Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar 7. nóvember 2024 12:01 Almennt fá málefni eldri borgara takmarkaða athygli í stjórnmálaumræðunni nema þegar kemur að kosningum. Þegar frambjóðendur eru komnir í kosningaham eru kjör og aðstæður aldraðra dregin fram í dagsljósið og flokkarnir keppast við að benda á það óréttlæti sem þessi hópur er beittur. Þeir benda á það ranglæti sem felst í því að allar tekjur eldri borgara skerða ellilífeyri þeirra frá Tryggingastofnun af því að frítekjumarkmið er svo lágt. Frambjóðendur segja að bæta verði aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auka þurfi uppbyggingu hjúkrunarrýma, bæta heimaþjónustu, heimahjúkrun, geðþjónustu og svo framvegis - þið þekkið rulluna. Frambjóðendur heita því að réttlæti til handa eldri borgurum muni birtast í næstu fjárlögum komist þau í ráðherrastólana. Nú styttist í næstu kosningar til Alþingis sem boðað hefur verið til með afskaplega stuttum fyrirvara. Þrátt fyrir þennan skamma aðdraganda segjast allir þingflokkarnir, hvort sem þeir hafa verið í stjórn eða stjórnarandstöðu, vera meira en tilbúnir í kosningar með útfærðar málefnaskrár og kosningaloforð. Stór ástæða þess að flokkarnir eru tilbúnir með loforðalistann sinn er að þeir hafa átt þá tilbúna árum og jafnvel áratugum saman. Þar sem gömlu loforðin til handa eldri borgurum hafa aldrei verið efnd er auðvelt draga þau upp úr pússinu, dusta af þeim rykið og “endurnýta”. Sem dæmi um mögulega endurnýtingu kosningaloforða er bréf Bjarna Benediktssonar, dagsett 22. apríl 2013, til kjósenda þar sem hann skrifar, “Eldri kynslóðir verðskulda að búa við öryggi og góð lífsgæði”. Enn fremur skrifar hann m.a. að það eigi ekki að íþyngja öldruðum með ósanngjarnri skattlagningu, að afturkalla eigi kjaraskerðingu ellilífeyrisþega frá 2009, og að afnema eigi tekjutengingar ellilífeyris. “Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða” skrifaði Bjarni. “Til að það megi verða þarfnast Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings þíns á laugardaginn” sem hann og fékk. En þrátt fyrir árangur Bjarna og Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2013 hefur eldra fólk mátt bíða eftir úrlausn á þessu „sannarlega réttlætismáli”. Árið 2017 var Bjarni Benediktsson orðinn forsætisráðherra og flutti stefnuræðu sína á Alþingi. Við það tækifæri sagði Katrín Jakobsdóttir, þá í minnihluta á Alþingi, „núverandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokri áfram og búi við skammarleg kjör“. Stuttu síðar, þann 30. nóvember, var Katrín orðin forsætisráðherra en enn var ekki tekið á þessum „skammarlegum kjörum“ eldri borgara. Þessu var Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sammála þegar hún skrifaði þann 28. maí 2021 grein í Fréttablaðið um að „Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyrikerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum ……. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi”. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra gældi um tíma við þá hugmynd að dusta rykið af frumvarpi til laga um að skipaður yrði sérstakur Umboðsmaður aldraðra. Frumvarpið var samþykkt í fyrstu og annarri umræðu á Alþingi en hvarf svo inn í allsherjarnefnd og hefur ekkert til þess spurst síðan. Og að lokum má nefna að Framsóknarflokkurinn sagði 27.09.2016 að staða eldri borgara væri forgangsmál og nú í haust, þann 19.09.2024, lagði flokkurinn til að almennt frítekjumark eldri borgara verði hækkað úr kr. 25.000. í 36.500 þann 1. janúar nk. sem leiði til þess að fleiri eldri borgarar geti haft auknar tekjur án þess að það leiði til skerðinga frá Tryggingastofnun. Þessi hækkun nær samt ekki að halda í við verðbólguna síðan 1. janúar 2017, þegar almenna frítekjumarkið hækkaði síðast. Eins og sjá má af þessari upprifjun er staðreyndin sú að fulltrúar flokkanna segja eitt fyrir kosningar en gera síðan eitthvað allt annað þegar þeir eru komnir í valdastólana. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að kjósa þessa flokka til forystu og trúa því að NÚNA verði staðið við loforðin? Eldri borgarar eru fjölmennur hópur kjósenda, rétt undir 60 þúsund manns 65 ára og eldri. Atkvæði þeirra geta því skipt miklu máli og eldri borgarar og aðrir eru hvattir til að hlusta á það sem nú er lofað og meta hverju trúa skal. Höfundur er formaður stjórnar U3A Reykjavík - Háskóla þriðja æviskeiðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Eldri borgarar Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Almennt fá málefni eldri borgara takmarkaða athygli í stjórnmálaumræðunni nema þegar kemur að kosningum. Þegar frambjóðendur eru komnir í kosningaham eru kjör og aðstæður aldraðra dregin fram í dagsljósið og flokkarnir keppast við að benda á það óréttlæti sem þessi hópur er beittur. Þeir benda á það ranglæti sem felst í því að allar tekjur eldri borgara skerða ellilífeyri þeirra frá Tryggingastofnun af því að frítekjumarkmið er svo lágt. Frambjóðendur segja að bæta verði aðgengi að heilbrigðisþjónustu, auka þurfi uppbyggingu hjúkrunarrýma, bæta heimaþjónustu, heimahjúkrun, geðþjónustu og svo framvegis - þið þekkið rulluna. Frambjóðendur heita því að réttlæti til handa eldri borgurum muni birtast í næstu fjárlögum komist þau í ráðherrastólana. Nú styttist í næstu kosningar til Alþingis sem boðað hefur verið til með afskaplega stuttum fyrirvara. Þrátt fyrir þennan skamma aðdraganda segjast allir þingflokkarnir, hvort sem þeir hafa verið í stjórn eða stjórnarandstöðu, vera meira en tilbúnir í kosningar með útfærðar málefnaskrár og kosningaloforð. Stór ástæða þess að flokkarnir eru tilbúnir með loforðalistann sinn er að þeir hafa átt þá tilbúna árum og jafnvel áratugum saman. Þar sem gömlu loforðin til handa eldri borgurum hafa aldrei verið efnd er auðvelt draga þau upp úr pússinu, dusta af þeim rykið og “endurnýta”. Sem dæmi um mögulega endurnýtingu kosningaloforða er bréf Bjarna Benediktssonar, dagsett 22. apríl 2013, til kjósenda þar sem hann skrifar, “Eldri kynslóðir verðskulda að búa við öryggi og góð lífsgæði”. Enn fremur skrifar hann m.a. að það eigi ekki að íþyngja öldruðum með ósanngjarnri skattlagningu, að afturkalla eigi kjaraskerðingu ellilífeyrisþega frá 2009, og að afnema eigi tekjutengingar ellilífeyris. “Þar er sannarlega um réttlætismál að ræða” skrifaði Bjarni. “Til að það megi verða þarfnast Sjálfstæðisflokkurinn stuðnings þíns á laugardaginn” sem hann og fékk. En þrátt fyrir árangur Bjarna og Sjálfstæðisflokksins í kosningunum 2013 hefur eldra fólk mátt bíða eftir úrlausn á þessu „sannarlega réttlætismáli”. Árið 2017 var Bjarni Benediktsson orðinn forsætisráðherra og flutti stefnuræðu sína á Alþingi. Við það tækifæri sagði Katrín Jakobsdóttir, þá í minnihluta á Alþingi, „núverandi ríkisstjórn gerir ráð fyrir að öryrkjar og aldraðir hokri áfram og búi við skammarleg kjör“. Stuttu síðar, þann 30. nóvember, var Katrín orðin forsætisráðherra en enn var ekki tekið á þessum „skammarlegum kjörum“ eldri borgara. Þessu var Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sammála þegar hún skrifaði þann 28. maí 2021 grein í Fréttablaðið um að „Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyrikerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum ……. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi”. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra gældi um tíma við þá hugmynd að dusta rykið af frumvarpi til laga um að skipaður yrði sérstakur Umboðsmaður aldraðra. Frumvarpið var samþykkt í fyrstu og annarri umræðu á Alþingi en hvarf svo inn í allsherjarnefnd og hefur ekkert til þess spurst síðan. Og að lokum má nefna að Framsóknarflokkurinn sagði 27.09.2016 að staða eldri borgara væri forgangsmál og nú í haust, þann 19.09.2024, lagði flokkurinn til að almennt frítekjumark eldri borgara verði hækkað úr kr. 25.000. í 36.500 þann 1. janúar nk. sem leiði til þess að fleiri eldri borgarar geti haft auknar tekjur án þess að það leiði til skerðinga frá Tryggingastofnun. Þessi hækkun nær samt ekki að halda í við verðbólguna síðan 1. janúar 2017, þegar almenna frítekjumarkið hækkaði síðast. Eins og sjá má af þessari upprifjun er staðreyndin sú að fulltrúar flokkanna segja eitt fyrir kosningar en gera síðan eitthvað allt annað þegar þeir eru komnir í valdastólana. Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að kjósa þessa flokka til forystu og trúa því að NÚNA verði staðið við loforðin? Eldri borgarar eru fjölmennur hópur kjósenda, rétt undir 60 þúsund manns 65 ára og eldri. Atkvæði þeirra geta því skipt miklu máli og eldri borgarar og aðrir eru hvattir til að hlusta á það sem nú er lofað og meta hverju trúa skal. Höfundur er formaður stjórnar U3A Reykjavík - Háskóla þriðja æviskeiðsins.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar