„Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. október 2024 13:58 Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, í Smiðju í dag. Vísir/Vilhelm Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist ekki geta gert þá kröfu að fólk sem flúið hefur landið vegna innrásar Rússlands snúi aftur til þess að aðstoða í baráttunni. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Selenskí hélt í Smiðju, skrifstofubyggingu Alþingis, í dag. Selenskí er staddur á landinu vegna þings Norðurlandaráðs sem nú fer fram. Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, spurði Selenskí þar hvort hann myndi vilja að hluti þeirra Úkraínumanna sem flúð hafa landið myndu snúa til baka, til þess að hjálpa til í baráttunni við innrásarher Rússlands. Sameinuðu þjóðirnar áætla að íbúum í Úkraínu hafi fækkað um tíu milljónir frá því stríðið hófst, þann 24. október 2022. Getur sent hávær skilaboð „Við getum ekki þrýst á fólk að koma til baka,“ sagði Selenskí. „Ég get sent hávær skilaboð til Úkraínumanna utan landsteinana um að koma til að starfa í varnargeiranum, aðstoða hermenn okkar og borga skatta. Það get ég gert, og með ánægju. Auðvitað þurfum við aðstoð þeirra, en ekki allra.“ Selenskí benti á að stór hluti þeirra sem flúið hefðu væru gamalmenni eða fólk sem hefði misst heimili sín. „Ég vil ekki þrýsta á þetta fólk, því ef það kemur til baka mun það ekki hjálpa. Það getur það ekki.“ Börnin séu hetjur Selenskí sagði það sama gilda um börn og fjölskyldur þeirra. Hann sagði börn í Úkraínu nú sum ganga í skóla neðanjarðar vegna stríðsátakanna, og sagði þau hetjur. „En ég get ekki þrýst á að fjölskyldur með börn komi til baka. Stríðið gaf fólki margar ástæður til að fara, og þær voru ekki komnar til af góðu. Þess vegna get ég ekki þrýst á þau að koma til baka.“ Hann benti á að margar fjölskyldur utan Úkraínu hefðu misst fjölskyldufeður, sem hefðu orðið eftir í Úkraínu til að berjast á vígvellinum. „Það er synd, og ég sendi þeim samúðarkveðjur mínar. En það eru margar fjölskyldur þarna úti hverrar fjölskyldufeður hefur verið drepinn af Rússum. Þeir björguðu landinu okkar, það er satt. Börnin þeirra munu ekki gleyma þeim, og það gerum við ekki heldur. En sjáið til, þarna eru mismunandi aðstæður, mismunandi fjölskyldur, mismunandi ástæður.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Tengdar fréttir Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06 Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18 Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Fleiri fréttir Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Sjá meira
Selenskíj og Halla ræða saman á Bessastöðum Volodýmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, mætti til fundar við Höllu Tómasdóttur, forseta, á Bessastöðum á níunda tímanum í morgun. Úkraínski forsetinn ávarpar þing Norðurlandaráðs síðar í dag. 29. október 2024 09:06
Svona var dagur Selenskíjs á Íslandi Forseti Úkraínu, fundaði með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í dag á Þingvöllum. Stuttu síðar funduðu þeir tveir með forsætisráðherrum Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og Finnlands, sem staddir eru hér á landi vegna þings Norðurlandaráðs. Á blaðamannafundi Selenskíj og ráðamanna þakkaði hann fyrir stuðning Norðurlanda við Úkraínu. 28. október 2024 20:18