Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar 20. nóvember 2024 16:31 Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Búvörusamningar Landbúnaður Samkeppnismál Alþingi Undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum Mest lesið Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas Skoðun Skoðun Skoðun Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Sjómenn til hamingju! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leyfum mennskunni að sigra Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Fjölskyldan fyrst Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Sjá meira
Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag var rætt við Trausta Hjálmarsson, formann Bændasamtaka Íslands, um dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að undanþága kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum brjóti gegn stjórnarskránni og hafi ekki lagagildi. Í lok viðtalsins, sem birtist í lengri útgáfu á Vísi, var rætt um umsvif afurðastöðvanna í innflutningi á kjötvörum. Fréttamaður benti á að eftir kaup á Kjarnafæði-Norðlenska sér Kaupfélag Skagfirðinga, sem er jafnframt stór innflytjandi á kjötvöru, um slátrun á 60 prósent sauðfjár og nautgripa og er langstærsti heildsöluaðilinn á kjötvöru á landinu. Spurt var hvort þetta væri ekki bara einokun. „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá,“ svaraði formaður Bændasamtakanna og bætti við að að innflutningur væri sú samkeppni sem landbúnaðurinn byggi við. „Þá geri ég fastlega ráð fyrir og hef ekki væntingar og trú um neitt annað en það að þessi fyrirtæki, sem eru saman sett af íslenskum bændum, séu að reyna að skapa sér stöðu til þess að ná vopnum sínum í framleiðslu á innlendum afurðum og þar með draga sjálfir úr innflutningi.“ Afurðastöðvarnar hindra samkeppni við sjálfar sig Það er afar sérkennilegur málflutningur að stilla málinu þannig upp að afurðastöðvarnar eigi í vök að verjast gagnvart innflutningi á kjötvörum. Staðreyndin er sú að þær hafa sjálfar árum saman verið einna stærstu innflytjendurnir á kjöti. Í töflunni hér að neðan má sjá það hlutfall sem innlendar afurðastöðvar og bændur hafa fengið úthlutað af tollkvóta fyrir helztu flokka innfluttra kjötvara frá aðildarríkjum Evrópusambandsins, undanfarin þrjú ár. Í kílóum talið fluttu innlendar afurðastöðvar eða fyrirtæki þeim tengd inn 52% tollkvótans í þessum kjöttegundum á þessu tímabili. Sem kunnugt er, er tollkvótum úthlutað með útboði. Innflutningsfyrirtækin bjóða í kvótann og greiða fyrir svokallað útboðsgjald. Félag atvinnurekenda hefur bent bæði matvælaráðuneytinu og Samkeppniseftirlitinu á að það sé í hæsta máta óeðlilegt að innlendar afurðastöðvar taki þátt í tollkvótaútboðum. Það er þeirra hagur að bjóða sem hæst í kvótann, sem hækkar útboðsgjaldið sem öll innflutningsfyrirtæki verða að greiða og þar með verðið á innflutningnum, en þannig takmarka þær samkeppni frá innflutningi við eigin framleiðslu. Að láta í veðri vaka að innflutningur sé stórfelld ógn við innlenda kjötframleiðslu er í hæsta máta villandi. Hafa afurðastöðvarnar haft samráð um tilboðin? Eftir að Alþingi gaf afurðastöðvunum víðtæka undanþágu frá samkeppnislögum, hefur ekkert staðið í vegi fyrir því að þær hafi með sér samráð um tilboð í tollkvótana – allt þar til dómur Héraðsdóms féll í fyrradag. Slíkt samráð brýtur að sjálfsögðu gegn samkeppnislögum. Matvælaráðuneytið, sem sér um útboð tollkvótanna, hlýtur nú að kanna rækilega hvort afurðastöðvarnar og fyrirtæki þeim tengd hafi haft með sér slíkt samráð um tilboð, í skjóli hinnar ógildu samkeppnisundanþágu. Sé minnsti grunur um slíkt, ætti að útiloka viðkomandi fyrirtæki frá þátttöku í því tollkvótaútboði, sem nú stendur yfir vegna innflutnings á fyrri helmingi næsta árs. Háihólmi og trú bænda á afurðastöðvunum Mörgum bændum hefur, með réttu eða röngu, mislíkað að afurðastöðvarnar, sem sumar hverjar eru a.m.k. að nafninu til í þeirra eigu, standi í innflutningi á kjöti. Þegar formaður Bændasamtakanna segist „ekki [hafa] væntingar og trú um neitt annað“ en að afurðastöðvarnar dragi úr innflutningi, er hann líklega búinn að gleyma því sem gerðist í kjölfar aðalfundar Kaupfélags Skagfirðinga í fyrra. Samkvæmt frásögn Bændablaðsins beindi aðalfundurinn því til stjórnar KS að félagið og dótturfélög þess stæðu ekki í innflutningi á erlendum búvörum. Í frétt blaðsins var haft eftir Sigurjóni Rafnssyni aðstoðarkaupfélagsstjóra að ályktunin væri „skýr skilaboð um hvað Kaupfélagið eigi að standa fyrir og það sama eigi að gilda um dótturfélögin.“ Í framhaldi af aðalfundinum hætti Esja Gæðafæði, dótturfélag KS, að bjóða í tollkvóta. Hins vegar skaut upp kollinum nýr bjóðandi, sem tryggt hefur sér ágætan skerf af tollfrjálsum heimildum til innflutnings á kjöti. Það er fyrirtækið Háihólmi, sem við stofnun var skráð á viðskiptafélaga KS í veitingarekstri. Heimildin hefur upplýst að innflutningur fyrirtækisins fari að stærstum hluta til vinnslu hjá Esju. Skráður eigandi Háahólma er með aðstöðu á skrifstofum Esju, með netfang sem endar á esja.is og sendir út tölvupósta með undirskriftinni „innkaupastjóri – Esja Gæðafæði“. Kaupfélag Skagfirðinga bregzt með öðrum orðum við áskorunum félagsmanna sinna, bænda, með leynimakki og leppum til að geta haldið áfram að flytja inn kjöt. Hafa bændur örugglega trú á slíkum fyrirtækjum? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun