Þau eru við, við erum þau Arnar Eggert Thoroddsen skrifar 28. október 2024 07:00 Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Ódæðið á Gaza heldur áfram, dag eftir dag, og aldrei hefur verið jafn auðvelt að sjá og greina nákvæmlega það sem í gangi er. Ég – eins og fleiri (en ekki nógu margir) – fylgist með í gegnum nokkra Instagram-reikninga og allt blasir þetta við. Morðin, óskapnaðurinn, bjargarleysið, eyðileggingin. Rúmlega 40.000 manns í valnum, 100.000 særðir. Setið er um Norður-Gaza þegar þetta er skrifað þar sem húsnæði eru teppasprengd og fólk myrt í unnvörpum. Fólk er rekið af svæðinu, fjölskyldum sundrað. Sjúkrahús eru sérstök skotmörk, einnig sjúkra- og slökkviliðsbílar. Heilbrigðis- sem fréttafólki er meinaður aðgangur að svæðinu. Fólk í leit að mat er skotið á færi. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og Rauða krossins eru myrtir blygðunarlaust. Hjálpargögn eru stöðvuð á landamærunum. Allar ályktanir alþjóðastofnanna eru hunsaðar. Mannréttindi eru þver- og mölbrotin, hægri vinstri. Ég er ekki bara að lýsa yfirstandandi atburðarás í Norður-Gaza, svona er þetta búið að vera síðasta árið og lengur reyndar. Aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, sagðist í gær (27. október) vera í áfalli yfir því „hástigi hörmunga“ sem einkennir nú Norður-Gaza. Þessi grimmilega uppræting á heillri þjóð sem býr yfir afar takmörkuðum bjargráðum til að verja sig, uppræting sem er studd með ráðum og dáð af öflugasta herveldi heims. Um 17.000 börn hafa verið drepin í Gaza síðasta árið. Hærri tala hefur ekki komið fram á heimsvísu í meira en tuttugu ár. Það er merkilegt hvernig þessar aðgerðir eru síðan klæddar upp sem eitthvað annað en þær eru, bæði af Ísrael og Bandaríkjunum. Nauðvörn? Segðu mér annan! Þjóðarmorð er þetta og þjóðarmorð skal þetta heita því að það sem fer fram þarna tikkar í öll box lagalegrar skilgreiningar S.Þ. frá 1948. Um leið fyllir það mann hreinlega skelfingu að S.Þ. er sem lamað í þessu tiltekna máli. Bandaríkin eru sem ofbeldisfullur heimilisfaðir, með heiminn í heljargreipum, og fara fram eins og þeim hentar. Og skilgreinir eins og þeim hentar. Þetta er ógeðslegt, allt saman. Stundum hef ég reynt að ímynda mér að fólkið á Gaza hljóti bara að vera aðeins öðruvísi en við. Það þoli aðeins meira en við. Þetta er „langt í burtu“ og þess vegna hlýtur þetta bara að vera aðeins öðruvísi. Er það ekki? Þetta bara „verður“ að vera öðruvísi en hér. Því að það getur ekki verið að þessi börn sem þarna eru drepin séu alveg eins og mínar dætur. Það hreinlega má ekki vera þannig, því að hugsunin um slíkt er mér/okkur hreinlega um megn. Svo horfir maður á myndböndin og sér myndirnar. Þetta eru sömu svipirnir, sami óttinn, sama úrræðaleysið. Sama holdið og sama blóðið. Angistin í augum feðranna og mæðranna er nákvæmlega sú sama og sé í fólkinu mínu. Þau eru við. Við erum þau. Höfundur er félags- og tónlistarfræðingur.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun