Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 23:45 Þann 29. október sýndi RÚV Kveiksþátt um dánaraðstoð, sem vakti viðbrögð úr heilbrigðisstéttum. Fyrst má nefna viðtal við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélagsins, í Speglinum. Þá var einnig rætt við Katrínu Eddu Snjólaugsdóttur, sérfræðing í líknandi hjúkrunarmeðferð, í þættinum Samfélagið. Ég vil bregðast við nokkrum mikilvægum atriðum í málflutningi þeirra. Steinunn lýsir áhyggjum af því að ef dánaraðstoð verði leyfð verði ekki aftur snúið, sem getur leitt til þess að allskonar hópar fái aðgengi að dánaraðstoð. Hún nefnir meðal annars fólk með heilabilun, börn, fólk með geðræn vandamál og einstaklinga með einhverfu. Einnig fullyrðir hún að lögleiðing dánaraðstoðar geti leitt til víðtækrar misnotkunar og stjórnleysis. Sjálfsákvörðunarrétturinn Þegar rétturinn til sjálfsákvörðunar er virtur með því að leyfa fólki að ráða eigin lífslokum, er í raun verið að styrkja mannréttindi. Því er eðlilegt að ekki verði aftur snúið þegar slíkur réttur hefur verið innleiddur. Í löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru í gildi ströng skilyrði og ýmsar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun. Lögin krefjast þess að beiðni um dánaraðstoð sé sjálfviljug og án þrýstings frá öðrum. Enginn annar en einstaklingurinn sjálfur getur óskað eftir dánaraðstoð. Hann þarf að vera hæfur til að slíka ákvörðun og fleiri en einn læknir þarf að leggja mat á líkamlegt og andlegt ástand hans. Rannsóknir frá löndum eins og Belgíu, Hollandi og Kanada sýna engin merki um misnotkun eða þvingun og staðfesta að dánaraðstoð er framkvæmd með virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins. Það munu bara allir fá dánaraðstoð! Undirritaður birti grein 1. október síðastliðinn þar sem fjallað var um þá hópa sem áhyggjurnar beinast að í umræðunni um dánaraðstoð. Í hollensku lögunum er sérstök áhersla lögð á réttindi viðkvæmra hópa eins og fatlaðra og aldraðra. Í lögunum er skýrt tekið fram að dánaraðstoð er einungis veitt þegar einstaklingurinn hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum eða öðrum. Í Kanada eiga einstaklingar með geðræn vandamál þess ekki kost að fá dánaraðstoð þar sem þingið hefur ályktað að geðsjúkdómar séu ekki sjúkdómur í sama skilningi og líkamlegir sjúkdómar. Þessi ákvörðun hefur verið umdeild og er nú fyrir dómstólum, þar sem hún er sögð stuðla að mismunun og því að viðhalda fordómum gagnvart geðsjúkdómum. Jafnframt er bent á að útilokunin brjóti gegn stjórnarskránni, sem tryggir rétt á jafnri vernd og meðferð án mismununar, auk þess að vernda líf, frelsi og öryggi einstaklinga. Það er því ekki svo að allir muni fá dánaraðstoð! Börn og dánaraðstoð Því miður fá börn líka illvíga sjúkdóma, svo sem krabbamein. Árið 2023 voru lögin í Hollandi útvíkkuð til að veita börnum undir 12 ára með lífsógnandi sjúkdóma og sem upplifa óbærilegar þjáningar, rétt á dánaraðstoð ef líknarmeðferð getur ekki linað þjáningar þeirra. Breytingin var gerð með það fyrir augum að virða sjálfræði og mannréttindi ungra sjúklinga í erfiðustu aðstæðum. Áætlað er að lögin nái til um 5-10 barna í Hollandi á ári. Í yfirlýsingu hollensku ríkisstjórnarinnar var þetta skýrt á eftirfarandi hátt: „Að enda lífið er eini skynsamlegi kosturinn gegn óbærilegum og vonlausum þjáningum barnsins.“ Sjálfsvíg og dánaraðstoð “Eigum við að aðstoða ákveðna sjúklingahópa við sjálfsvíg á meðan við reynum að koma í veg fyrir það hjá öðrum hópum?” var spurt í viðtölunum, og jafnframt var bent á að fyrst þurfi að gera betur í að lina þjáningar fólks þannig að fólk sjái ekki dánaraðstoð sem einu leiðina út úr þjáningum. Sjúklingur með ólæknandi sjúkdóm vill ekki endilega deyja, hann treystir sér einfaldlega ekki til að lifa áfram vegna óbærilegra þjáninga eða verulega skertra lífsgæða. Dánaraðstoð er ekki einföld lausn sem stendur öllum til boða. Það er ekki nægilegt að einstaklingur vilji deyja; hann þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og virkt eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái aðgang að úrræðinu. Þetta er því ekki „auðveld leið út úr lífinu“, eins og fullyrt er. Sjálfsvíg, á hinn bóginn, stafar oft af sálrænum sársauka og örvæntingu. Einstaklingurinn nær ekki að njóta lífsins eða sér enga von um betri framtíð. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru því í grundvallaratriðum ólík fyrirbæri, bæði hugfræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og lagalega. Flestir þeirra sem fá dánaraðstoð eru langveikir af ólæknandi sjúkdómum og hafa upplifað þjáningar sem líknarmeðferð hefur ekki getað linað. Á málþingi Lífsvirðingar þann 18. október síðastliðinn benti Sylvan Luley frá samtökunum Dignitas í Sviss á að fjöldi sjálfsvíga hafi fækkað úr 1.500 tilvikum niður í um 1.000 á árunum 1995-2014, á sama tíma og fjöldi þeirra sem fengu dánaraðstoð jókst. Þetta gefur til kynna að dánaraðstoð geti dregið úr sjálfsvígum með því að bjóða úrræði fyrir þá sem þjást óbærilega af sjúkdómum. Eitt af fjórum yfirlýstum markmiðum Dignitas er einmitt að sporna gegn sjálfsvígum. Heilbrigðiskerfið er svo illa statt að við getum ekki leyft dánaraðstoð Steinunn og Katrín Edda benda báðar á að heilbrigðiskerfi sé ekki nógu öflugt til að geta bætt við sig þjónustu við dánaraðstoð. Þær segja að góð þjónusta fyrir alla sé ekki fyrir hendi. Líknandi meðferð sé fjársvelt og nái ekki til allra. Geðheilbrigðisþjónustan sé óburðug og skortur sé á sjúkrarúmum. Ég tek undir þessa gagnrýni á heilbrigðiskerfið og er sammála því að við þurfum að styrkja og bæta úr kerfinu til að tryggja öllum þá þjónustu sem þeir þurfa. En þó að heilbrigðiskerfið sé veikburða í núverandi ástandi, útilokar það ekki möguleikann á að veita dánaraðstoð þeim sem þjást óbærilega. Endurvekja lífsskrána Ég styð heilshugar málflutning Steinunnar og Katrínar Eddu um að endurvekja lífsskrána. Gott væri að gera hana rafræna, til dæmis í gegnum Heilsuveruna, þar sem einstaklingar gætu sjálfir breytt skráningu sinni á einfaldan hátt, svipað og þegar kemur að líffæragjöf. Þetta myndi gera þeim kleift að gefa skýr og ótvíræð fyrirmæli um hvernig skuli bregðast við í tilteknum aðstæðum varðandi líf þeirra og heilsu. Slík rafræn lífsskrá myndi auðvelda aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki að virða vilja einstaklingsins. Lífslokameðferð og dánaraðstoð Við lífslokameðferð hér á landi er oft beitt þeirri aðferð að sjúklingurinn fær ekki mat né vökva og engin lyf önnur en róandi lyf og verkjalyf. Það getur tekið frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkra daga fyrir sjúklinginn að deyja en okkur hafa þó borist frásagnir af aðstæðum þar sem dauðastríðið stóð yfir í marga daga og jafnvel vikur. Lífsvirðingu hafa borist tugir frásagna þar sem aðstandendur lýsa afar neikvæðri reynslu af lífslokameðferð. Formaður Læknafélagsins leggur áherslu á að þetta sé ekki líknardráp heldur sé fólki leyft að „deyja með reisn án þjáninga“. Lífsvirðing telur að dánaraðstoð ætti að vera hluti af lífslokameðferð, þannig að einstaklingar hafi raunverulegan möguleika á að velja lífslok sín sjálfir þegar þjáningarnar verða óbærilegar og önnur úrræði bjóða ekki upp á fullnægjandi líkn. Það eru mannréttindi að hafa þann valkost að óska eftir dánaraðstoð í slíkum aðstæðum. Höfundur er stofnandi Lífsvirðingar og situr í stjórn félagsins. Greinar tengdar málefninu: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-30-danaradstod-eg-tel-thetta-bara-vera-mannrettindamal-425986 https://www.visir.is/g/20242628581d/allt-sem-thu-vilt-vita-um-danaradstod https://www.visir.is/g/20242580317d/afstada-folks-med-fotlun-til-danaradstodar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/15/77_prosent_vilja_leyfa_danaradstod/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Sjá meira
Þann 29. október sýndi RÚV Kveiksþátt um dánaraðstoð, sem vakti viðbrögð úr heilbrigðisstéttum. Fyrst má nefna viðtal við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélagsins, í Speglinum. Þá var einnig rætt við Katrínu Eddu Snjólaugsdóttur, sérfræðing í líknandi hjúkrunarmeðferð, í þættinum Samfélagið. Ég vil bregðast við nokkrum mikilvægum atriðum í málflutningi þeirra. Steinunn lýsir áhyggjum af því að ef dánaraðstoð verði leyfð verði ekki aftur snúið, sem getur leitt til þess að allskonar hópar fái aðgengi að dánaraðstoð. Hún nefnir meðal annars fólk með heilabilun, börn, fólk með geðræn vandamál og einstaklinga með einhverfu. Einnig fullyrðir hún að lögleiðing dánaraðstoðar geti leitt til víðtækrar misnotkunar og stjórnleysis. Sjálfsákvörðunarrétturinn Þegar rétturinn til sjálfsákvörðunar er virtur með því að leyfa fólki að ráða eigin lífslokum, er í raun verið að styrkja mannréttindi. Því er eðlilegt að ekki verði aftur snúið þegar slíkur réttur hefur verið innleiddur. Í löndum þar sem dánaraðstoð hefur verið lögleidd eru í gildi ströng skilyrði og ýmsar öryggisráðstafanir til að koma í veg fyrir misnotkun. Lögin krefjast þess að beiðni um dánaraðstoð sé sjálfviljug og án þrýstings frá öðrum. Enginn annar en einstaklingurinn sjálfur getur óskað eftir dánaraðstoð. Hann þarf að vera hæfur til að slíka ákvörðun og fleiri en einn læknir þarf að leggja mat á líkamlegt og andlegt ástand hans. Rannsóknir frá löndum eins og Belgíu, Hollandi og Kanada sýna engin merki um misnotkun eða þvingun og staðfesta að dánaraðstoð er framkvæmd með virðingu fyrir sjálfræði einstaklingsins. Það munu bara allir fá dánaraðstoð! Undirritaður birti grein 1. október síðastliðinn þar sem fjallað var um þá hópa sem áhyggjurnar beinast að í umræðunni um dánaraðstoð. Í hollensku lögunum er sérstök áhersla lögð á réttindi viðkvæmra hópa eins og fatlaðra og aldraðra. Í lögunum er skýrt tekið fram að dánaraðstoð er einungis veitt þegar einstaklingurinn hefur sjálfur tekið sjálfstæða og upplýsta ákvörðun, án nokkurs þrýstings frá aðstandendum eða öðrum. Í Kanada eiga einstaklingar með geðræn vandamál þess ekki kost að fá dánaraðstoð þar sem þingið hefur ályktað að geðsjúkdómar séu ekki sjúkdómur í sama skilningi og líkamlegir sjúkdómar. Þessi ákvörðun hefur verið umdeild og er nú fyrir dómstólum, þar sem hún er sögð stuðla að mismunun og því að viðhalda fordómum gagnvart geðsjúkdómum. Jafnframt er bent á að útilokunin brjóti gegn stjórnarskránni, sem tryggir rétt á jafnri vernd og meðferð án mismununar, auk þess að vernda líf, frelsi og öryggi einstaklinga. Það er því ekki svo að allir muni fá dánaraðstoð! Börn og dánaraðstoð Því miður fá börn líka illvíga sjúkdóma, svo sem krabbamein. Árið 2023 voru lögin í Hollandi útvíkkuð til að veita börnum undir 12 ára með lífsógnandi sjúkdóma og sem upplifa óbærilegar þjáningar, rétt á dánaraðstoð ef líknarmeðferð getur ekki linað þjáningar þeirra. Breytingin var gerð með það fyrir augum að virða sjálfræði og mannréttindi ungra sjúklinga í erfiðustu aðstæðum. Áætlað er að lögin nái til um 5-10 barna í Hollandi á ári. Í yfirlýsingu hollensku ríkisstjórnarinnar var þetta skýrt á eftirfarandi hátt: „Að enda lífið er eini skynsamlegi kosturinn gegn óbærilegum og vonlausum þjáningum barnsins.“ Sjálfsvíg og dánaraðstoð “Eigum við að aðstoða ákveðna sjúklingahópa við sjálfsvíg á meðan við reynum að koma í veg fyrir það hjá öðrum hópum?” var spurt í viðtölunum, og jafnframt var bent á að fyrst þurfi að gera betur í að lina þjáningar fólks þannig að fólk sjái ekki dánaraðstoð sem einu leiðina út úr þjáningum. Sjúklingur með ólæknandi sjúkdóm vill ekki endilega deyja, hann treystir sér einfaldlega ekki til að lifa áfram vegna óbærilegra þjáninga eða verulega skertra lífsgæða. Dánaraðstoð er ekki einföld lausn sem stendur öllum til boða. Það er ekki nægilegt að einstaklingur vilji deyja; hann þarf að uppfylla mjög ströng skilyrði. Í öllum löndum þar sem dánaraðstoð er heimiluð eru strangar reglur og virkt eftirlit til að tryggja að aðeins þeir sem uppfylla þessi skilyrði fái aðgang að úrræðinu. Þetta er því ekki „auðveld leið út úr lífinu“, eins og fullyrt er. Sjálfsvíg, á hinn bóginn, stafar oft af sálrænum sársauka og örvæntingu. Einstaklingurinn nær ekki að njóta lífsins eða sér enga von um betri framtíð. Dánaraðstoð og sjálfsvíg eru því í grundvallaratriðum ólík fyrirbæri, bæði hugfræðilega, læknisfræðilega, siðferðilega og lagalega. Flestir þeirra sem fá dánaraðstoð eru langveikir af ólæknandi sjúkdómum og hafa upplifað þjáningar sem líknarmeðferð hefur ekki getað linað. Á málþingi Lífsvirðingar þann 18. október síðastliðinn benti Sylvan Luley frá samtökunum Dignitas í Sviss á að fjöldi sjálfsvíga hafi fækkað úr 1.500 tilvikum niður í um 1.000 á árunum 1995-2014, á sama tíma og fjöldi þeirra sem fengu dánaraðstoð jókst. Þetta gefur til kynna að dánaraðstoð geti dregið úr sjálfsvígum með því að bjóða úrræði fyrir þá sem þjást óbærilega af sjúkdómum. Eitt af fjórum yfirlýstum markmiðum Dignitas er einmitt að sporna gegn sjálfsvígum. Heilbrigðiskerfið er svo illa statt að við getum ekki leyft dánaraðstoð Steinunn og Katrín Edda benda báðar á að heilbrigðiskerfi sé ekki nógu öflugt til að geta bætt við sig þjónustu við dánaraðstoð. Þær segja að góð þjónusta fyrir alla sé ekki fyrir hendi. Líknandi meðferð sé fjársvelt og nái ekki til allra. Geðheilbrigðisþjónustan sé óburðug og skortur sé á sjúkrarúmum. Ég tek undir þessa gagnrýni á heilbrigðiskerfið og er sammála því að við þurfum að styrkja og bæta úr kerfinu til að tryggja öllum þá þjónustu sem þeir þurfa. En þó að heilbrigðiskerfið sé veikburða í núverandi ástandi, útilokar það ekki möguleikann á að veita dánaraðstoð þeim sem þjást óbærilega. Endurvekja lífsskrána Ég styð heilshugar málflutning Steinunnar og Katrínar Eddu um að endurvekja lífsskrána. Gott væri að gera hana rafræna, til dæmis í gegnum Heilsuveruna, þar sem einstaklingar gætu sjálfir breytt skráningu sinni á einfaldan hátt, svipað og þegar kemur að líffæragjöf. Þetta myndi gera þeim kleift að gefa skýr og ótvíræð fyrirmæli um hvernig skuli bregðast við í tilteknum aðstæðum varðandi líf þeirra og heilsu. Slík rafræn lífsskrá myndi auðvelda aðstandendum og heilbrigðisstarfsfólki að virða vilja einstaklingsins. Lífslokameðferð og dánaraðstoð Við lífslokameðferð hér á landi er oft beitt þeirri aðferð að sjúklingurinn fær ekki mat né vökva og engin lyf önnur en róandi lyf og verkjalyf. Það getur tekið frá nokkrum klukkutímum og upp í nokkra daga fyrir sjúklinginn að deyja en okkur hafa þó borist frásagnir af aðstæðum þar sem dauðastríðið stóð yfir í marga daga og jafnvel vikur. Lífsvirðingu hafa borist tugir frásagna þar sem aðstandendur lýsa afar neikvæðri reynslu af lífslokameðferð. Formaður Læknafélagsins leggur áherslu á að þetta sé ekki líknardráp heldur sé fólki leyft að „deyja með reisn án þjáninga“. Lífsvirðing telur að dánaraðstoð ætti að vera hluti af lífslokameðferð, þannig að einstaklingar hafi raunverulegan möguleika á að velja lífslok sín sjálfir þegar þjáningarnar verða óbærilegar og önnur úrræði bjóða ekki upp á fullnægjandi líkn. Það eru mannréttindi að hafa þann valkost að óska eftir dánaraðstoð í slíkum aðstæðum. Höfundur er stofnandi Lífsvirðingar og situr í stjórn félagsins. Greinar tengdar málefninu: https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-10-30-danaradstod-eg-tel-thetta-bara-vera-mannrettindamal-425986 https://www.visir.is/g/20242628581d/allt-sem-thu-vilt-vita-um-danaradstod https://www.visir.is/g/20242580317d/afstada-folks-med-fotlun-til-danaradstodar https://www.mbl.is/frettir/innlent/2024/05/15/77_prosent_vilja_leyfa_danaradstod/
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar