Af hverju Miðflokkurinn? Davíð Bergmann skrifar 14. október 2024 12:47 Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Loksins varð til vettvangur fyrir fólk eins og mig sem hefur staðið uppi á coke-kassa og gargað upp í tómt hjómið: „Keisarinn er í engum fötum“. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er eini stjórnmálamaðurinn sem hefur talað um af alvöru og af festu um að hann ætli að taka slaginn við kerfið og ég veit það að honum er full alvara að gera það og þeir fundir sem ég hef setið með Miðflokknum og núna síðast á flokkráðsfundinum á Selfossi um liðna helgi var hamrað enn frekar á þessu. Þessu fagna ég svo innilega því ég trúi því að loksins sé að verða til jarðtenging á milli fólksins sem vinnur á gólfinu og þeirra sem hafa fjárveitingavaldið, að það verði ekki bara talað við fólkið sem situr í efsta hluta píramídans, sem vel að merkja er á hvolfi á meðan neðsti hluti hans vegar salt og er við það að ríða til falls. Núna verður honum snúið við loksins og undirstoðirnar verða styrktar ef Miðflokkurinn kemst til valda. Skortir skilning Mér hefur þótt skorta skilning á því að það sé hlustað á fólkið sem tekur slaginn alla daga og ef eitthvað alvarlegt gerist er stofnuð nefnd með fólki sem situr efst í öfuga pýramítanum, það er íslenska leiðin, og á innsoginu er sagt þetta er hræðilegt í nokkrar vikur, svo er málið gleymt og grafið þar til næsta hræðilega atvik gerist. Þetta hefur verið þannig í gegnum árin að risið er flott en kjallarinn er að grotna og molna. Undirstoðirnar eru að gefa sig, það þarf ekki nema að horfa til meðferðarheimilisins Stuðla í því samhengi þegar einn af æðstu yfirmönnum Barna- og fjölskyldustofu fyrir nokkrum vikum síðan sagði í fjölmiðlum að málaflokkurinn væri í skít og mig minnir í því sama viðtali hafi forstöðumaðurinn á Stuðlum sagt að það væri ótækt að hann vistaði tíu börn á neyðarvistun þegar hún tekur fimm einstaklinga. Við skulum ekki gleyma því að þetta gerðist ekki af sjálfu sér, ekkert verður til úr engu þegar það voru 3000 ungmenni á aldrinum 16–24 ára á höfuðborgarsvæðinu hvorki í skóla né í vinnu í desember 2022 samkvæmt forvarnarnefnd sem var skipuð af skrifstofu höfuðborgarsvæðisins. Stefnulaust ungmenni er hræðilegur veruleiki, þá er ég ekki hissa á að drengir séu farnir að bera á sér hnífa og að stærstu réttarhöld landsins hafi verið haldin í samkomusal í Grafarvogi vegna ofbeldisverka ungmenna, að skotárásum hafi fjölgað og að fangelsismálastjóri skuli tala um hömlulausa og erfiða unga einstaklinga í fangelsum landsins. Einhverra hluta vegna höfum við spólað í sama hjólfarinu svo áratugum skiptir og höfum ekki þorað að nálgast vandann með nýrri nálgun. Meira segja hefur dómsmálaráðherra ekki einu sinni svarað mér um beiðni um viðtal til að takast á við vanda ungra afbrotamanna síðan í apríl að fyrirmynd YOT eða „youth offending team“ sem gengur út á það að tengja orsök og afleiðingar afbrota? Þó svo að það sé löngu tímabært að byggja mannsæmandi fangelsi hér á landi þá er það ekki eina svarið við vanda ungra afbrotamanna og aðstandenda þeirra því við skulum ekki gleyma þeim og við eigum að koma fram af virðingu við fólk og það gerum við fyrst og fremst með fræðslu og góðri stoðþjónustu. Það þarf engum lögum að breyta, þetta rúmast innan 57. greinar alm. hegn. laga. Það þarf fyrst og fremst að skapa hefð og koma með nýja nálgun í málefnum ungra afbrotamanna. Loksins er að verða til talsamband Þetta er aðalástæðan fyrir því að ég kaus að gerast Miðflokksmaður. Loksins er að verða til talsamband við fólk sem er í snertingu við vandann og umgengst hann daglega, eins og í mínu tilfelli þar sem ég hef unnið niðri á gólfi í 30 ár í mínum málaflokki sem snýr að því að vinna með ungum einstaklingum sem hafa einhverra hluta vegna átt í erfiðleikum með að fóta sig í lífinu, hvort heldur vegna sértækra námserfiðleika, fjölskylduaðstæðna eða vegna veikinda. Þetta er alvöru skynsemishyggja. Hættum að skipa endalaust í nefndir og ráð, það þarf ekki að finna upp hjólið upp á nýtt, mannauðurinn og náttúran eru til staðar og það þarf engum lögum að breyta, bara hefjumst handa og sköpum nýja hefð. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun