Rollubingó og hrútasýning á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 21:04 Dómararnir að störfum á hrútasýningunni, sem fór fram í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta. Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira