Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar 14. október 2024 12:47 Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun