Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 11:31 Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar eru tækifæri okkar allra til að móta samfélag okkar og framtíð. Í kosningum, tökum við þátt í að móta framtíð okkar og þeirra sem á eftir okkur koma. Við getum haft raunveruleg áhrif á hvernig geðheilbrigðismál, efnahagur og önnur mikilvæg málefni eru meðhöndluð til framtíðar. Staða geðheilbrigðismála og efnahags í landinu er háð þeim ákvörðunum sem teknar eru á Alþingi. Ef við viljum sjá raunverulegar breytingar, þá er ekki nóg að kjósa yfir okkur sömu ríkisstjórn og halda áfram að fleyta ofan af kerfi sem ekki virkar. Við þurfum að styrkja innviði og byggja kerfið upp frá grunni. Vextir og verðbólga, sem nú gera þjóðfélaginu róðurinn óbærilegan, verða að lækka.Tryggja verður að fólk geti búið við viðunandi lífsgæði án óheyrilegs álags. Lengja þarf fæðingarorlof til að tryggja órofna tengslamyndun barns og foreldris, og bæta verður aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla. Við þurfum að búa til samfélag þar sem við byggjum upp grunnkerfi sem skapar jöfn tækifæri og verndar öll, sérstaklega þau sem eru í viðkvæmri stöðu. Geðheilbrigðismál og fjölskylduvænt samfélag Við þurfum að bæta aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og vinna heildstætt að heilbrigði fólks og þar með samfélagsins alls. Til þess verður að stytta eða útiloka biðlista, en einnig að draga úr þörf fyrir þjónustu með því að styrkja þá innviði sem búa til heilbrigðari og stöðugri samfélag. Með því að lengja fæðingarorlof og tryggja að foreldrar geti verið til staðar fyrir börn sín, minnkum við einnig líkur á geðrænum vanda í framtíðinni. Órofin tengslamyndun barna við foreldra, þar sem foreldrarnir þurfa ekki að sligast undan fjárhagsáhyggjum í fæðingarorlofi, tryggir fjölskylduvænt samfélag. Við viljum samfélag þar sem ungmenni leiðast ekki í ofbeldi eða glæpi vegna félagslegra og efnahagslegra aðstæðna. Við byggjum einnig upp sterkari innviði með því að meta til launa og aðbúnaðar fólk sem sinnir störfum í heilbrigðis-, og menntakerfinu. Kjósa með framtíðina í huga Kjósið með það í huga að við eigum öll rétt á að búa í samfélagi sem byggir upp grunnkerfi sem stendur undir ólíkum þörfum okkar allra og ber hag okkar fyrir brjósti. Viðreisn er tilbúin að leggja sig fram við að byggja upp slíkt samfélag. Ef við viljum raunverulegar breytingar, þá verðum við að kjósa raunverulegar breytingar. Því það er svo sannarlega komin tími á breytingar! Kjósið Viðreisn! Höfundur skipar 9. sæti á framboðslista Viðreisnar fyrir NV kjördæmi og starfar sem deildarstjóri á leikskóla á Akranesi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun