Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar 22. nóvember 2024 12:02 Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar teljum okkur til þroskaðra lýðræðisríkja. Ef ég les vilja þjóðarinnar rétt, viljum við frekar vera í fararbroddi á því sviði, heldur en eftirbátar annarra ríkja. Félagafrelsi er einn af hornsteinum lýðræðis og fjölbreytt flóra frjálsra félagasamtaka er ein af birtingamyndum heilbrigðra lýðræðissamfélaga. Því má draga þá ályktun að að meta megi þroska lýðræðisríkja að einhverju leyti í þeirri umgjörð sem þau skapa frjálsum félagasamtökum til að vaxa og dafna. Frjáls félagasamtök, eða almannaheillafélög, eru félög sem hafa samfélagslegar hugsjónir og hagsmuni að leiðarljósi og eru bæði óhagnaðardrifin (e. nonprofit organizations) og starfa án afskipta stjórnvalda (e. non governmental organization). Félög sem byggja starf sitt að miklu eða öllu leyti á sjálfboðaliðum. Við á Íslandi státum af mikilli breidd þegar kemur að félögum til almannaheilla. Allt frá litlum nýlega stofnuðum grasrótarsamtökum, yfir í rótgróin og þekkt samtök, stórar rekstrareiningar og skipulagsheildir (e. organization), sem samfélagið reiðir sig á með einum eða öðrum hætti. Óhætt er að segja að starfsemi og þjónusta almannaheillafélaga snerti flesta þætti samfélagsins. Það er erfitt að sjá fyrir sér íslenskt samfélag án íþróttafélaga, æskulýðsfélaga og menningarfélaga. Hvar værum við stödd án slysavarna- og björgunarfélaga eða mannræktar og góðgerðafélaga? Hvernig væri samfélagið án félaga sem standa með þeim sem minna mega sín og styðja þau sem mæta mótlæti í lífinu, eða án félaga sem veita aðhald t.d. þegar kemur að neytendavernd eða umhverfismálum? Bara svo fáeinir málaflokkar séu taldir til. Við getum verið stolt af drifkrafti sjálfboðaliða og þakklát fyrir þá þjónustu sem almannaheillafélögin veita á ólíkum sviðum þjóðlífsins. Félagafrelsið er tryggt í stjórnarskrá Íslands. Það sjáum við einnig hjá hinum norðurlöndunum og fleiri lýðræðisríkjum sem við kjósum að bera okkur saman við. Hinsvegar teljumst við seint í fararbroddi þegar kemur að lagaramma og skattaumhverfi almannaheillafélaga. Ég leyfi mér að segja að þar séum við svolítið seinþroska. Elstu starfandi félagasamtökin á Íslandi voru orðin 200 ára, þegar lög um almannaheillafélög voru samþykkt á Alþingi. Lögin sem tóku gildi vorið 2022 eru vissulega stórt og mikilvægt skref í rétta átt. En betur má ef duga skal. Til að geta talist í fararbroddi meðal lýðræðisríkja þarf að skerpa enn frekar á þáttum sem létta undir með, hvetja og styðja almannaheillafélög og sjálfboðaliðana sem leiða þau til góðra verka. Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði sem lúta að skattaumhverfinu: Veita þarf viðurkenndum og skráðum almannaheillafélögum leyfi til að innskatta virðisaukaskatt í rekstri, jafnvel þó svo að tekjustofnar þeirra séu flestir undanþegnir útskatti. Almannaheillafélög þurfa jafnframt að geta fengið virðisaukaskatt að fullu endurgreiddan vegna uppbyggingar og viðhalds húsnæðis, sem nýtt er undir starf til almannaheilla. Í dag geta þau fengið hluta virðisaukaskatts af vinnuliðum endurgreiddan, en ekki allan og ekki af aðföngum. Þó svo að góðgerðafélög fái einhverja vexti á söfnunarfé sitt eða varasjóði er óþarfi að þyngja róður þeirra með fjármagnstekjuskatti. Til stóð að almannaheillafélög væru undanþegin fjármagnstekjuskatti og lögin um almannaheillafélög voru lengi vel kynnt með þeim hætti á vef Stjórnarráðsins. Af einhverjum ástæðum náði það aldrei inn í endanlega útgáfu laganna. Árið 2023 þáði ríkissjóður 99,8 milljónir kr. frá almannaheillafélögum í formi fjármagnstekjuskatts, samkvæmt upplýsingum frá Skattinum. Þetta þarf að laga. Við Íslendingar höfum metnað til að vera í fararbroddi þroskaðra lýðræðisríkja. Þroskamerki þjóðar okkar birtist m.a. í félögum til almannaheilla og því starfsumhverfi sem hið opinbera setur þeim. Drifkraftur sjálfboðaliða og þjónusta almannaheillafélaga við samfélagið er ómetanleg. En við þurfum að gera betur þegar kemur að skattaumhverfinu. Þar er tímabært að stíga hugrökk skref á þroskabrautinni, létta róður almannaheillafélaga, samfélaginu öllu til framdráttar. Höfundur er formaður Almannaheilla og framkvæmdastjóri KFUM og KFUK á Íslandi.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun