Læstu sig á kvennasalerni í tvígang og neituðu að fara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. október 2024 17:58 Lögregla þurfti tvisvar að hafa afskipti af mönnunum sem í bæði skiptin höfðu kyrfilæst sig inni á kvennasalerni í miðborginni. Vísir/Vilhelm Tveir menn, sem hvorki halda heimili né hafa atvinnu, læstu sig inni á kvennasalerni verslunar í miðborginni í tvær klukkustundir og neituðu að fara þaðan þrátt fyrir beiðnir starfsmanna. Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
Lögreglumenn gerðu þeim að yfirgefa salernið og verslunina en innan við klukkustund síðar höfðu þeir læst sig inni á öðru salerni í sama hverfi. Þeir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem þeir verða vistaðir í fangaklefa þar til þeir "verða í ástandi til að sýsla með sjálfa sig" eins og það er orðar í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Annað sem skráð er í dagbók lögreglustöðvar eitt í dag var rán í apóteki í hverfi 105. Ræninginn var farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði en lögreglumenn komu auga á hann í miðborginni stuttu síðar og var hann handtekinn. Þá var einnig tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að sparka í ruslafötur og valda ónæði í verslunarmiðstöð í hverfi 104. Maðurinn var fjarlægður af vettvangi og á yfir höfði sér kæru vegna brots gegn lögreglusamþykkt Reykjavíkurborgar. Hálkan farin að gera vart við sig Lögreglan vekur líka athygli á því í dagbók sinni að næturfrostið sé farið að segja til sín og valda vandræðum. Hún hvetur ökumenn til að gæta sérstakrar varúðar í morgunumferðinni og aka eftir aðstæðum. „Eðli málsins samkvæmt er mjög mikilvægt fyrir ökumenn að hafa gott útsýni þegar þeir eru við akstur bifreiða og því þarf að skafa hélaðar rúður með fullnægjandi hætti áður en haldið er af stað. Þeir sem ekki gera það eiga í hættu á að fá sekt fyrir trassaskapinn svo ekki sé minnst á að skertu útsýni fylgir aukin hætta á því að valda umferðarslysi sem er vonandi eitthvað sem allir vilja forðast,“ kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Í dagbókinni er greint frá umferðarslysi í hverfi 101 í morgun þar sem þrjár bifreiðar voru skemmdar og ein dregin af vettvangi með dráttarbifreið en þar átti hálka á götunni mögulega þátt. Einnig var ekið á gangandi vegfaranda í hverfi 200 í morgun. Ungmenni slasaðist og var flutt á bráðamóttökuna til aðhlynningar. Ökumaður bifreiðarinnar var kærður fyrir að skafa ekki rúðurnar nægilega vel.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira