Ég er kennari og ég er stolt af því! Ragnheiður Stephensen skrifar 23. október 2024 22:02 Sú umræða sem er uppi núna um hve skólakerfið sé ómögulegt, að kennarar nenni ekki að kenna og séu alltaf veikir, árangur sé enginn o.fl. í þá áttina á sama tíma og sameinuð kennarastéttin reynir er ná fram í kjarasamningum að ríkið og sveitarfélög standi við gerðan samning, er mér hulin ráðgáta. Ég fagna efnislegri umræðu um menntamál, kosti og galla kerfisins og hvert við viljum stefna og hverju þurfi að breyta. En umræða þar sem farið er í manninn (í þessu tilfelli stéttina) en ekki málefnin finnst mér ekki vera fólki sæmandi. Svo virðist sem að ákveðnir aðilar sjái ofsjónum yfir því að kennarastéttin vogi sér að fara fram á það að staðið sé við gerða samninga og hún fái greidd jöfn laun á við það sem sérfræðingar með svipaða menntun fá á hinum almenna markaði. Kennarar eru nefnilega sérfræðingar ef þið vissuð það ekki. Samningurinn sem kennarastéttin er að fara fram á að sé efndur að fullu er samningurinn um jöfnun lífeyrisréttinda á milli markaða. Hann var undirritaður árið 2016. Sá samningur átti að jafna lífeyrisréttindi alls launafólks og rýrði þar með lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna sem fram að þeim tímapunkti var talin upp sem megin ástæðan fyrir launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Rýrnunin fólst í því að lífeyristökualdur hækkaði um tvö ár á opinbera markaðnum á meðan hann lækkaði um þrjú á hinum almenna markaði og ríkisábyrgð á opinberum lífeyrissjóðum féll niður. Eins fékk almenni markaðurinn auka 3% í mótframlag til að jafna % á hinum opinbera markaði. Með „jöfnun lífeyrisréttinda“ var stöðunni þannig snúið við, þ.e.a.s. opinberi markaðurinn safnar í rauninni minni lífeyrisréttindum í dag en sá almenni því hann er á lægri launum fyrir svipuð störf og menntun en almenni markaðurinn. Þessu áttuðu menn sig á þegar samningurinn var gerður og því var sett inn 7. greinin þar sem ríki og sveitafélög gáfu sér 6-10 ár til að jafna laun á milli markaða til að leiðrétta þennan halla. 8 árum síðar hefur ekkert gerst í þeim efnum hjá kennarastéttinni a.m.k. og bilið í raun aukist á þessu tímabili. Um þetta snúast kröfur kennara núna. Einfaldlega að staðið sé við gerðan samning. Ég er grunnskólakennari. Ég er stolt af starfinu mínu því ég veit að ég stend mig vel í því. Ég er svo heppin að ég vinn á vinnustað þar sem starfsandinn er góður og yfirmenn og starfsfólk ganga í takti og leggja sig fram við að búa til gott samfélag fyrir nemendur og starfsfólk. Ég valdi þetta starf af því að ég hafði áhuga á því að verða kennari. Ég hef gaman af samskiptum við nemendur og er umhugað um framgang þeirra í námi og á almennt í góðum samskiptum við þá, sem og forráðamenn þeirra. Ég hef kennt á öllum stigum grunnskólans og þekki því öll stigin vel. Ég byrjaði að kenna í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, sem er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk, haustið 1995 en frá því í janúar 2013 hef ég kennt í Garðaskóla í Garðabæ sem er stærsti unglingaskóli landsins með um 640 nemendur og kenni ég þar stærðfræði og tækni, forritun og hönnun. Ég hef mikinn metnað fyrir starfinu mínu og þar kemur keppnisskapið oft að góðum notum. Ég reyni alltaf að sinna minni vinnu vel og læt mig alla nemendur varða sem ég kenni. Þeir eru um 140 talsins á hverju ári, þó ég sé aðeins umsjónarkennari hluta þeirra (u.þ.b. 23 nemenda að meðaltali á ári). Ég kenni mörgum mismunandi hópum sem allir hafa sinn sjarma og eru hópastærðirnar frá því að vera 6 manns upp í það að vera 40 nemendur í hóp, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Ég er einnig mjög áhugasöm um skólaþróun og brenn fyrir betri umhverfismenningu og eiginlega reyni ég að vera eins innvikluð í starfið eins og ég mögulega get og hef tíma fyrir. Að sinna starfinu eins vel og ég vildi er stundum ansi flókið því ég er líka einstætt foreldri, þó sonur minn teljist ekki lengur í augum hins opinbera vera barn heldur ungur maður í háskólanámi. Sem einstætt foreldri hef ég í gegnum tíðina átt erfitt með að ná endum saman en síðan ég fór að kenna í Garðaskóla hef ég haft tækifæri á að vinna mikla yfirvinnu sem er fáheyrt hjá okkar stétt. Það er næstum aðeins hægt í unglingaskólum. Flest sveitarfélög leggja sig fram við að banna yfirvinnu kennara sem ég skil ekki því það er að mörgu leyti hagstæðara fyrir sveitafélögin. Sem betur fer er það ekki staðan í Garðabæ því annars væri ég líklega ekki lengur í þessu starfi sem mér þætti miður. Það að geta unnið yfirvinnu hefur gert mér kleift að hafa sómasamleg laun, enda er ég að vinna 140% starf. Það að vinna 140% starf er samt ekki heilbrigt heldur. Streitan er allt of mikil þegar ég reyni að halda öllu boltum á lofti og eru blóðþrýstingslyfin sem ég tek mögulega merki um það. Ég vinn óhóflega langan vinnudag á meðan skólaárið er í gangi og eiginlega alltaf a.m.k. einn dag um helgi líka, enda er ég í 140% starfi. Mig langar oft að kafa dýpra í vinnuna mína og gefa ákveðnum málum lengri tíma og athygli en það er bara ekki hægt ef ég á að ná að sinna öllu sómasamlega. Þetta álag hefur líka gert það að verkum að sonur minn getur t.d. ekki hugsað sér kennslu sem ævistarf og er það ekki af því að hann heldur að starfið sé ekki gefandi og skemmtilegt heldur getur hann ekki hugsað sér að vinna svona mikið til að hafa í sig og á. Þetta þykir mér afar leiðinlegt því ég veit að hann yrði flottur kennari. Ef ég væri spurð hverju ég vildi breyta í mínu starfi þá væri ég fljót að svara: ·Ég vildi getað minnkað við mig vinnu, en samt fengið sömu laun og ég er með núna. Þó það væri ekki nema niður í 120% þá myndi það samt muna miklu fyrir mig. Ég held ég yrði ennþá betri kennari fyrir vikið og þar með dýrmætari starfsmaður. ·Eins myndi ég gjarnan vilja efla námsefnisgerð því þar höfum við Íslendingar algjörlega misst boltann sem skapar mikið álag á starfið. En það er efni í aðra grein og því ræði ég það ekki frekar hér. Þetta er í rauninni einfalt. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar. Af hverju á stéttin ekki rétt á sömu launum og háskólamenntaðir sérfræðingar með svipaða menntun á hinum almenna markaði? Vill fólk ekki að þeir sem hafa bæði áhuga og hæfileika í starfið velji starfið sem sitt ævistarf og mennti sig til þess? Ég hefði haldið að fólk vildi einmitt hafa þannig fólk með börnunum sínum allan daginn. Ég held nefnilega að við missum fullt af fólki af þessum sökum sem hefðu getað orðið frábærir kennarar. Fólk sem einfaldlega menntar sig ekki í þessa átt af því að starfið er ekki metið að verðleikum. Ég veit að skólakerfið er dýrt. Það er það sama með heilbrigðiskerfið og vegakerfið. Öll kerfi á Íslandi eru dýr enda erum við smáþjóð. Það er dýrt að vera smáþjóð. Hér eru fáir skólar nógu stórir til að teljast hagstæðar rekstrareiningar. Smæð þjóðarinnar og allir litlu dreifbýliskjarnarnir munu alltaf valda því að reksturinn er ekki eins hagstæður og hjá hinum stóru þjóðum sem við erum að bera okkur saman við. En þannig er það bara og þá verðum við að viðurkenna það. Við sem þjóð þurfum núna að ákveða hvort við viljum tryggja börnum framtíðarinnar góða og vel menntaða kennara. Fjárfestum í kennurum og stöndum við gerða samninga! Höfundur er grunnskólakennari og trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Garðabær Ragnheiður Stephensen Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Sú umræða sem er uppi núna um hve skólakerfið sé ómögulegt, að kennarar nenni ekki að kenna og séu alltaf veikir, árangur sé enginn o.fl. í þá áttina á sama tíma og sameinuð kennarastéttin reynir er ná fram í kjarasamningum að ríkið og sveitarfélög standi við gerðan samning, er mér hulin ráðgáta. Ég fagna efnislegri umræðu um menntamál, kosti og galla kerfisins og hvert við viljum stefna og hverju þurfi að breyta. En umræða þar sem farið er í manninn (í þessu tilfelli stéttina) en ekki málefnin finnst mér ekki vera fólki sæmandi. Svo virðist sem að ákveðnir aðilar sjái ofsjónum yfir því að kennarastéttin vogi sér að fara fram á það að staðið sé við gerða samninga og hún fái greidd jöfn laun á við það sem sérfræðingar með svipaða menntun fá á hinum almenna markaði. Kennarar eru nefnilega sérfræðingar ef þið vissuð það ekki. Samningurinn sem kennarastéttin er að fara fram á að sé efndur að fullu er samningurinn um jöfnun lífeyrisréttinda á milli markaða. Hann var undirritaður árið 2016. Sá samningur átti að jafna lífeyrisréttindi alls launafólks og rýrði þar með lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna sem fram að þeim tímapunkti var talin upp sem megin ástæðan fyrir launamun á milli opinbera og almenna markaðarins. Rýrnunin fólst í því að lífeyristökualdur hækkaði um tvö ár á opinbera markaðnum á meðan hann lækkaði um þrjú á hinum almenna markaði og ríkisábyrgð á opinberum lífeyrissjóðum féll niður. Eins fékk almenni markaðurinn auka 3% í mótframlag til að jafna % á hinum opinbera markaði. Með „jöfnun lífeyrisréttinda“ var stöðunni þannig snúið við, þ.e.a.s. opinberi markaðurinn safnar í rauninni minni lífeyrisréttindum í dag en sá almenni því hann er á lægri launum fyrir svipuð störf og menntun en almenni markaðurinn. Þessu áttuðu menn sig á þegar samningurinn var gerður og því var sett inn 7. greinin þar sem ríki og sveitafélög gáfu sér 6-10 ár til að jafna laun á milli markaða til að leiðrétta þennan halla. 8 árum síðar hefur ekkert gerst í þeim efnum hjá kennarastéttinni a.m.k. og bilið í raun aukist á þessu tímabili. Um þetta snúast kröfur kennara núna. Einfaldlega að staðið sé við gerðan samning. Ég er grunnskólakennari. Ég er stolt af starfinu mínu því ég veit að ég stend mig vel í því. Ég er svo heppin að ég vinn á vinnustað þar sem starfsandinn er góður og yfirmenn og starfsfólk ganga í takti og leggja sig fram við að búa til gott samfélag fyrir nemendur og starfsfólk. Ég valdi þetta starf af því að ég hafði áhuga á því að verða kennari. Ég hef gaman af samskiptum við nemendur og er umhugað um framgang þeirra í námi og á almennt í góðum samskiptum við þá, sem og forráðamenn þeirra. Ég hef kennt á öllum stigum grunnskólans og þekki því öll stigin vel. Ég byrjaði að kenna í Hofsstaðaskóla í Garðabæ, sem er grunnskóli fyrir 1.-7. bekk, haustið 1995 en frá því í janúar 2013 hef ég kennt í Garðaskóla í Garðabæ sem er stærsti unglingaskóli landsins með um 640 nemendur og kenni ég þar stærðfræði og tækni, forritun og hönnun. Ég hef mikinn metnað fyrir starfinu mínu og þar kemur keppnisskapið oft að góðum notum. Ég reyni alltaf að sinna minni vinnu vel og læt mig alla nemendur varða sem ég kenni. Þeir eru um 140 talsins á hverju ári, þó ég sé aðeins umsjónarkennari hluta þeirra (u.þ.b. 23 nemenda að meðaltali á ári). Ég kenni mörgum mismunandi hópum sem allir hafa sinn sjarma og eru hópastærðirnar frá því að vera 6 manns upp í það að vera 40 nemendur í hóp, allt eftir því hvað hentar hverju sinni. Ég er einnig mjög áhugasöm um skólaþróun og brenn fyrir betri umhverfismenningu og eiginlega reyni ég að vera eins innvikluð í starfið eins og ég mögulega get og hef tíma fyrir. Að sinna starfinu eins vel og ég vildi er stundum ansi flókið því ég er líka einstætt foreldri, þó sonur minn teljist ekki lengur í augum hins opinbera vera barn heldur ungur maður í háskólanámi. Sem einstætt foreldri hef ég í gegnum tíðina átt erfitt með að ná endum saman en síðan ég fór að kenna í Garðaskóla hef ég haft tækifæri á að vinna mikla yfirvinnu sem er fáheyrt hjá okkar stétt. Það er næstum aðeins hægt í unglingaskólum. Flest sveitarfélög leggja sig fram við að banna yfirvinnu kennara sem ég skil ekki því það er að mörgu leyti hagstæðara fyrir sveitafélögin. Sem betur fer er það ekki staðan í Garðabæ því annars væri ég líklega ekki lengur í þessu starfi sem mér þætti miður. Það að geta unnið yfirvinnu hefur gert mér kleift að hafa sómasamleg laun, enda er ég að vinna 140% starf. Það að vinna 140% starf er samt ekki heilbrigt heldur. Streitan er allt of mikil þegar ég reyni að halda öllu boltum á lofti og eru blóðþrýstingslyfin sem ég tek mögulega merki um það. Ég vinn óhóflega langan vinnudag á meðan skólaárið er í gangi og eiginlega alltaf a.m.k. einn dag um helgi líka, enda er ég í 140% starfi. Mig langar oft að kafa dýpra í vinnuna mína og gefa ákveðnum málum lengri tíma og athygli en það er bara ekki hægt ef ég á að ná að sinna öllu sómasamlega. Þetta álag hefur líka gert það að verkum að sonur minn getur t.d. ekki hugsað sér kennslu sem ævistarf og er það ekki af því að hann heldur að starfið sé ekki gefandi og skemmtilegt heldur getur hann ekki hugsað sér að vinna svona mikið til að hafa í sig og á. Þetta þykir mér afar leiðinlegt því ég veit að hann yrði flottur kennari. Ef ég væri spurð hverju ég vildi breyta í mínu starfi þá væri ég fljót að svara: ·Ég vildi getað minnkað við mig vinnu, en samt fengið sömu laun og ég er með núna. Þó það væri ekki nema niður í 120% þá myndi það samt muna miklu fyrir mig. Ég held ég yrði ennþá betri kennari fyrir vikið og þar með dýrmætari starfsmaður. ·Eins myndi ég gjarnan vilja efla námsefnisgerð því þar höfum við Íslendingar algjörlega misst boltann sem skapar mikið álag á starfið. En það er efni í aðra grein og því ræði ég það ekki frekar hér. Þetta er í rauninni einfalt. Kennarar eru háskólamenntaðir sérfræðingar. Af hverju á stéttin ekki rétt á sömu launum og háskólamenntaðir sérfræðingar með svipaða menntun á hinum almenna markaði? Vill fólk ekki að þeir sem hafa bæði áhuga og hæfileika í starfið velji starfið sem sitt ævistarf og mennti sig til þess? Ég hefði haldið að fólk vildi einmitt hafa þannig fólk með börnunum sínum allan daginn. Ég held nefnilega að við missum fullt af fólki af þessum sökum sem hefðu getað orðið frábærir kennarar. Fólk sem einfaldlega menntar sig ekki í þessa átt af því að starfið er ekki metið að verðleikum. Ég veit að skólakerfið er dýrt. Það er það sama með heilbrigðiskerfið og vegakerfið. Öll kerfi á Íslandi eru dýr enda erum við smáþjóð. Það er dýrt að vera smáþjóð. Hér eru fáir skólar nógu stórir til að teljast hagstæðar rekstrareiningar. Smæð þjóðarinnar og allir litlu dreifbýliskjarnarnir munu alltaf valda því að reksturinn er ekki eins hagstæður og hjá hinum stóru þjóðum sem við erum að bera okkur saman við. En þannig er það bara og þá verðum við að viðurkenna það. Við sem þjóð þurfum núna að ákveða hvort við viljum tryggja börnum framtíðarinnar góða og vel menntaða kennara. Fjárfestum í kennurum og stöndum við gerða samninga! Höfundur er grunnskólakennari og trúnaðarmaður kennara í Garðaskóla í Garðabæ.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar