Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:31 Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar