Kolstad lagði Nærbø með fjögurra marka mun í dag, 29-25. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði fjögur mark og gaf tvær stoðsendingar. Sveinn Jóhannsson skoraði tvö mörk en fékk beint rautt spjald í síðari hálfleik. Fyrirliðinn Sigvaldi Björn Guðjónsson komst hins vegar ekki á blað.
Í Þýskalandi unnu lærisveinar Rúnars Sigtryggssonar hjá Leipzig góðan sjö marka sigur á Erlangen, 32-25. Viggó Kristjánsson var frábær í liði Leipzig með fimm mörk og jafn margar stoðsendingar. Að loknum sex umferðum er Leipzig í 8. sæti með átta stig.

Í Danmörku höfðu lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Fredericia betur gegn Ribe-Esbjerg á útivelli, lokatölur 26-31.
Hvorki Arnór Viðarsson né Einar Þorsteinn Ólafsson komust á blað í sigurliðinu. Elvar Ásgeirsson skoraði tvö mörk fyrir Ribe-Esbjerg en Ágúst Elí Björgvinsson náði ekki að verja skot á þeim tíma sem hann stóð vaktina í markinu.
Fredericia er í 3. sæti efstu deildar Danmerkur með 10 stig ásamt Álaborg sem er sæti ofar og Bjerringbro-Silkeborg sem er sæti neðar. GOG er á toppnum með 14 stig. Ribe-Esbjerg er í næstneðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig.