Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2024 13:28 Kona heldur á poka með niðrandi slagorðinu um rússneska herskipið Moskvu við bakka árinnar Dnjepr í Kænugarði. Vísir/Getty Evrópskur dómstóll hafnaði umsókn úkraínska landamæraeftirlitsins um að skrá svívirðingar um rússneskt herskip sem vörumerki í dag. Svívirðingarnar hafa orðið að nokkurs konar þjóðarslagorði í Úkraínu í stríðinu gegn Rússum. Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Landamæraeftirlitið sóttist eftir því að skrá setninguna „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér“ sem vörumerki. Almenni dómstóll Evrópusambandsins hafnaði kröfunni á þeim forsendum að það væri pólitískt slagorð og snerist hvorki um vöru né þjónustu, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Uppruni slagorðsins er samskipti áhafnar rússneska herskipsins Moskvu við landamæraverði á Snákaeyju í Svartahafi á upphafsdögum stríðsins árið 2022. Skipuðu Rússarnir Úkraínumönnunum að gefast upp eða deyja ella. „Rússneskt herskip, troddu því upp í rassgatið á þér,“ var svar Úkraínumannanna. Landamæraverðirnir voru teknir höndum en var síðar sleppt í fangaskiptum. Síðan þá hafa fúkyrði þeirra verið prentuð á boli, kaffibolla, auglýsingaskilti og frímerki í Úkraínu og verið táknræn fyrir baráttu Úkraínumanna gegn innrásinni. Rússar yfirgáfu Snákaeyju eftir nokkurra mánaða hersetu. Úkraínumenn sökktu herskipinu Moskvu síðar sama ár og orðaskipti áhafnarinnar við hermennina á Snákaeyju áttu sér stað.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Evrópusambandið Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira