Er forsvaranlegt að kjósa Framsóknarflokkinn? Reynir Böðvarsson skrifar 21. október 2024 07:15 Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki sjálfur að kjósa Framsóknarflokkinn en hvet þá sem ekki geta hugsað sér að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata að gera það, sérstaklega ykkur í mínu kjördæmi, Suðurkjördæmi þar sem Halla Hrund Logadóttir skipar fyrsta sætið. Hugsið ykkur bara möguleikann á því að Halla Hrundi verði umhverfis- orku- og loftlagsráðherra í næstu ríkisstjórn, hvílík trygging það væri að skynsamlega verði farið með þessa málaflokka þar sem almannahagsmunir verða hafðir að leiðarljósi. Aldrei hefur mér dottið í hug að skrifa pistil til stuðnings Framsóknarflokknum en ég geri það nú, vegna þess að hæfari manneskju en Höllu Hrund er ekki hægt að hugsa sér í lagasmíð kringum okkar dýrmætu orkuauðlindir sem og umhverfis og loftlagsmál. Ég vil líka hrósa Sigurði Inga fyrir að láta eftir fyrsta sætið í kjördæminu til Höllu Hrundar, ég held að það sé einstakt drengskapar bragð í íslenskri stjórnmálasögu og á hann heiður skilið fyrir það. Þar setur hann hagsmuni flokksins og jafnvel þjóðarinnar ofar eigin hagsmunum. Við þekkjum öll Höllu Hrund úr kosningabaráttunni til embætti forseta í vor sem leið, og ég studdi hana heilshugar og hefði gjarnan séð hana sem Forseta Íslands. Ég vissi að ráðherra málaflokksins hafði áætlun um að leggja niður embætti orkumálastjóra og sameina ýmsar ríkisstofnanir, mig grunaði að hennar hreinskilni og ákveðni að halda með almannahag gagnvart ásælni auðmanna gæti hafa haft eitthvað með það að gera. Margir bentu þá á að embætti forseta gæti lítið aðhafst í þessum málaflokki annað en að setja umdeild lög í þjóðaratkvæðisgreiðslu og það er líklega rétt. Halla Hrund vill nýta þekkingu sína og reynslu til þess að hafa áhrif á hvernig þessum mikilvægu málum verður hagað í framtíðinni, að almannahagur verði leiðarljós en ekki græðgi auðmanna. Að hún velur að fara fram fyrir Framsóknarflokkinn var óvænt en líklega snjallt þar sem Framsóknarflokkurinn lendir nánast alltaf í ríkisstjórn hvernig sem kosningar fara, og líklegt að forysta flokksins láti ekki frá sér þetta tækifæri að færa fram einstaklega hæfa og réttsýna manneskju í stól umhverfis- orku- og loflagsráðherra. Halla Hrund skrifaði eftirfarandi í pistli sem birtist í Vísi í gær: „Það sem knýr mig til þátttöku á sviði stjórnmálanna eru auðlindamálin. Þar stöndum við á mikilvægum tímamótum, og ég tel það vera skyldu mína að leggja mitt af mörkum til að tryggja að auðlindir okkar séu nýttar á skynsaman og sanngjarnan hátt og að ábati þeirra renni til samfélagsins. Ég vil vera vakin og sofin yfir verðmætunum sem við eigum í einstakri náttúrunni og þeim ólíku nytjum sem hún gefur; fyrir komandi kynslóðir um ókomna tíð. Ég bið um stuðning ykkar til að geta unnið að þessum málum.” Þið sem eruð á kjörskrá í Suðurkjördæmi og getið ekki hugsað ykkur að kjósa Sósíalistaflokkinn eða Pírata hafið þarna góðan valkost. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun