólk léti aðra sjá sig gráta í jarðarför voru þau aumingjar. Þau höfðu ekki staðið sig vel. Ég var og er aldrei sammála því, og veit að Alice A Bailey Guðspekingur sagði sannleikann um mikilvægi tilfinninga. Að þær séu mál sálarinnar. Svo er eðli sorgar svo margvíslegt eftir aldri og kringumstæðum þess að líf endi. Ættingjar eldri mannvera sem væru södd lífdaganna, væru kannski búin að smá vinna sorgina í gegn um það að mannveran varð veikari. Hvort sem það væri frá sjúkdóm eða elli. Þegar ótal önnur tilfelli væru þannig að það sé ekkert eðlilegra en að tárin streymi þegar sorgin og tilfinningarnar kerfin krefjast þess á þeim stað og stundu. Þöggun hefur annarskonar afleiðingar sem tekur langan tíma fyrir marga að fá safnið upp úr, sem fór inn í líkamann sem gömul atvik sem ekki hafði verið möguleiki til að tala um. Eða atvik sem þurftu táraflóð sem einstaklingurinn neyddist til að kyngja. Saga komu minnar í heiminn og afleiðingar slíkra tilfella sáu um að það sem á ensku er kallað „bonding“ tenging gerðist ekki. Lífsflæði sem eitthvað segir að öll börn fái eða eigi að fá að lifa með foreldrum. En var bara ekki nærri alltaf tilfellið með allar mannverur eða mannkyn. Það þarf svo margt til, að það dæmi sé eins fullkomið og ljúft og Valdimar virðist hafa notið, til að halda þessu fram um alla foreldra. Svo hvað vill Valdimar Víðisson að verði gert til að tryggja að allir foreldrar séu svona vel tengdir við allt um börnin sín. Að þau nái að hafa tíma til að vita allt um hug og tilfinningar þeirra frá því að þau fari að tala, og þangað til að þau flytji að heiman. Hvernig kæmi það inn í dæmi bjartsýninnar sem Valdimar sýnir. Það færi auðvitað heilmikið eftir því hvernig foreldrar vinna foreldrahlutverkið. Og hvort þau sinni því eins og Valdimar er bjartsýnn um að allir fái, sem er því miður ekki alltaf veruleikinn. Vonandi finnur hann leiðir til að orð hans eigi eftir að reynast sönn fyrir komandi kynslóðir. Og þá þarf ríkisstjórnin að vera með honum í liði að sjá um foreldrar nái að hafa þann tíma og færni sem þarf. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Ástralíu um langan tíma.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun