Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:30 Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Leiðtogi sem nær árangri Birkir Jón Jónsson Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar