Sonurinn áður stungið föður sinn í bakið Jón Þór Stefánsson skrifar 24. október 2024 22:23 Móðirin var úrskurðuð látin á vettvangi í íbúð í fjölbýlishúss í Breiðholti. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri sem var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður á sögu um ofbeldi í garð foreldra sinna. Hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að stinga föður sinn í bakið árið 2006 en var sýknaður vegna ósakhæfis. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær vegna málsins og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan, sem er tæplega sjötug samkvæmt heimildum fréttastofu, var úrskurðuð látin á vettvangi, í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að karlmaður sem var handtekinn í nótt væri sonur konunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu á hann sögu af ofbeldi gagnvart foreldrum sínum en þegar hann var liðlega tvítugur stakk hann föður sinn í bakið með hníf. Stakk föðurinn á „hápunkti reiðinnar“ Sonurinn var í helgarleyfi frá Kleppi árið 2006 þegar faðir hans veitti því athygli að sonur hans væri hugsanlega á fíkniefnum eða undir áhrifum áfengis. Fyrir dómi sagði faðirinn að hann hafi ætlað að hringja í móðurina og spyrja hvort hún hefði orðið einhvers vör, en sonurinn hafi viljað fá símann og elt föðurinn um heimili hans. Þeir hafi tekist á inni í svefnherbergi og faðirinn dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Honum hafi tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Faðirinn sagði jafnframt fyrir dómi að sonurinn hefði áður ógnað með hnífum og verið ofbeldisfullur í garð móður sinnar og elt hana með hnífa á lofti. Hún hafi alltaf komist undan, en einu sinni hafi hann skorið gat á kjólinn hennar. Sonurinn játaði háttsemina fyrir dómi. Hann sagði föður sinn hafa kallað sig fífl og hálfvita og við það hafi hann reiðst. Á „hápunkti reiðinnar“ hafi hann hlaupið inn í eldhús, náð í hníf og reynt að stinga föðurinn í magann, en hann hafi snúið sér við og hnífurinn endað í bakinu. Tilviljun réð því að faðirinn komst lífs af Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum og því var hann metinn ósakhæfur. Í dómnum var vísað til framburðar geðlæknis og langvarandi alvarleg geðræn veikindi mannsins, sem og fíknivanda hans. Hann var því sýknaður, en var þrátt fyrir það gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Einnig var honum gert að greiða föður sínum 400 þúsund krónur í miskabætur þar sem árásin hafi verið „hrottafengin og tilefnislaus”. Tilviljun hafi ráðið því að faðirinn komst lífs af, sagði í dómnum. Nær ólýsanlegar hremmingar Fjallað var um máls hans í DV árið 2006, en þar sagði að foreldrar mannsins hefðu þurft að ganga í gegnum nær ólýsanlegra hremmingar vegna veikinda sonar síns. „Þeir eiga ekki orð yfir það sem hann er,“ var haft eftir móður hans. Hann hafi veikst um tólf ára aldur og ástand hans heltekið fjölskylduna. Hún sagði föðurinn hafa náð sér og að þau hefðu fyrirgefið honum. Karlmaðurinn, sem er 39 ára, var úrskurðaður í rúmlega vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Lögreglumál Reykjavík Grunaður um að hafa banað móður sinni Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Sjá meira