Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. nóvember 2024 16:02 Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skagafjörður Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að beita verkfalli til að knýja á um kjarabætur. Því vakti víða athygli þegar kennarar komu saman að morgni 29. október til að tryggja að verkfall kennara á leikskólanum Ársölum í Skagafirði væri ekki brotið að fyrirskipun sveitarfélagsins Skagafjarðar. Það hefur hins vegar ekki verið fjallað mikið um aðdraganda verkfallsbrotanna eða eftirmála þeirra. Svona var atburðarásin Fyrir fund byggðarráðs 30. október óskaði ég, sem lýðræðislega kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn og áheyrnarfulltrúi í byggðaráði, eftir upplýsingum um þá ákvörðun að halda leikskólanum opnum með þeim hætti að það bryti gegn verkfallinu. Þegar átti að taka málið fyrir kom upp ágreiningur um hæfi mitt til að sitja fundinn. Hvort ég ætti að víkja af fundinum þar sem ég starfa sem kennari og gegni formennsku hjá Kennarasambandi Norðurlands vestra. Hvorki lögfræðingur Kennarasambands Íslands né lögfræðingar Sambands íslenskra sveitarfélaga töldu mig vanhæfa þar sem ég hef enga aðkomu að verkfalli leikskólakennara, hvorki sem félagsmaður né sem fulltrúi í samninganefndum. Kennarasamtök Norðurlands vestra eru félagasamtök en ekki stéttarfélag og hafa enga aðkomu að verkfallsboðunum. Vanhæf vegna menntunar Byggðarráð ákvað að kjósa um það sem var kallað vanhæfi mitt sem kjörins fulltrúa, í máli sem varðaði aðeins upplýsingagjöf og enga stjórnvaldsákvörðun. Var mér gert að víkja af fundi á meðan byggðaráð tók góðan tíma í ákvörðun sína. Að lokum mat byggðarráð mig vanhæfa til að sitja fundinn og vísaði mér af fundinum með öllum greiddum atkvæðum. Ég lagði fram bókun áður en varamaður minn tók sæti undir þessum lið þar sem meðal annars kom fram: „Ég óskaði eftir upplýsingum um hverjir tóku ákvörðun um starfsemi leikskólans Ársala á meðan á verkfalli stendur og hvaða röksemdir lágu að baki þeim ákvörðunum nú í verkfalli Félags leikskólakennara. Byggðarráð telur mig vanhæfa til að fá þessar upplýsingar á þeim forsendum að ég sé aðili máls með því að vera formaður Kennarasambands Norðurlands vestra sem eru félagasamtök en ekki stéttarfélag.“ Samkvæmt fundargerð byggðaráðs kom svo ekki neitt fram á fundinum um það með hvaða hætti það kom til að sveitarfélagið ákvað að brjóta gegn löglegu verkfalli. Þær upplýsingar virðast ekki þola dagsljósið. Á sér ekki stoð í lögum Samkvæmt lögfræðiáliti Sambands íslenskra sveitarfélaga var ég ekki vanhæf til að sitja fundinn. Það er beinlínis ólýðræðislegt að útiloka kjörinn fulltrúa í sveitarstjórn frá því að taka þátt í umræðum um ákvarðanir sveitarfélagsins, svo sem hann er kjörinn til. Þurfa kennarar að berjast fyrir öllu? Það er í sjálfu sér alvarlegt þegar sveitarfélag fer fram með þeim hætti að brotið er gegn löglega boðuðu verkfalli. Það er líka alvarlegt þegar kjörnum fulltrúa er meinað að ræða þá ákvörðun, spyrja um hana spurninga og fá um hana upplýsingar, fyrir það eitt að starfa sem kennari. Það er brýnt að fá úr því skorið hvort þetta hafi allt saman verið eðlileg, skagfirsk stjórnsýsla og því hefur málið verið sent í kæruferli til til innviðaráðuneytisins. Höfundur er oddviti VG í Norðvesturkjördæmi og kennari
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar