Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann skrifar 12. nóvember 2024 07:45 Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Er mennta- og barnamálaráðherra hafður í felum og er það af ástæðu? Ég væri ekki hissa ef svo væri því verklausari ráðherra, sér í lagi í málflokknum sem snýr að olnbogabörnum, held ég að við höfum ekki haft en einmitt Ásmund Einar Daðason í áratugi. Ég hef ekki breytt þeirri skoðun minni að hann ætti að segja af sér eftir brunann á Stuðlum þar sem ungur maður lést í blóma lífsins, en það hefur hann ekki gert enn. Ég ætla að minna á það enn einu sinni að hann ber ábyrgð á þessum málaflokki. Ef mannslíf hjá ungum manni er ekki nóg til þess að segja af sér, hvað þarf þá til drengurinn deyr á stofnun sem heyrir undir hans ráðuneyti og málaflokk sem hann hefur vanrækt svo árum skiptir? Á hinum Norðurlöndunum myndi ráðherra segja af sér samdægurs, kannski vegna þess að þeir vita hver ráðherraábyrgðin er þegar svona alvarleg mál koma upp. Ég ætla í þessu samhengi að benda á grein sem starfsfélagi minn til 17 ára og á tímabili yfirmaður minn, Böðvar Björnsson, skrifaði í gær á skoðun á Vísi.is með heitinu Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Sú grein gefur okkur góða innsýn í hver veruleikinn hefur verið í þessum málaflokki og það hefur tvímælalaust ekkert lagast í ráðherratíð Ásmundar Einars Daðasonar sem mennta- og barnamálaráðherra hvað þessi mál varðar, miklu frekar versnað. Glærusýningar Hann hefur átt það sameiginlegt með Sigurði Inga formanni Framsóknarflokksins að vera duglegur að halda glærusýningar, skipa í ráð og nefndir og vinna að skipulagi sem ætlar engan enda að taka eins og í húsnæðismálum og samgöngumálum hjá Sigurði en það hefur ekkert orðið úr verki Ásmundar annað en að tala við fólkið í risinu á Fílabeinsturninum og dæla peningum þangað. Núna á að reyna að bjarga sér fyrir horn með því að opna með hraði meðferðarheimili í Skálatúni í Mosfellsbæ sem sinnir engan veginn þörfinni sem samfélagið okkar þarf á að halda í dag til að meðferða börn í alvarlegum vanda. Ætli hann haldi ekki álíka flugeldasýningu þá og þegar hann skrifaði undir viljayfirlýsingu við Garðabæ um að reisa sérhæft meðferðarheimili fyrir ungmenni á aldrinum 12-18 ára 21. desember 2018 þegar hann opnar Skúlatúnsheimilið. En það stendur autt sérhæft meðferðarheimili í Skagafirði sem var sérstaklega hugsað fyrir unga afbrotamenn, af hverju fer það ekki í notkun? Hvað varð um þau áform að reisa sérhæft meðferðarheimili í Garðabæ? Eru teikningar enn í skúffu í fjármálaráðuneytinu? Á meðan kjallarinn morknar verður íburðurinn alltaf meiri í risinu, á sama tíma versnar lesskilningur drengja og staða olnbogabarna á Íslandi, og sér í lagi þeirra sem eru að glíma við fíkn og félagsleg vandamál, og úrræðum fækkar. Enn og aftur skora ég á fólk að lesa greinina hans Böðvars Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu. Frítt spil Þessi ráðherra hefur fengið algjörlega frítt spil hjá íslenskum fjölmiðlum og hann er aldrei spurður alvöru spurninga eins og hvað þarf til svo ráðherra sæti ábyrgð og segi af sér? Dugar ekki að einstaklingur í blóma lífsins láti lífið á stofnun sem er á hans ábyrgð og að hann hafi vanrækt skyldur sínar að sinna málaflokknum ungmenni í vanda svo árum skiptir? Við þurfum ekki nema að horfa til síðustu ára til að sjá hver staðan er, svo ekki sé talað um málefni ungra afbrotamanna, þar spólum við í sömu hjólförum og fyrir 30 árum síðan? Mér væri það sönn ánægja að mæta honum í fjölmiðlum og ræða þessi mál á mannamáli við hann, þá kannski fást svör við því af hverju hann hefur dregið lappirnar í þessu og af hverju hann segir ekki af sér. Ég er til hvenær sem er. Höfundur er áhugamaður um betra samfélag og Miðflokksmaður.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun